Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.03.2007, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 15.03.2007, Qupperneq 10
550 5000 AUGLÝSINGASÍMI „Um leið og ósköpin tengd Byrginu dundu yfir þá lok- aði ég málinu,“ segir Hákon Sigur- grímsson, skrifstofustjóri í land- búnaðarráðuneytinu, um umsókn sem Guðmundur Jónsson, fyrr- verandi forstöðumaður Byrgisins, og fleiri sendu ráðuneytinu um að breyta sex sumarbústaðalóðum í Grímsnesinu í lögbýli. Hákon segir að um hálft ár sé síðan Guðmundur og félagi hans hafi sótt um lögbýlisrétt á landi úr Klausturhólum sem sé rétt fyrir vestan Borg í Grímsnesi. Til þess hafi þeir haft meðmæli sveitar- stjórnar. „Þetta voru sex sumarbústaða- lóðir og við sögðum að það þyrfti að sameina þær í tvö lönd,“ segir Hákon. „Þetta stóð eitthvað í sveit- arstjórninni svo málið var ekki komið lengra en raun ber vitni.“ Hákon segir að samkvæmt umsókninni hafi átt að fara fram lífræn ræktun á landinu. „En málinu var lokað eins og áður sagði,“ bætir hann við, „og það verður ekki tekið upp aftur nema þá á nýjum forsendum.“ Sumarbústaðalóðirnar sem um ræðir eru skráðar á fyrirtækið Úrím og Túmímm, sem er í eigu Guðmundar Jónssonar og Jóns Arnars Einarssonar, sem áður var aðstoðarforstöðumaður Byrgis- ins. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins eru lóðirnar raunar sjö talsins og hafa fimm þeirra verið kyrrsettar af saksóknara efna- hagsbrota hjá ríkislögreglustjóra, sem fer með rannsókn á fjármál- um fyrrum Byrgisins. Hinar tvær lóðirnar reyndust vera svo veð- settar, að ekki reyndist vera hald í þeim fyrir ríkið. Tvær Land Rover-bifreiðar sem fyrrverandi forráðamenn Byrgisins höfðu til umráða reyndust vera á rekstrar- leigu og því ekki hægt að kyrr- setja þær. Hins vegar voru kyrr- settar tvær bifreiðar í eigu einstaklings sem tengdist rekstri Byrgisins, jafnframt byggingar á sumarbústaðalóðum Guðmundar og Jóns Arnars. Málefni Byrgisins eru nú til rannsóknar á þremur stöðum. Embætti lögreglustjórans á Sel- fossi rannsakar hvort að minnsta kosti sjö konur hafi orðið fyrir kynferðislegri misneytingu af hálfu Guðmundar meðan þær dvöldu í Byrginu. Þær hafa allar lagt fram kæru á hendur Guð- mundi. Saksóknari efnahagsbrota hjá ríkislögreglustjóra og skattrann- sóknarstjóri rannsaka fjármála- þætti Byrgisins. Fyrir efnahags- brotadeild liggur fyrir kæra frá móður látins drengs, sem stofnað- ur var minningarsjóður um, en fjárhæðin síðan færð yfir á per- sónulegan reikning Guðmundar Jónssonar. Ráðuneytið lokaði á lögbýlisumsóknina Landbúnaðarráðuneytið lokaði á lögbýlisumsókn Guðmundar Jónssonar, fyrr- verandi forstöðumanns Byrgisins, þegar „ósköpin tengd Byrginu dundu yfir“, segir skrifstofustjóri ráðuneytisins. Eignir Byrgismanna hafa verið kyrrsettar. www.lysi.is Omega-3 F I S K I O L Í A Gjöf náttúrunnar til þín Má taka með lýsi. Omega-3 fiskiolía byggir upp ónæmiskerfið á marga vegu og hefur jákvæð áhrif á: Omega-3 fiskiolía inniheldur hátt hlutfall Omega-3 fitusýra, einkum EPA og DHA sem eru okkur lífsnauðsynlegar. Fjöldi rannsókna víða um heim hafa sýnt fram á jákvæða eiginleika þeirra fyrir heilsuna. sjón hjarta og æðakerfi blóðþrýsting kólesteról í blóði liði rakastig húðarinnar minni andlega líðan námsárangur þroska heila og miðtaugakerfis á meðgöngu Vinstri græn á ferð um landið Fundur í Árborg í kvöld Gestur Svavarsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Alma Lísa Jóhannsdóttir spjalla við kjósendur í Selinu, Engjavegi 48, kl: 20:00 ALLT ANNAÐ LÍF! - með vinstri grænum Lögregla skarst í leikinn síðdegis í gær þegar Guð- mundur Jónsson, fyrrverandi for- stöðumaður Byrgisins, læsti ljós- myndara Fréttablaðsins inni í sumarbústaðahverfi í Grímsnesi. Hringdi hann síðan á lögregluna. Ljósmyndarinn hafði ekið inn um hlið á vegi sem lá inn í sum- arbústaðahverfi þar sem eru fjöl- margir bústaðir. Hliðið er á veg- inum þar sem hann liggur í gegn- um lóðahverfi Guðmundar. Þegar ljósmyndarinn var kominn inn fyrir, kom Guðmundur út úr bú- stað sínum og læsti hliðinu með hengilás. Nokkru síðar kom lög- regla og málið leystist. Lögreglan frels- aði ljósmyndara
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.