Fréttablaðið - 15.03.2007, Page 32

Fréttablaðið - 15.03.2007, Page 32
Karlmenn eru sífellt mikilvægari viðskiptavinir hvað varðar tísku- vörur, undirföt og snyrtivörur. Þrátt fyrir að metrómaðurinn eigi víst að vera dauður hefur hann sett sitt mark á nútímakarl- menn til frambúðar. Það er því í takt við tímann að nýtt 4000 fer- metra musteri herratísku opnaði hér í hjarta Parísar í síðustu viku rétt við Ráðhús borgarinnar, í göngufæri frá Chatelet-Les Hall- es við anddyri Mýrarinnar. Það er eitt elsta magasín borgarinnar, BHV, sem hefur bætt við sig nýju verslunarhúsi bak við hið eldra á Rivoligötu. Hið nýja BHV er langt frá því að vera eins og dæmigerð stórverslun heldur það sem er kallað ,,concept store” á fjórum hæðum í anda New York. BHV eyddi 15 milljónum evra í að end- urnýja húsnæðið með færustu innanhúsarkitektum og verður huggulegt að sötra kaffi allt árið um kring á upphitaðri verönd og ekki er græni gróðurveggurinn sem Patrick Blanc hefur gert síður áhugaverður. Hjá BHV mátti áður finna í herradeildinni um 60 herramerki en í nýju versl- uninni verða þau 150. Það er ekki að ástæðulausu að hið nýja BHV Homme helgar jarðhæð sína snyrtivörum, fylgi- hlutum og undirfötum þar sem að auki er hægt að fara í klippingu á staðnum og fá sér andlitssnyrt- ingu. Á fyrstu hæð er að finna jakkaföt af ýmsum gerðum, skyrtur og bindi fyrir hinn klass- íska karlmann. Á annarri hæð eru það helgarföt og sportlegur klæðnaður sem ræður ríkjum. Á þriðju hæðinni eru gallabuxur í öllum útgáfum og litum frá ýmsum merkjum eins og Tommy Hilfiger, Lee Cooper, Jack & Jones (nýtt í París), Calvin Klein og fleirum. Fjórða hæðin sem er helguð hönnuðum sækir innblást- ur í arkitektúr Le Palais de Tokyo og þar er að finna aðeins fínni merki eins og Kenzo, Hugo Boss, D & G svo einhver nöfn séu nefnd. Einn helsti vaxtarbroddur tísku og snyrtivöruframleiðenda hefur síðustu misseri verið í vörum ætl- uðum karlmönnum. Ár frá ári margfaldast salan á rakakremum og alls kyns hrukkubönum fyrir karlmenn sem nú eru farnir að eyða líkamshári og kaupa sífellt meira af undirfötum í ýmsum útgáfum. Þó að herrastórverslan- ir séu ekki alveg nýjar af nálinni hér í París, aðeins nokkur ár síðan Printemps opnaði eina slíka nálægt Haussmann-búlvarði, þá er nýja BHV-verslunin af þægi- legri stærð þar sem allt er á einum stað og einstaklega vel staðsett. Það er því óhætt að segja að markaðsmenn BHV hafi hitt naglann á höfuðið með opnun þessarar nýju þemaverslunar þar sem allir karlmenn finna rétta stílinn fyrir vorið þegar hitamæl- irinn hér gælir orðið við 17 gráð- ur. (BHV Homme, 36 rue de la Verrerie, 75004 Paris, M Hôtel de ville). bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Fermingargjafir frá Marimekko Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi Margar gerðir af búningasilfri. Þetta er ódýrasta mynstrið. Allt sem þarf á upphlutinn, settið frá 90.530, kr. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Sérverslun með kvensilfur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.