Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.03.2007, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 15.03.2007, Qupperneq 32
Karlmenn eru sífellt mikilvægari viðskiptavinir hvað varðar tísku- vörur, undirföt og snyrtivörur. Þrátt fyrir að metrómaðurinn eigi víst að vera dauður hefur hann sett sitt mark á nútímakarl- menn til frambúðar. Það er því í takt við tímann að nýtt 4000 fer- metra musteri herratísku opnaði hér í hjarta Parísar í síðustu viku rétt við Ráðhús borgarinnar, í göngufæri frá Chatelet-Les Hall- es við anddyri Mýrarinnar. Það er eitt elsta magasín borgarinnar, BHV, sem hefur bætt við sig nýju verslunarhúsi bak við hið eldra á Rivoligötu. Hið nýja BHV er langt frá því að vera eins og dæmigerð stórverslun heldur það sem er kallað ,,concept store” á fjórum hæðum í anda New York. BHV eyddi 15 milljónum evra í að end- urnýja húsnæðið með færustu innanhúsarkitektum og verður huggulegt að sötra kaffi allt árið um kring á upphitaðri verönd og ekki er græni gróðurveggurinn sem Patrick Blanc hefur gert síður áhugaverður. Hjá BHV mátti áður finna í herradeildinni um 60 herramerki en í nýju versl- uninni verða þau 150. Það er ekki að ástæðulausu að hið nýja BHV Homme helgar jarðhæð sína snyrtivörum, fylgi- hlutum og undirfötum þar sem að auki er hægt að fara í klippingu á staðnum og fá sér andlitssnyrt- ingu. Á fyrstu hæð er að finna jakkaföt af ýmsum gerðum, skyrtur og bindi fyrir hinn klass- íska karlmann. Á annarri hæð eru það helgarföt og sportlegur klæðnaður sem ræður ríkjum. Á þriðju hæðinni eru gallabuxur í öllum útgáfum og litum frá ýmsum merkjum eins og Tommy Hilfiger, Lee Cooper, Jack & Jones (nýtt í París), Calvin Klein og fleirum. Fjórða hæðin sem er helguð hönnuðum sækir innblást- ur í arkitektúr Le Palais de Tokyo og þar er að finna aðeins fínni merki eins og Kenzo, Hugo Boss, D & G svo einhver nöfn séu nefnd. Einn helsti vaxtarbroddur tísku og snyrtivöruframleiðenda hefur síðustu misseri verið í vörum ætl- uðum karlmönnum. Ár frá ári margfaldast salan á rakakremum og alls kyns hrukkubönum fyrir karlmenn sem nú eru farnir að eyða líkamshári og kaupa sífellt meira af undirfötum í ýmsum útgáfum. Þó að herrastórverslan- ir séu ekki alveg nýjar af nálinni hér í París, aðeins nokkur ár síðan Printemps opnaði eina slíka nálægt Haussmann-búlvarði, þá er nýja BHV-verslunin af þægi- legri stærð þar sem allt er á einum stað og einstaklega vel staðsett. Það er því óhætt að segja að markaðsmenn BHV hafi hitt naglann á höfuðið með opnun þessarar nýju þemaverslunar þar sem allir karlmenn finna rétta stílinn fyrir vorið þegar hitamæl- irinn hér gælir orðið við 17 gráð- ur. (BHV Homme, 36 rue de la Verrerie, 75004 Paris, M Hôtel de ville). bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Fermingargjafir frá Marimekko Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi Margar gerðir af búningasilfri. Þetta er ódýrasta mynstrið. Allt sem þarf á upphlutinn, settið frá 90.530, kr. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Sérverslun með kvensilfur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.