Fréttablaðið - 15.03.2007, Page 34

Fréttablaðið - 15.03.2007, Page 34
Í Góða hirðinum er brjálað að gera enda fæst þar gott úrval notaðra innanhússmuna á lágu verði. Löng biðröð hefur myndast fyrir utan Góða hirðirinn rétt fyrir hádegi þegar blaðamann og ljós- myndara ber að garði. Sumir hafa beðið í hálftíma eftir því að versl- unin verði opnuð. Ný vörusending er komin og enginn vill missa af neinu. Það er engin leið að komast að dyrunum fyrir fólki, svo ekki er annað í stöðunni en að læðast bak- dyramegin, þar sem starfsmenn eru önnum kafnir við að raða vörum í hillur og gera allt klárt áður en búðin er opnuð. Verslunarstjórinn segir okkur að hafa hraðann á áður en hol- skeflan ríður yfir búðinna. Annars verði ekki mikið eftir fyrir okkur að mynda. Það reynist hverju orði sannara. Ljósmyndari hefur ekki fyrr smellt af nokkrum myndum en dyrnar eru opnaðar og í einni svip- hendingu fyllist verslunin af fólki, sem lætur greipar sópa. Verslun- arstjóranum líst ekki á blikuna og biður það vinsamlegast um að sýna aðgát. Nokkrir kúnnanna, greinilega alvanir, fylla kerrurnar sínar á örskotstíma. Starfsfólkið hefur ekki undan við að afgreiða styttur, lampa og stóla svo fátt eitt sé nefnt. Svitinn bogar af einum starfskraftinum. Þetta er þó aðeins upphafið að dæmigerðum degi í Góða hirðin- um, þar sem hægt er að finna allt á milli himins og jarðar. Allt á milli himins og jarðar ðlusmið Jan Pawlikowsky kynningarverð kr: 350.000 Stradivarius model kynningarverð kr: 550.000 Selló r 15 ár verð kr:140.000 Kontrabassar - náttúruþurrkaður viður r 15 ár kr: 235.000 Skóla ðlur verð kr: 15.500.- autur - Klarinett - Trompett Skipholt 29A Sími 511-5151 / 661-4153 www.hljomaroglist.com

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.