Fréttablaðið - 15.03.2007, Page 42
fréttablaðið heilsa og lífsstíll 15. MARS 2007 FIMMTUDAGUR4
Elín Elísabet Torfadóttir, forrit-
ari hjá Caldris, styrkir líkama
og sál með karate.
„Ég hafði alltaf verið spennt fyrir
karate en lét fyrst verða af því að
byrja þegar vinkona mín fékk mig
með sér á æfingu í Þórshamri
fyrir sex árum,“ segir Elín Torfa-
dóttir sem tók svarta beltið fyrir
ári síðan, þá komin fjóra mánuði á
leið.
Elín segir karate vera frábæra
líkamrækt sem styrki og liðki
allan líkamann. „Ég hef styrkst
mikið í baki, kvið og fótleggjum.
Reglulegar gráðanir eru einnig
góð þjálfun í að standa frammi
fyrir dómara og standa skil á sinni
kunnáttu sem gerir mann sjálfs-
öruggari. Ég er líka orðin örugg-
ari með mig þegar ég er ein á
ferli.”
Elín bætir við að þótt karate sé
sjálfsvarnaríþrótt sé flótti fyrsta
vörnin sem kennd er ef maður
verður fyrir árás utan karatesal-
arins.
Þegar Elín er spurð að því
hvort allir geti byrjað að æfa
karate segir hún sannarlega að
svo sé. „Þegar ég byrjaði fyrst
var sá yngsti í mínum hópi fimmt-
án ára en sá elsti var um sextugt.
Það er einmitt lagt mikið upp úr
því að fólk geti æft karate á eigin
forsendum, annaðhvort eins og
almenna líkamsrækt eða sem
keppnisíþrótt. Engum er þröngvað
til að keppa. Ég ákvað hins vegar
að byrja strax að keppa því það
þroskar mann í karate. Bæði
vegna þess að þú færð meiri
athygli og leiðsögn frá þjálfara og
það styrkir líka sjálfstraustið.”
Aðspurð hvaða fleiri kosti það
hafi að æfa karate aðra en aukinn
liðleika og líkamlegan styrk segir
Elín þá ótalmarga. Til að byrja
með sé góður andi í Þórshamri og
skemmtilegt fólk. En það sem
henni finnist þó mikilvægast er að
í karate er stöðugur lærdómur. Á
hverju ári er markmiðið að taka
næsta belti sem sé hvetjandi.
„Ég mæli hiklaust með karate
fyrir alla sem vilja halda sér í
góðu formi langt fram eftir aldri,“
segir Elín að lokum. - árá
Sjálfstraust og styrkur
Elín Elísabet Torfadóttir heldur sér í formi með karate. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Árangur fer eftir gæðum
Hvaða Spirulina ert þú að taka?
Yggdrasill · www.celsus.is
29 vítamín og steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega
· GLA fi tusýrur · SOD eitt öfl ugasta andoxunarensím líkamans
Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum.
Gulli Betri
Súrefnistæmdar umbúðir
vernda næringarefnin.
Lifestream þörungarnir eru ómengaðir,
ræktaðir í ferskvatni eftir ströngum
gæðastaðli. ISO9001 · ISO14001
V
o
ttað
100% lífræ
nt
Greinilegur árangur eftir
nokkra daga inntöku
Aukið úthald,
þrek og betri líðan
Fæst í öllum apótekumog heilsubúðum. www.celsus.is