Fréttablaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 37
Prjónablaðið Ýr nr. 37 er
komið út, fullt af flottum
uppskriftum fyrir bæði full-
orðna og börn.
„Vestin eru heit núna og í nýja
blaðinu okkar eru nokkrar
vestisuppskriftir. Kannski er
það þess vegna sem blaðið
rýkur út og stoppar ekki í búð-
unum,“ segir ritstjórinn Auður
Kristinsdóttir
glaðlega og
kveðst finna
fyrir síaukn-
um áhuga á
prjónaskap
í landinu. Í
formála hins
nýja blaðs
bendir hún
líka á að
prjónaskapur
bjóði upp á
óþrjótandi
möguleika því
þótt prjóna-
hefðin sem
slík sé gömul og rótgróin þá
geti hún fylgt tískunni á hverj-
um tíma. Þar komi til nútímaleg
hönnun og
vönduð fram-
leiðsla garns
og uppskrifta.
Það er fyrir-
tækið Tinna
(www.tinna.
is) sem gefur
prjónablað-
ið Ýr út og
kynnir nú líka
til sögunnar
nýjar tegundir
garns, Easy og
Alpaka. Báðar eru úr 100% ull.
Easy er gróf 100% merinóull,
sérlega mjúk og Alpakka er
einnig lungamjúkt og drjúgt
garn enda úr ull af lamadýri.
Heimkynni þess eru meðal
annars í háfjöllum Bólivíu.
Auður hvetur foreldra og aðra
uppalendur til að kenna börnum
og unglingum prjón og hekl.
„Það er svo gaman fyrir krakka
að kunna þessa hluti,“ segir hún.
„Auk þess eflir það sköpunar-
gáfu þeirra og sjálfstraust og er
því forvörn til framtíðar.“
Ótal mögu-
leikar í prjóna-
skapnum
Viðskiptavinir Branten.com fá
vörur sínar sendar ókeypis.
Branten.com er sænsk vefverslun
með gott úrval af fatnaði og fylgi-
hlutum á karla og konur. Það sem
meira er, viðskiptavinirnir fá vör-
una senda heim sér að kostnaðar-
lausu. Gildir þá einu hvar þeir eru
búsettir í heiminum.
Vefverslunin selur bæði þekkt
og vönduð vörumerki, eins og
Baum und Pferdgarten, og föt eftir
unga og upprennandi hönnuði.
Leikur einn er að versla á Bran-
ten.com. Maður getur valið vöru-
merki vinstra megin á henni til
að fá allar vörur undir því merki.
Svo er hægt að skoða tiltekna
vöru nánar með því að smella á
hana. Með því að smella á „add to
shopping bag“ fer varan í versl-
unarkörfu.
Þegar maður hefur verslað,
þarf maður að skrá sig sem not-
anda áður en borgað er fyrir vör-
una. Að svo búnu tekur aðeins
nokkra daga þar til varan berst á
leiðarenda.
Frí heimsending
um allan heim
Mörkinni 6, Símí 588-5518
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16
R
O
YA
L
Kaffið frá Te & Kaffi
stundin - bragðið - stemningin