Fréttablaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 96
Rússnest tónskáld hefur
á undanförnum mánuð-
um notið mikillar athygli
á Bretlandseyjum og á
Norðurlöndum. Hún heit-
ir Sofia Gubaidulina og er
talin með merkari tónskáld-
um okkar tíma. Nú beinir
tónlistargeirinn á Íslandi
augum sínum og listgæfni
að verkum hennar. Frúin
ætlaði að koma í heimsókn
en ekki verður af því: aldr-
aður bóndi hennar veiktist
og hún afboðaði sig. Sjálf er
hún 75 ára.
Sofia Gubaidulina var leiðtogi ný-
bylgjunnar í rússneskri tónlist
upp úr 1960 ásamt Edison Den-
izov og Alfred Schnittke. Tónlist
þeirra var í andófi við þá opinberu
aðila í Sovétríkjunum sem heimt-
uðu svokallað félagslegt raunsæi.
Þau voru fordómalaus og forvitin
um tilraunakenndar hefðir í tón-
listarlífi Evrópu á liðinni öld.
Sú forvitni og fordómaleys-
ið reyndust Sofiu og skoðana-
bræðrum hennar dýrt. Oft var
komið í veg fyrir flutning verka
hennar eins og lítilmótlegu yfir-
valdi er hægast til að tukta tón-
skáld til spektar. Flytjendum var
hreinlega fyrirskipað að hætta
við flutning, oft á síðustu stundu.
Dmitrí Sjostakovítsj var öllum
hnútum kunnugur í slíku kúgun-
arferli og gaf tónskáldinu unga
mottó: Þræddu áfram þínar villi-
götur.
Sofia Gubaiduina fæddist í okt-
óber 1931 og ólst upp í Kazan,
borg tataranna. Móðir hennar var
rússnesk, faðir hennar tatari, tón-
listarkennarar hennar komu allir
úr hinu öfluga gyðingasamfélagi
sem þreifst í Kazan.
Í fyrstu var það Bach sem heill-
aði hið unga tónskáld, á eftir komu
þeir Mozart, Haydn og Beethoven.
Bach hefur alltaf fylgt henni –
eins og mörgum tónlistarmönn-
um. Fiðlukonsert hennar „Offer-
torium“ byggir á hinu konunglega
stefi meistarans úr Tónafórninni.
Á efnisskrá Caput er Hugleiðing
Gubaidulinu um kóral Bachs „Vor
deinen Thron“.
Tónlist hennar hefur verið lýst
sem tilfinningaþrunginni og hlað-
inni óræðri merkingu – hún er
sögð dularfull, myrk einlæg og
björt og bæði gamaldags og fram-
úrstefnuleg.s
Sofia Gubaidulina fór fyrst til
Vesturlanda árið 1985, vakti strax
mikla athygli og nýtur nú alþjóð-
legrar viðurkenningar sem eitt
helsta tónskáld samtímans. Hún
býr nú skammt frá Hamborg í
Þýskalandi.
Tónlistarunnendur fá notið
sköpunarverka hennar á þrenn-
um tónleikum. Hinir fyrstu fara
fram í Langholtskirkju á morgun
kl. 17 en þar leikur CAPUT-hóp-
urinn ásamt söngkonunni Ingi-
björgu Guðjónsdóttur og Gradu-
ale-kórnum. Ingibjörg syngur hið
viðamikla „Hommage à T. S. Eliot“
en textinn þess er sóttur í „Fjóra
kvartetta“ skáldsins. Önnur verk
á efnisskránni eru Concordanza
fyrir kammersveit og Hugleið-
ing um „Vor deinen Thron“ fyrir
strengjakvartett, kontrabassa
og sembal eftir Gubaidulinu og
frumflutningur á tónverki Elínar
Gunnlaugsdóttur „…í laufinu“ við
ljóð Matthíasar Johannessen úr
„Sálmum á atómöld“. Stjórnandi
á þessum tónleikum verður Guðni
Franzson en stjórandi Graduale-
kórsins er Jón Stefánsson.
Á þriðjudaginn leikur Valgerð-
ur Andrésdóttir verk Gubaidulina
á Tíbrártónleikum í Salnum en Sif
Tulinius fiðluleikari leikur kons-
ert eftir Gubaidulina, Offertori-
um, með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands í Háskólabíói næstkomandi
fimmtudag.
Sif hefur unnið með Gubaidul-
inu og það er að frumkvæði henn-
ar sem þessir tónleikar allir eru
haldnir.
Kl. 14.30
Vinjettusíðdegi í Amtsbókasafninu á
Akureyri. Þar les rithöfundurinn Ár-
mann Reynisson úr verkum sínum
ásamt Sögu Jónsdóttur leikkonu,
Kristjáni Þór Júlíussyni fyrrverandi
bæjarstjóra Akureyrar, séra Solveigu
Láru Guðmundsdóttur, Hermanni J.
Tómassyni, formanni bæjarstjórnar,
Svanfríði I. Jónasdóttur, bæjarstjóra
á Dalvík, Jóhanni Ingimarssyni lista-
manni og Óla G. Jóhannssyni mynd-
listarmanni. Kristján Edelstein leik-
ur á gítar.
Klettasalat og afbyggður líkami
Draumalandið
eftir Andra Snæ Magnason
Strandgata 50, Hafnarfirði. Miðasala
í síma 555 2222 og á www.midi.is
Frumsýning
16.mars föstudagur kl. 20:00
22.mars fimmtud. 2.sýn kl. 20:00
23.mars föstud. 3.sýn kl. 20:00
24.mars laugard. 4.sýn kl. 20:00
„DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“
DAGUR VONAR
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
FYRSTUR MEÐ
FRÉTTIRNAR
www.visir.is