Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2007, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 17.03.2007, Qupperneq 96
Rússnest tónskáld hefur á undanförnum mánuð- um notið mikillar athygli á Bretlandseyjum og á Norðurlöndum. Hún heit- ir Sofia Gubaidulina og er talin með merkari tónskáld- um okkar tíma. Nú beinir tónlistargeirinn á Íslandi augum sínum og listgæfni að verkum hennar. Frúin ætlaði að koma í heimsókn en ekki verður af því: aldr- aður bóndi hennar veiktist og hún afboðaði sig. Sjálf er hún 75 ára. Sofia Gubaidulina var leiðtogi ný- bylgjunnar í rússneskri tónlist upp úr 1960 ásamt Edison Den- izov og Alfred Schnittke. Tónlist þeirra var í andófi við þá opinberu aðila í Sovétríkjunum sem heimt- uðu svokallað félagslegt raunsæi. Þau voru fordómalaus og forvitin um tilraunakenndar hefðir í tón- listarlífi Evrópu á liðinni öld. Sú forvitni og fordómaleys- ið reyndust Sofiu og skoðana- bræðrum hennar dýrt. Oft var komið í veg fyrir flutning verka hennar eins og lítilmótlegu yfir- valdi er hægast til að tukta tón- skáld til spektar. Flytjendum var hreinlega fyrirskipað að hætta við flutning, oft á síðustu stundu. Dmitrí Sjostakovítsj var öllum hnútum kunnugur í slíku kúgun- arferli og gaf tónskáldinu unga mottó: Þræddu áfram þínar villi- götur. Sofia Gubaiduina fæddist í okt- óber 1931 og ólst upp í Kazan, borg tataranna. Móðir hennar var rússnesk, faðir hennar tatari, tón- listarkennarar hennar komu allir úr hinu öfluga gyðingasamfélagi sem þreifst í Kazan. Í fyrstu var það Bach sem heill- aði hið unga tónskáld, á eftir komu þeir Mozart, Haydn og Beethoven. Bach hefur alltaf fylgt henni – eins og mörgum tónlistarmönn- um. Fiðlukonsert hennar „Offer- torium“ byggir á hinu konunglega stefi meistarans úr Tónafórninni. Á efnisskrá Caput er Hugleiðing Gubaidulinu um kóral Bachs „Vor deinen Thron“. Tónlist hennar hefur verið lýst sem tilfinningaþrunginni og hlað- inni óræðri merkingu – hún er sögð dularfull, myrk einlæg og björt og bæði gamaldags og fram- úrstefnuleg.s Sofia Gubaidulina fór fyrst til Vesturlanda árið 1985, vakti strax mikla athygli og nýtur nú alþjóð- legrar viðurkenningar sem eitt helsta tónskáld samtímans. Hún býr nú skammt frá Hamborg í Þýskalandi. Tónlistarunnendur fá notið sköpunarverka hennar á þrenn- um tónleikum. Hinir fyrstu fara fram í Langholtskirkju á morgun kl. 17 en þar leikur CAPUT-hóp- urinn ásamt söngkonunni Ingi- björgu Guðjónsdóttur og Gradu- ale-kórnum. Ingibjörg syngur hið viðamikla „Hommage à T. S. Eliot“ en textinn þess er sóttur í „Fjóra kvartetta“ skáldsins. Önnur verk á efnisskránni eru Concordanza fyrir kammersveit og Hugleið- ing um „Vor deinen Thron“ fyrir strengjakvartett, kontrabassa og sembal eftir Gubaidulinu og frumflutningur á tónverki Elínar Gunnlaugsdóttur „…í laufinu“ við ljóð Matthíasar Johannessen úr „Sálmum á atómöld“. Stjórnandi á þessum tónleikum verður Guðni Franzson en stjórandi Graduale- kórsins er Jón Stefánsson. Á þriðjudaginn leikur Valgerð- ur Andrésdóttir verk Gubaidulina á Tíbrártónleikum í Salnum en Sif Tulinius fiðluleikari leikur kons- ert eftir Gubaidulina, Offertori- um, með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands í Háskólabíói næstkomandi fimmtudag. Sif hefur unnið með Gubaidul- inu og það er að frumkvæði henn- ar sem þessir tónleikar allir eru haldnir. Kl. 14.30 Vinjettusíðdegi í Amtsbókasafninu á Akureyri. Þar les rithöfundurinn Ár- mann Reynisson úr verkum sínum ásamt Sögu Jónsdóttur leikkonu, Kristjáni Þór Júlíussyni fyrrverandi bæjarstjóra Akureyrar, séra Solveigu Láru Guðmundsdóttur, Hermanni J. Tómassyni, formanni bæjarstjórnar, Svanfríði I. Jónasdóttur, bæjarstjóra á Dalvík, Jóhanni Ingimarssyni lista- manni og Óla G. Jóhannssyni mynd- listarmanni. Kristján Edelstein leik- ur á gítar. Klettasalat og afbyggður líkami Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason Strandgata 50, Hafnarfirði. Miðasala í síma 555 2222 og á www.midi.is Frumsýning 16.mars föstudagur kl. 20:00 22.mars fimmtud. 2.sýn kl. 20:00 23.mars föstud. 3.sýn kl. 20:00 24.mars laugard. 4.sýn kl. 20:00 „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.