Fréttablaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 48
 17. MARS 2007 LAUGARDAGUR6 fréttablaðið fermingar Fermingar eru ungdómsvígslur og sem slíkar líklegast jafngamlar mannlegu samfélagi. Í byrjun var fermingin ekki aðgreind frá skírn. Það gerðist ekki fyrr en á 12. öld, þegar hún varð gerð að sérstöku sakram- enti. Siðbótarmenn á 16. öld sáu hins vegar ástæðu til að afnema ferm- inguna sem sakramenti þegar þeir endurskipulögðu kirkjuna. Ástæð- an var sú að þeim þótti hún skyggja á skírnina. Á móti fóru siðbótarmenn að tengja uppfræðslu í kristinni trú við undirbúning undir fermingar- athöfn og meðtöku heilags kvöld- máltíðarsakraments við guðsþjón- ustu. Segja má að fræðslan hafi í tímans rás orðið órjúfanlegur hluti af undirbúningi fyrir ferm- ingar innan kirkjunnar. Ferming- arfræðsla kirkjunnar miðar nú að því að undirbúa unglinga fyrir inngöngu í heim hinna fullorðnu með kristna lífsskoðun að leiðar- ljósi. (Heimild: visindavefur.is) Upphaf ferminga Siðbótarmenn fóru að tengja upp- fræðslu í kristinni trú við undirbúning fyrir fermingar. Eitt þeirra barna sem fermist í Bjarnarneskirkju í Hornafirði á pálmasunnudag er Sigurður Ragnarsson í Akurnesi. Hann brá sér í bæinn um síðustu helgi til að festa kaup á skóm fyrir ferming- una en jakkaföt var hann búinn að kaupa í versluninni Lóninu á Höfn. Fréttablaðið rakst á hann í Kringlunni ásamt Önnu Lilju systur sinni, búinn að finna skó í Skór.is sem honum leist vel á „Ég hugsa líka að Björg frænka okkar verði ánægð, þeir eru svo fínir,“ segir Anna Lilja. „Henni fannst að ég hefði átt að velja mér lakk- skó þegar ég fermdist.“ Þegar farið er að spjalla við Sigurð kemur í ljós að það var fleira en fermingarskórnir sem drógu hann til borgarinnar því íþróttavörubúðirnar heilla. „Fót- boltinn er aðaláhugamálið mitt og ég hef verið að skoða bæði takkaskó og markmannshanska,“ segir hann brosandi. Hann kveðst hafa æft fótbolta í sjö ár og skipa nú stöðu markmanns í fjórða flokki hjá Sindra sem er farinn að spila 11 manna bolta á stórum völlum. Áhuginn liggur víðar því drengurinn hefur líka gaman af búskap. „Ég fer yfirleitt í fjár- húsin á hverjum degi ef ég fer ekki út á Höfn á æfingar,“ segir hann. Sigurður er yngstur níu syst- kina. Hann á von á mörgum gest- um í fermingarveisluna sem haldin verður heima. „Það koma líklega milli 100 og 150 gestir, þannig hefur það alltaf verið,“ segir hann og kveðst muna eftir fermingum tveggja bræðra sinna sem eru næstir honum í aldri. Hann telur að haldið verði í þær hefðir að bjóða upp á kaffihlað- borð með heimabökuðum kökum og aðspurður segir hann skyr- tertu með perum í mestu uppá- haldi hjá honum. Þar sem pálmasunnudag í ár ber upp á 1. apríl er Sigurður spurður í gamni hvort þetta verði nokkuð platferming. Þá hlær hann og svarar: „Nei, ég vona ekki og held það séu engar líkur á því.“ Hann kveðst hafa gengið reglulega til prestsins í vetur þar sem farið var yfir kafla úr bók- inni Líf með Jesú. Einnig er hann langt kominn með að læra sálm- ana sem honum voru settir fyrir en messuskyldan er aðeins að þvælast fyrir. „Við eigum að fara í tíu messur yfir veturinn og ég náði fimm fyrir áramót en hef verið aðeins latari upp á síðkast- ið,“ segir hann en kveðst samt ágætlega trúaður. gun@frettabladid.is Ekkert plat þótt fermingin sé 1. apr- Sigurður Ragnarsson fann fína ferming- arskó í Kringlunni. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN TIME YOUR OWN CHALLENGE Candino svissnesk gæðaúr! Fást í miklu úrvali í úra & skartgripaverslunum. Verð frá kr. 8.500 - 25.200,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.