Fréttablaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 66
17. MARS 2007 LAUGARDAGUR24 fréttablaðið fermingar
Fermingarundirbúningurinn hjá
Védísi Köru Ólafsdóttur hófst síð-
astliðið haust með messusókn og
fermingarfræðslu og hefur undir-
búningurinn að veisluhöldunum
sjálfum staðið yfir í svipaðan tíma.
„Mamma byrjaði löngu fyrir jól í
veisluundirbúningi en ég byrjaði nú
bara að pæla í þessu fyrir um viku
síðan,“ segir Védís sem fermist í
Árbæjarkirkju hinn 5. apríl næst-
komandi. Fermingarfræðslan er að
sögn Védísar ekki í mestu uppáhaldi
hjá krökkunum.
„Við þurfum að sækja tíu mess-
ur fram að fermingu og það er svo-
lítið leiðinlegt,“ segir Védís Kara
sem þó segist ekki vita af neinum
sem ekki ætlar að láta ferma sig og
hjá henni kom aldrei annað til
greina. „Við frændsystkinin höfum
fermst hvert á eftir öðru og nú er
röðin komin að mér svo ég gat ekki
slitið þessa keðju.“
Kjóllinn sem Védís fermist í er
hvítur með silfruðum blómum og
verður hún í stíl við vinkonurnar
Heiðdísi og Ólöfu sem fermast með
henni. „Við verðum allar í eins kjól-
um og allar með appelsínugult þema
í veislunni,“ segir Védís brosandi og
segir litinn upprunninn af heima-
síðu vinkvennanna. Védís er þó
einnig með rautt þema en hún fær
tvær veislur sama dag, eina hjá
mömmu og hina hjá pabba.
Aðspurð segir Védís Kara flest
fermingarsystkinin meira spennt
fyrir gjöfunum frekar en trúarlegri
hlið fermingarinnar en sjálf er
henni eiginlega alveg sama um gjaf-
ir. „Ég er kannski svolítið skrítin
því mér er eiginlega alveg sama
hvað ég fæ í fermingargjöf. Ég er
mest spennt fyrir að hitta allt fólkið
sem kemur til að fagna ferming-
unni með mér,“ segir Védís Kara.
rh@frettabladid.is
Hlakkar til að hitta gestina
Ó, faðir gjör mig lítið ljós
um lífs míns stutta skeið
til hjálpar hverjum hal og drós
sem hefur villst af leið.
Ó, faðir gjör mig blómstur blítt
sem brosir öllum mót
og kvíðalaust við kalt og hlýtt
er kyrrt á sinni rót.
Ó, faðir gjör mig ljúflingslag
sem lífgar hug og sál,
sem vekur sól og sumardag
en svæfir storm og bál.
Ó, faðir gjör mig styrkan staf
að styðja hvern sem þarf
uns allt það pund sem Guð
mér gaf
ég gef sem bróðurarf.
Ó, faðir gjör mig sigursálm
eitt signað trúarlag
sem afli blæs í brotinn hálm
og breytir nótt í dag.
Matthías Jochumsson þýddi
Bæn barnsins
Védís Kara Ólafs-
dóttir hlakkar mest
til að hitta allt
fólkið sem ætlar að
fagna fermingunni
með henni í vor.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Í Kirkjuhúsinu við Laugaveg má nálgast ýmsa hluti sem gott er að
eiga fyrir ferminguna. Þar ber hæst sálmabókina sem flest ferming-
arbörn þurfa að eiga og oft er hún merkt þeim í gulli. Gestabók er
nauðsynleg til að halda utan um minningar dagsins. Í Kirkjuhúsinu
fæst gestabók sem einnig er útbúin vösum fyrir myndir og kort.
Litla bænabókin hentar vel í vasa og gott er að grípa í hana.
Heillaóskir á ferm-
ingardaginn
Gestabók
3.990 með
gyllingu,
sálmabók
1.740, með
gyllingu
2.870 og Litla
bænabókin,
1.585 kr.
Opið 10:00 - 20:00 virka daga | Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | www.IKEA.is
TROMSNES rúm
B90xL200 cm
14.900,-
BRYNE himnasæng
Ø56, L230 cm
1.490,-
HEMNES kommóða
B110xD51, H97 cm
16.950,-
Allt fyrir
svefnherbergið þitt