Fréttablaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 86
I
rma Matchavariani er
fædd og alin upp í Tbil-
isi, höfuðborg Georg-
íu. Hún er tvítyngd, talar
bæði georgísku og rúss-
nesku, enda gekk hún í
rússneskan skóla og lauk doktors-
prófi í rússnesku og rússneskum
bókmenntum og sögu. „Á komm-
únistatímanum var mikilvægt að
kunna rússnesku reiprennandi. Ef
maður sótti um vinnu hjá hinu op-
inbera var spurt um rússnesku-
kunnáttuna því að öll skjöl voru til
dæmis á rússnesku,“ segir hún.
Irma var gift Grigol Matchav-
ariani, lögfræðingi frá Tbilisi. Afi
Grigols var menntamaður sem
kunni mörg tungumál og átti Ís-
landsklukkuna eftir Halldór Lax-
ness. Grigol sá bókina sem lítill
strákur uppi í hillu hjá afa sínum,
heyrði frásögn hans um að rithöf-
undurinn byggi á eyju langt úti í
Atlantshafi, las bókina og fékk
brennandi áhuga á íslensku og Ís-
landi. Hann las fleiri bækur sem
komu út á rússnesku og georgísku
og keypti síðan íslensk-rússneska
orðabók sem hann fann í fornbóka-
búð. Aftast í bókinni var málfræði-
hefti og með aðstoð þess lærði
hann íslenska málfræði. Hann
æfði sig svo í að tala íslensku einn
heima, hlusta á hljóðbækur og tala
við þýskukennara sem þau hjónin
þekktu. Sjaldan gáfust tækifæri
til að hitta Íslendinga.
Með þennan áhuga á landi, þjóð
og tungu langaði Grigol til að heim-
sækja þessar eyju langt út í Atl-
antshafi. Loks komst hann í bréfa-
samband við Íslending í London
sem benti honum á að skrifa bréf
til Morgunblaðsins. Í bréfinu sem
þar birtist kom fram hvernig hann
hefði lært íslensku og af hverju.
Það vakti svo mikla athygli að
Ríkisútvarpið tók við hann síma-
viðtal og draumurinn um að heim-
sækja landið rættist þegar ríkis-
stjórnin bauð þeim hjónum til Ís-
lands. „Hann var himinlifandi,“
segir Irma.
Irma og Grigol komu hingað til
lands haustið 1992. „Þetta var æv-
intýralegt ferðalag,“ segir hún og
brosir. „Ég gleymi því aldrei! Við
fengum að sjá allt!“
Grigol og Irma fóru aftur til Ge-
orgíu hálfu ári síðar, í maí 1993.
Georgía hafði nýlega fengið sjálf-
stæði eftir að Sovétríkin leyst-
ust upp og ástandið í landinu var
í samræmi við það, slæm staða
í efnahagsmálum og erfitt að fá
vinnu. Grigol fékk samt vinnu í
dómsmálaráðuneytinu og starf-
aði þar þegar hann lést í bílslysi
árið 1996. Í framhaldi af and-
láti eiginmanns síns ákvað Irma
að flytja til Íslands með dóttur
þeirra sem þá var aðeins sex ára.
Irma fékk íbúð á Stúdentagörð-
um og fór að læra íslensku í Há-
skóla Íslands.
Irma hefur nú starfað sem túlk-
ur í fjölda ára og það fer vel um
mæðgurnar á Íslandi. Hún er á
kafi í ýmsum félagsstörfum og
henni er sérstaklega annt um mál-
efni innflytjenda og barna þeirra.
Hún telur að stuðning vanti fyrir
unglinga af erlendum uppruna
sem hafa búið lengi á Íslandi.
„Unglingana vantar aðstoð og
stuðning, til dæmis við að skilja
ýmis hugtök í eðlisfræði og efna-
fræði. Kennararnir halda að
krakkar sem hafa búið hér lengi
skilji allt en það er ekki rétt. Það
vantar þjónustu fyrir þau börn
sem vilja afla sér menntunar,“
segir hún. Irma kveðst vera mjög
hrifin af Mentor-kerfinu. Í gegn-
um það sé hægt að koma upp kerfi
þannig að íslenskir krakkar í efri
bekkjum geti leiðbeint krökkum
af erlendum uppruna sem eru
ekki komnir jafnlangt í námi „því
að unglingar læra betur af jafn-
öldrum sínum“.
Irma er nú verkefnisstjóri hjá
Mími símenntun og sér um nám
fyrir atvinnulífið. Þar segir hún
að útlendingar geti bætt við sig
námi til að fá menntun sína og
reynslu metna að verðleikum.
Þeir geti líka tekið námskeið og
allt upp í tveggja ára nám á fram-
haldsskólastigi. Hún kennir líka
Íslendingum rússnesku og rúss-
neskumælandi fólki íslensku.
Þegar Irma var að alast upp
var Tbilisi alþjóðleg borg þar
sem bjuggu ekki aðeins Georg-
íumenn heldur líka Rússar, Ar-
menar, Kúrdar, Aserar, Þjóðverj-
ar, Grikkir, Tyrkir og gyðingar.
Tbilisi er enn alþjóðleg og í dag
eru stjórnvöld í Georgíu hlynnt
Bandaríkjamönnum. „Þannig er
pólitíkin í dag. Kannski kemur
næst forseti sem vill stuðn-
ing frá Rússlandi,“ segir Irma.
„Þetta er bara lítið land. Georg-
íumenn voru eitt sinn fimm millj-
ónir. Þrjár milljónir búa í landinu
í dag. Unga fólkið vill fara til ná-
lægra landa til að vinna. Sumir
koma til baka, aðrir ekki eins og
gengur. Það hefur mikið gerst í
Georgíu. Sumir eru ánægðir og
hafa góða vinnu en aðrir eru von-
sviknir og óánægðir. Það er eins
og alltaf,“ segir hún.
Verkefnin bíða stjórnvalda við
uppbyggingu landsins. Gríðar-
legt atvinnuleysi og óöryggi er á
vinnumarkaði og allt upp í áttatíu
prósent íbúanna hafa ekki fasta,
örugga og góða vinnu og atvinnu-
leysi mikið. Kröfurnar á vinnu-
markaði hafa jafnframt breyst. Í
dag er þess krafist að fólk kunni
ensku og hafi góða tölvuþekk-
ingu. Nokkuð hefur verið um að
fólki á aldrinum fimmtíu til sex-
tíu ára hafi verið sagt upp störf-
um og ungt fólk ráðið í staðinn.
Irma segir að eldra fólkið hugsi
Kemur úr vöggu heimsins
Það vakti þjóðarathygli þegar Grigol Matchav-
ariani skrifaði bréf í Morgunblaðið þar sem
hann sagðist hafa lært íslensku af því að lesa
íslensk-rússneska orðabók. Það mikla, að íslenska
ríkisstjórnin bauð hjónunum til landsins og hér
dvöldu þau í hálft ár. Guðrún Helga Sigurðardóttir
ræddi við Irmu Matchavariani, ekkju Grigols,
sem flutti alfarið til landsins eftir að eiginmaður
hennar lést, og hefur nú búið á Íslandi í tíu ár.
Unglingana
vantar aðstoð
og stuðning, til
dæmis við að
skilja ýmis hug-
tök í eðlisfræði og
efnafræði. Kenn-
ararnir halda að
krakkar sem hafa
búið hér lengi
skilji allt en það
er ekki rétt.
öðruvísi. Það sé mótað af Sovét-tím-
anum. Það hafi vænst þess að geta
verið áratugi í sömu vinnunni og ekki
búist við miklum breytingum. „Hver
getur farið á eftirlaun fjörutíu til
fimmtíu ára?“ spyr hún.
„Í þorpunum á fólk allavega mat-
inn sem það framleiðir en ekki pen-
inga og verður því að fara til borg-
arinnar til að selja framleiðsluna og
kaupa eitthvað í staðinn. Fólk í bæj-
unum á erfiðara því að þar geta menn
ekki framleitt mikið,“ segir hún og
telur fólk í auknum mæli vilja búa í
þorpunum til að geta lifað af landinu
og framleitt vörur til að selja.
Þjóðfélagsleg vandamál eru tals-
verð í Georgíu og eiga rætur jafnvel
að rekja aftur til ársins 1991 þegar
Georgía hlaut sjálfstæði. Átök hafa
stundum verið við landamæri Ge-
orgíu og Rússlands vegna rússnesku-
mælandi grúsíumanna sem þar búa og
vilja tilheyra Rússlandi. Frá þessum
héruðum hafa líka komið flóttamenn
til stærstu borganna Tbilisi og Bat-
umi þar sem þeir hafa fyllt öll hótel
og gistiheimili. Irma segir að ríkis-
stjórnin sé nú að veita þessu fólki að-
stoð til að geta keypt sér húsnæði og
komið undir sig fótunum. Skólakerf-
ið í Georgíu er Irmu hugleikið. Hún
hefur áhyggjur af því að opinbera
skólakerfið sé ónýtt og bendir á að
aðeins sé um tvennt að velja, fara í
einkaskóla eða vera í ríkisskóla og fá
einkakennara til að undirbúa prófin.
Henni berast fregnir af því að metn-
aðarfull börn séu send í einkaskóla
og að þau börn sem eru í ríkisskólum
vilji ekki fara í skólann því að þar sé
svo kalt og foreldrarnir kaupi handa
þeim einkakennslu. Kennurunum í
ríkisskólunum sé alveg sama því að
þeir séu á svo lágum launum.
„Annað sem er ekki nógu gott er að
margir einkaháskólar hleypa öllum
inn í skólann ef þeir geta borgað
skólagjöldin. Ef nemendurnir falla á
prófi þá geta þeir farið aftur í próf-
ið. Þeir geta tekið prófið eins oft og
þeir vilja ef þeir bara borga. Allt
snýst um peninga. Það er hættulegt
því þá snýst það minna um menntun-
ina. Þegar ég var í háskólanum var
maður rekinn úr skólanum ef maður
féll á prófi,“ segir hún.
„Mig langar til að trúa því að skóla-
kerfið sé enn jafngott og það var
þá.“