Fréttablaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 99
Slagorð og myndir á
T-bolum hafa löngum
verið vinsælt viðfangs-
efni. Hvergi er betra
að tjá skoðanir sínar
og koma róttækum sla-
gorðum á framfæri.
Uppáhaldshljómsveitir
manna og tískuíkon hafa
selst á T-bolum eins og
heitar lummur og nægir
að nefna Che Guevara,
Elvis og Rolling Stones
í því samhengi. Ný-
lega spratt upp náungi,
Henry Holland að nafni,
með einstaklega fína
hugmynd. Hann stofn-
aði lítið tískuhús sem hann nefndi
House of Holland og bjó til sam-
ansafn af mega flottum sláandi lit-
ríkum T-bolum sem hann
kallar „Fashion Groupie“.
Á þá skellir hann svo
slagorðum þar sem hann
lofsyngur marga tísku-
hönnuði samtímans en
gerir nett grín að þeim í
leiðinni. Á einum stend-
ur skýrum stórum stöf-
um: Cause Me Pain Hedi
Slimane, á öðrum Get Yer
Freak On Giles Deacon,
á þeim þriðja Give Us A
Tickle Richard Nicolls.
Hljómar eins og skemmti-
legt einkagrín sem gekk
aðeins of langt og hefur
náð útbreiddri athygli!
Hægt er að kaupa bolina á www.
house-ofholland.co.uk
Húsið hans Henrys
Nýttu þér tækifærið – sæktu um DMK á spron.is
Þau fyrirtæki, sem nú
veita viðskiptavinum
í DMK afslátt, eru:
• Casa
• InnX
• Sjónvarpsmiðstöðin
• Vouge
• Lystadún-Marco
• Ólavía og Oliver
Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi SPRON, í þjónustuveri í síma 550 1400 eða á spron.is
Allt að 50% afsláttur!
Meðal þeirra fríðinda sem fylgja því að vera í DMK þjónustu SPRON
er að reglulega eru fá en vegleg tilboð frá völdum fyrirtækjum auk
þess sem viðskiptavinum í DMK býðst Einkaklúbbskortið frítt.
Með því að fara inn á spron.is getur þú kynnt þér
þessi frábæru tilboð sem gilda til 1. júní 2007.
Vegleg tilboð í DMK
AR
GU
S
07
-0
17
6
Giles Deacon er draumamað-
ur allra tískuunnenda. Ekki er
hann aðeins hávaxinn, skarpleit-
ur, myndarlegur og kurteis bresk-
ur herramaður. Hann er líka með
eindæmum hæfileikaríkur tísku-
hönnuður sem hefur verið lengi í
bransanum. Deacon hefur meðal
annars unnið fyrir Bottega Veneta
og Gucci en þessa dagana er hann
upptekinn við vinnslu á hand-
töskulínu fyrir hið rótgróna tísku-
fyrirtæki Mulberry og við hönn-
unarsamstarf við New Look (svip-
að og samstarf Stellu McCartney
og H&M) ásamt því að hanna sína
eigin fatalínu undir nafninu Giles.
Og þar, skal ég segja ykkur, eru
áhugaverðir hlutir að gerast!
Í sýningu sinni fyrir vor og
sumar 2007 spann hann saman
pönk, goth og S&M áhrif í stór-
fenglega veislukjóla sem sýndu að
herra Deacon er bæði mjög klár
skreðari og hefur líka húmor fyrir
því sem hann er að gera.
Hann bætti svo einni skraut-
fjöður í hattinn með haust og vetr-
arsýningu sinni um daginn. Þar
fór ekki á milli mála að Deac-
on er náttúruunnandi og var sýn-
ingin öll í skógarlitum, jarðarlit-
um, ættflokkaprentum og svört-
um kínverskum fasanafjöðrum.
Og skórnir, ja hérna skórnir! Æð-
isgengnir!
„Við komumst á gott skrið í þetta
skiptið og bara æddum áfram og
þetta varð útkoman,“ var útskýr-
ing herra Deacons á aðferðum
sínum og litla vinahersins sem
hann safnar í stúdíóið sitt. Útkom-
an varð víðáttumikil og stórfeng-
lega hlaðin sýning með prentum,
bólstrum, reimum og tröllauknu
kaðlaprjóni. Og maður hefur á til-
finningunni að allir hafi skemmt
sér konunglega við að búa þessi
föt til.
Giles Deacon
er draumur