Fréttablaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 64
 17. MARS 2007 LAUGARDAGUR22 fréttablaðið fermingar Viktor Smári Sigurjónsson er 13 ára strákur í Vík í Mýrdal og mun hann fermast 22. apríl næstkomandi. Hann er nem- andi í Grunnskóla Mýrdals- hrepps og í bekknum hans eru einungis átta krakkar. Þau ætla öll að fermast en deilast þó niður á tvær kirkjur í sókninni. Viktor Smári fermist í Víkur- kirkju og presturinn sem ferm- ir er séra Haraldur M. Kristj- ánsson. „Við erum bara þrír sem fermumst hér í Víkurkirkju, hinir krakkarnir fermast í sveit- inni. Ég er að fermast til að staðfesta skírnina og til að ját- ast kristinni trú. Þetta er sér- stök helgiathöfn,“ segir Viktor Smári en viðurkennir að auðvit- að skipti gjafirnar máli en vill þó meina að þær séu ekki jafn- mikilvægar og fermingin sjálf. Hann er þó engu að síður mjög spenntur fyrir gjöfunum og hefur myndað sér skoðun á því hvað hann langar mest í. „Mig langar til dæmis í nýjan rafmagnsgítar, fartölvu og iPod nano. Svo langar mig líka í ferða DVD-spilara og kannski ein- hverjar bækur og svona.“ Viktor Smári vill að veislan sín sé táknræn og skemmtileg. Hann ætlar að skreyta með blómum, borðum og kertum en þó mun mamma hans eflaust hafa yfirumsjón með því. Hann vill þó ekki hafa of mikið skraut heldur hafa þetta frekar stíl- hreint. „Veislan verður haldin í Eyr- arlandi sem er félagsheimili í Reynishverfi þar sem amma og afi búa en amma verður einmitt 75 ára sama dag og ég fermist. Það verður matarhlaðborð og kökur og kaffi á eftir. Mamma stjórnar því líka.“ - hs Ferming í Víkurkirkju Viktor vill að veislan verði táknræn og skemmtileg. „Það hefur aukist töluvert undanfarin ár að fólk komi hingað og fái okkur til að pakka inn gjöfum. Það sæk- ist eftir því að hafa fallegan pappír, fínni borða og falleg blóm. Þetta er farið að verða hluti af gjöfinni og ákveðin upphæð er höfð í huga varðandi pakkn- ingar,“ segir Hilda Allansdóttir, blómaskreytir hjá Blómavali, og tekur um leið fram að verð fyrir inn- pökkun sé mjög breytilegt. „Lágmarksverð fyrir innpökkun er um fimm hundruð krónur, og þá notum við kannski bara selló- fan og krullubönd, en þetta getur líka farið upp í sex eða sjö þúsund krónur. Munurinn er að annars vegar er verið að nota pappír og slaufur en hins vegar er hægt að velja að pakkinn sé skreyttur með blómum og borðum og þá er verðið vissulega orðið hærra. Það veltur svo líka á því hvernig blóm eru notuð en þau eru flest á mjög misjöfnu verði. Stundum er gjöfin orðin hluti af blómaskreytingu svo vart má milli greina hvað er gjöf og hvað er skreyting. Þetta á oft vel við þegar um er að ræða gjafir sem ekki taka mikið pláss. Til dæmis skartgripi, gjafabréf og annað í þeim dúr,“ segir Hilda að lokum. - mhg Umbúðirnar ekki síður mikilvægar en innihaldið Stór og myndarleg- ur pakki sem minnir svolítið á árstíðina sem er í nánd, nefni- lega blessað vorið. Kostar um 3.000 krónur tilbúin. Asíusóley er innflutt blóm sem hentar vel í brúðarvendi, blómaskreytingar og á pakka enda er hún létt og smágerð. Bleikur, sætur, lítill og krúttlegur pakki sem kostar um 1.200 krónur. Fallegur meðalstór pakki, skreyttur með asíusól- ey, greinum og borðum. Kostar um 1.800 krónur frágenginn. gamanmyndir@gamanmyndir.is - S: 565 9265 / 865 6090 Ertu að fara ferma og átt eftir að panta í myndatöku ? WWW.GAMANMYNDIR.IS Ferming - útskrift - meðganga - smábörn - pæjur - peyjar - ungir og aldnir. En auðvitað þarf ekki alltaf að vera tilefni til að eiga skemmtilegar myndir af sér og sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.