Fréttablaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 12
Oft eru harkaleg viðbrögð
gegn hryðjuverkum ná-
kvæmlega það sem hryðju-
verkamennirnir sækjast
helst eftir. Til að forðast
þessa gildru gæti verið
heillavænlegra að sætta
sig að einhverju marki við
árásir þeirra.
Víðast hvar í heiminum hafa ör-
yggis- og varnarmál síðustu árin
einkum snúist um þá ógn, raun-
verulega jafnt sem ímyndaða,
sem stafað hefur af hryðjuverka-
mönnum. Mestallur viðbúnað-
ur þjóða hefur haft það markmið
að verjast árásum hryðjuverka-
manna.
Alyson Bailes, yfirmaður
sænsku friðarrannsóknastofnun-
arinnar SIPRI, vill nálgast þessi
mál með svolítið öðrum hætti og
telur að hugsanlega hafi menn
ekki farið rétta leið til að verjast
hryðjuverkamönnum. Algengustu
viðbrögð stjórnvalda hafa verið
að herða reglur og eftirlit með al-
menningi, efla her og leyniþjón-
ustu og taka af hörku á hryðju-
verkamönnum. Hitt sjónarmiðið
hefur þó einnig heyrst, að rétt sé
að sætta sig að einhverju marki
við árásir hryðjuverkamanna til
þess að geta þá sýnt þeim að árás-
ir þeirra hafi ekki þau áhrif sem
þeir sækjast eftir. Þeim muni ekki
takast að breyta okkur. Bailes
telur ekki alvitlaust að gefa þessu
sjónarmiði nokkurn gaum.
„Ég tek alltaf dæmi af Þýskalandi
á áttunda og níunda áratugnum
þegar Baader-Meinhof hópurinn
gerði þar hvað mestan usla. Í dag
er fólk farið að gleyma þessum
hópi, en þetta voru mjög grimmir
hryðjuverkamenn. Þeir stóðu
fyrir sprengjuárásum sem ollu
fólki miklum skaða, þeir stund-
uðu aftökur á fólki og mannrán
og komu virkilega við kauninn á
Þjóðverjum á þessum tíma. Ríkis-
stjórnin í Þýskalandi tók hins
vegar strax mjög skýra afstöðu
gagnvart þessum atburðum.“
Þjóðverjar áttuðu sig á því að
Baader-Meinhof samtökin höfðu
það markmið að þröngva Þýska-
landi til að verða alræðisríki á
ný. Þau vonuðu beinlínis að ríkið
myndi beita harkalegum aðgerð-
um gegn þeim svo þau gætu stillt
sjálfum sér upp sem píslarvottum
og bent á þýska ríkið sem hreint
fasistaríki, engu skárra en nas-
istastjórn Hitlers. Bailes segir að
Þjóðverjar hafi frá upphafi verið
staðráðnir í að falla ekki í þessa
gildru.
„Þeir sögðu sem svo: við ætlum
ekki að brjóta okkar eigin lög
og við ætlum ekki að setja ný
og strangari lög, við ætlum ekki
að senda herinn aftur út á götur
Þýskalands heldur ætlum við að
beita venjulegum lögregluaðgerð-
um til að koma þeim á kné. Þetta
þýddi reyndar að það tók tölu-
vert langan tíma að hafa hendur
í hári þessara hryðjuverkamanna
og þeim tókst að valda veruleg-
um skaða á meðan. En á hinn
bóginn fengu þeir aldrei samúð
almennings í Þýskalandi og held-
ur ekki í öðrum löndum. Þvert á
móti fengu Þjóðverjar mikið lof
frá öðrum löndum fyrir að taka á
þessum málum með lýðræðisleg-
um hætti þrátt fyrir að þurfa að
færa ákveðnar fórnir.“
Bailes segir að víða í Evrópu
sé fólk sér enn afar meðvitað um
þetta eftirminnilega fordæmi
Þjóðverja.
„Mörg lönd eru að velta þessu
fyrir sér í dag og ræða af mikilli
alvöru um hvar finna megi rétt
jafnvægi milli þess að herða tökin
á samfélaginu, sem gæti bjargað
einhverjum mannslífum, eða fall-
ast kannski á einhverjar fórnir til
að tryggja að landið verði áfram
opið samfélag með óskert sjálfs-
öryggi og óbrenglað gildismat.“
Alyson Bailes var stödd hér á
landi í vikunni á vegum Alþjóða-
stofnunar Háskóla Íslands. Hún
flutti hér fyrirlestur á mánudag-
inn var þar sem hún fjallaði sér-
staklega um tengsl viðskiptalífs-
ins við hernaðar- og öryggismál.
Þau tengsl eru margvísleg og
töluvert meiri en menn kannski
gera sér grein fyrir. Þetta er
frekar lítt kannað svið í örygg-
is- og varnarfræðum, en Bailes
telur að betri þekking á tengslum
viðskiptalífsins við hinn grimma
heim hernaðar og öryggismála
bjóði upp á margvíslega mögu-
leika til að hafa áhrif á þróun
þeirra mála í heiminum.
Aukin kostnaðarvitund getur
til dæmis ein og sér vakið upp
eflda gagnrýni á umdeildar hliðar
vopnaviðskipta, eins og til dæmis
notkun jarðsprengna og klasa-
sprengna.
„Við verðum að muna að hern-
aðaraðgerðir eru ekki bara kostn-
aðarsamar fyrir skattgreiðendur
sem þurfa að greiða fyrir vopn-
in,“ sagði hún í viðtali við Frétta-
blaðið, „heldur geta þær líka vald-
ið öðru fólki í heiminum ómældu
tjóni ef þessi vopn eru notuð á
rangan hátt, til dæmis ef þeim er
beitt af litlu tilefni eða af of miklu
offorsi. Áhrifin af þeim geta þá
orðið miklu grimmilegri en nauð-
synlegt er til að ná fram þeim
markmiðum sem stefnt er að.“
„Flestir sem verða fyrir jarð-
sprengjum eru saklausir borgar-
ar og verstu tegundir þeirra geta
legið í jörðinni í fimm eða tíu ár
eftir að átökum lýkur og hald-
ið áfram að sprengja upp fólk
meðan reynt er að finna friðsam-
legar lausnir. Jarðsprengjur geta
kannski verið hagkvæmar í fram-
leiðslu vegna þess að kostnaður-
inn á hverja framleiðslueiningu
er frekar lítill, en þegar horft er
til þess hve gríðarlega kostnaðar-
samar þær eru fyrir íbúa þeirra
landa þar sem vopnin eru notuð,
þá myndi ég segja að kostnaðar-
jafnvægið væri óviðunandi.“
Með tiltölulega einföldum
kostnaðarútreikningi geta því
mannúðarsjónarmið fengið veru-
lega aukið vægi, enda verð-
ur kostnaðurinn ekki eingöngu
mældur í peningum heldur ekki
síður í manntjóni og mannleg-
um harmleik. Slíkir útreikning-
ar geta einnig lumað á sterkum
rökum fyrir afvopnunarsjónar-
miðum.
„Mörg lönd halda til dæmis
enn uppi allt of voldugum her-
búnaði sem þau komu sér upp í
kalda stríðinu af ástæðum sem
kannski voru skynsamlegar þá en
sem ekkert vit er í lengur. Hvers
vegna höldum við til dæmis í alla
þessa skriðdreka? Út frá efna-
hagslegum forsendum eingöngu
gæti maður komist að þeirri nið-
urstöðu að best væri að losa sig
við þá. Og ef við ætlum að losa
okkur við þá, þá gætum við einn-
ig komist að þeirri niðurstöðu að
betra væri að sannfæra aðra um
að losa sig við þá líka.“
Hún hlær þegar blaðamaður spyr
hvers vegna hún hafi tekið þá
ákvörðun að koma til Íslands og
hefja hér störf hjá Alþjóðastofn-
un Háskóla Íslands.
„Það kemur engum í fjölskyldu
minni á óvart né neinum sem
þekkir mig heima, því ég hef allt-
af verið hrifin af Íslandi, alveg
frá því ég var smákrakki. Frá
árinu 1983 hef ég komið hingað á
hverju einasta ári, stundum oftar
en einu sinni.“
Seinni árin hefur hún kynnst
fólki og eignast vini, bæði meðal
háskólafólks og fólks sem starf-
ar hjá stjórnvöldum og í fjölmiðl-
um.
„Ég hafði alltaf hugsað með
mér hvað það væri gaman að geta
komið hingað til að vinna þegar
ég væri laus úr starfi mínu hjá
SIPRI.“
Starfsfólk Alþjóðastofnun-
ar vissi af þessum Íslandsáhuga
hennar og spurði hvort hún væri
ekki til í að koma hingað að kenna,
og ekki þurfti að bíða lengi eftir
svari.
„Hér fæ ég tækifæri til að um-
gangast ungt fólk, sem er mikil-
vægt fyrir mig á þessu stigi lífs-
ins. Ég fæ einnig tækifæri til
að rannsaka nýjar hliðar á ör-
yggismálum og sinna mínum
eigin rannsóknum, þar á meðal á
tengslum viðskiptalífsins við ör-
yggis- og hernaðarmál.“
Hryðjuverkagildruna verður að forðast
75%
afsláttur af
erlendum
útsölubókum
– opið til kl. 22.00 öll kvöld