Fréttablaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 4
Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur
segir að lækkun Fitch Ratings á lánshæfismati ís-
lenska ríkisins þýði að ríkið fái almennt verri kjör
í lántökum sínum. Lánshæfismatið hafi líka áhrif á
kjörin sem bankarnir fái í lántökum sínum erlendis
og leiði þar með til hærri vaxta innanlands.
„Þetta þýðir væntanlega að bankarnir verða að
taka lán á verri kjörum og það hlýtur því að leiða
að einhverju leyti til hærri vaxta innanlands. Svo
er spurning hve stór og mikil áhrifin verða. Að
sumu leyti er þessi breyting fyrirséð og að ein-
hverju leyti komin fram í gegnum væntingar. En
það verða einhver áhrif, það er alveg klárt,“ segir
hún.
„Það gefur augaleið að þessi lækkun á lánshæf-
ismati hækkar lántökukostnað, ekki bara ríkis-
ins heldur líka þjóðfélagsins. Í rauninni er verið
að meta greiðsluhæfni þjóðarinnar,“ segir Gylfi
Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. „Bankarn-
ir verða að skila hærri tilkostnaði í gegnum út-
lánsvexti sína þannig að auðvitað hefur þetta áhrif
á stöðu okkar sem einstaklinga. Heimilin í land-
inu skulda yfir 1.300 milljarða. Hálft prósentustig í
vöxtum jafngildir einu skattprósenti.“
Hækkar lánsvexti fjölskyldna
Mótmælaað-
gerðir stjórnarandstæðinga settu
sterkan svip á hátíðahöld á þjóð-
hátíðardegi Ungverja á miðviku-
dag. Þúsundir hægrimanna söfn-
uðust saman og kröfðust afsagnar
forsætisráðherrans og sósíalist-
ans Ferenc Gyurscany.
Hörð átök herskárra þjóðernis-
sinna við lögreglu brutust út
um kvöldið og voru tugir manna
handteknir. Ekki er búist við
miklum átökum næstu daga, en
mótmæli gegn Gyurscany hafa
brotist út reglulega í vetur.
Þjóðhátíðardagurinn er haldinn
til minningar um uppreisn Ung-
verja gegn Habsborgarveldinu
árið 1848.
Götubardagar á
þjóðhátíðinni
Sátt náðist um það á fundi
samgöngunefndar í gærkvöldi
að fella grein um kjaramál út úr
frumvarpi um íslenska alþjóð-
lega skipaskrá. Harkalegar deil-
ur urðu milli fulltrúa ASÍ og Sjó-
mannasambandsins annars vegar
og formanns samgöngunefndar
hins vegar um frumvarpið á fundi
nefndarinnar eftir hádegi í gær.
Fulltrúar ASÍ og Sjómannasam-
bandsins voru alfarið mótfalln-
ir frumvarpinu og töldu það brot
á stjórnarskránni, mannréttinda-
sáttmála Evrópu og alþjóðasamn-
ingum.
„Það féllust allir á þá niðurstöðu
að kjarasamningar væru bara mál
þeirra sem að kæmu og að löggjaf-
inn ætti ekki að vera að setja ein-
hver ákvæði þar um,“ sagði Guð-
mundur Hallvarðsson, formað-
ur samgöngunefndar, eftir að sátt
náðist.
Gylfi Arnbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Alþýðusambands-
ins, segist ánægður með niður-
stöðuna. „
Gylfi hafði gagnrýnt að sam-
tök launafólks hefðu ekki vitað af
þessu frumvarpi fyrr en um há-
degi í fyrradag og ekki hefði verið
óskað eftir umsögn ASÍ eftir fund-
inn í samgöngunefnd í gær. Það
væri mjög sérstök málsmeðferð.
Meðal þess sem gagnrýnt var í
fyrstu gerð frumvarpsins var að
með því væri verið að binda í lög
að kjör gætu verið lakari en kveð-
ið er á um í kjarasamningum og í
raun væri verið að samþykkja mis-
munun á grundvelli þjóðernis, sem
væri óheimilt samkvæmt stjórnar-
skránni. Auk þessa væri verið að
brjóta grundvallarsamþykktir Al-
þjóðavinnumálastofnunar sem Ís-
lendingar hefðu skuldbundið sig
til að fylgja.
Guðmundur Hallvarðsson, for-
maður samgöngunefndar, sagði
að engin ástæða hefði verið til að
óska eftir umsögn ASÍ enda hefði
Alþýðusambandið aldrei beitt sér
í málefnum farmanna. Íslensk al-
þjóðleg skipaskrá hefði lengi verið
í umræðunni milli kaupskipaút-
gerða og stéttarfélaga farmanna
og nú loks náð saman.
„Fyrst samkomulag náðist sýn-
ist mér að það sé einsýnt að þessi
mál nái fram að ganga og þá vonar
maður bara að þetta verði til þess
að aftur muni sjást skip undir ís-
lenskum fána og skip á íslenskri
skipaskrá.
Heimild til að greiða
undir taxta felld út
Harkalegar deilur urðu á fundi samgöngunefndar Alþingis í gær. Verkalýðs-
hreyfingin taldi frumvarp um alþjóðlega skipaskrá brot á stjórnarskrá, mann-
réttindasáttmála og alþjóðasamningum. Deilurnar leystust í gærkvöldi.
Einn var fluttur
á slysadeild Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri eftir harðan
árekstur á Akureyri í gærmorg-
un. Slysið varð með þeim hætti að
vörubíll og fólksbíll skullu saman
á gatnamótum Undirhlíðar og
Krossanesbrautar. Fólksbíllinn er
talinn ónýtur eftir slysið en öku-
maðurinn sem slasaðist var einn í
bílnum. Meiðsli hans voru ekki al-
varleg.
Þá handtók lögreglan á Akur-
eyri ökumann sem lenti í litlum
árekstri á gatnamótum Þórunnar-
strætis og Þingvallastrætis. Hann
er grunaður um ölvun við akstur.
Ekki urðu slys á fólki.
Einn fluttur á
slysadeild
Dómstóll í Berlín komst
í gær að þeirri niðurstöðu að
heimilt sé að nota nasistatákn op-
inberlega ef augljóslega er verið
að lýsa andstöðu við þau og nas-
ismann sem þau standa fyrir.
Jürgen Kamm og póstsending-
arfyrirtæki hans Nix Gut teljast
þar með ekki hafa brotið lög með
því að framleiða og selja vörur,
svo sem límmiða, barmmerki og
boli, með nasistatáknum og selja
á netinu vegna þess að táknun-
um fylgja greinileg skilaboð um
andúð á þeim.
Ekki bönnuð í
mótmælaskyni
44 prósent lands-
manna eru hlynnt stækkun álvers
Alcan í Straumsvík samkvæmt
niðurstöðu skoðanakönnunar sem
Gallup gerði fyrir RÚV og Morg-
unblaðið.
Þar kemur einnig fram að 39
prósent Íslendinga eru andvíg
stækkuninni og 17 prósent hvorki
andvíg né hlynnt henni. Úrtak
könnunarinnar var 1.820 manns á
aldrinum 18 til 75 ára og var svar-
hlutfall 61 prósent.
Rúmlega níu af hverjum tíu
sem svöruðu tóku afstöðu til
málsins. Kosið verður um stækk-
unina þann 31. mars.
Fleiri hlynntir
stækkun álvers