Fréttablaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 106

Fréttablaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 106
Hann var þétt setinn bekkurinn í Kölnarena í gærkvöld þegar Kiel sótti Íslendingalið- ið Gummersbach heim. Alls voru seldir 19.400 miðar á leikinn og komust mikið færri að en vildu á völlinn. Kiel var fyrir leikinn í efsta sæti deildarinnar en Gum- mersbach sat í því þriðja tveimur stigum á eftir Kiel og því gríðar- lega mikið undir í leiknum. Fyrri hálfleikur var ógnvæn- lega hraður og minnti á köflum á tennis. Liðin keyrðu miskunn- arlaust upp hraðann og það bar til tíðinda þegar stillt var upp í venjulega sókn. Róbert Gunnarsson fór hreint á kostum í hálfleiknum þar sem hann skoraði ein sex mörk og tók fjölda frákasta. Kiel leiddi lengstum í hálf- leiknum og það gátu þeir ekki síst þakkað franska landsliðs- markverðinum Thierry Omeyer sem varði eins og berserkur. Með hann sem besta mann leiddu gest- irnir í leikhléi með fimm marka mun, 18-23. Munurinn hélt áfram að auk- ast í síðari hálfleik. Omeyer varði áfram eins og óður maður og þar að auki töpuðu leikmenn Gum- mersbach boltanum klaufalega og var refsað grimmilega. Kiel gat líka skipt grimmt af bekknum og það munaði um breiddina í þessum leik. Lokatöl- ur voru 37-42. Vonir Gummersbach um þýska meistaratitilinn eru nánast engar eftir þetta tap. Gummersbach úr leik Það var dregið í átta liða úrslit UEFA-bikarsins í gær. Íslendingaliðið AZ Alkmaar, sem Grétar Rafn Steinsson leikur með, mætir þýska liðinu Werder Bremen og spilar fyrri leikinn á heimavelli. Sevilla og Tottenham mætast einnig í mjög áhugaverðri viður- eign. Espanyol mætir síðan Ben- fica og að lokum mætast Bayern Leverkusen og Osasuna. Sigurvegari leiks AZ og Brem- en mætir vinningsliðinu úr leik Espanyol og Benfica. Sigurvegar- inn úr leik Leverkusen og Osas- una mætir því annað hvort Sevilla eða Tottenham. Leikirnir fara fram 26. apríl og 3. maí. AZ Alkmaar mætir Bremen Iceland Express-deild karla: DHL-deild kvenna: Þýski handboltinn: Þeir 130 áhorfendur sem lögðu leið sína í Laugardalshöll í gærkvöldi áttu eflaust allir von á spennandi leik þegar tvö efstu lið DHL-deildar kvenna, Stjarnan og Valur, áttust við. Sú var ekki raun- in því Stjarnan rúllaði yfir Val, 33- 20, og sýndi og sannaði að það er langbesta lið deildarinnar í dag. Stjarnan byrjaði leikinn af mikl- um krafti og komst í 8-1 strax á fyrstu 10 mínútum leiksins. Þenn- an mun náði Valur ekki að minnka þótt Stjarnan hafi ekki skorað mark á síðustu sjö mínútum fyrri hálfleiks. Vörn gestanna úr Garða- bænum var frábær í leiknum og fyrir aftan hana varði Florentina Grecu eins og hún best getur. Stjarnan var sjö mörkum yfir í hálfleik, 8-15, og hélt uppteknum hætti eftir hlé. Eftir kortersleik í seinni hálfleik var munurinn orð- inn þrettán mörk, 11-24, og öll von Valsstelpna um að ná stigi úr leikn- um fokin út í veður og vind. Stjarn- an gaf ekkert eftir þótt munurinn hafi verið þetta mikill og kláraði leikinn með stæl, 20-33. Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals hefur gefið upp alla von um að ná Stjörnunni þótt enn séu fimm um- ferðir eftir af mótinu. „Stjörnu- stúlkur áttu skilið að vinna þennan leik og eru orðnar Íslandsmeistar- ar.“ Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari Stjörnunnar var ekki sammála kollega sínum hjá Val. „Mótið er ekki búið. Það eru enn tölfræði- legir möguleikar á að við missum þetta frá okkur.“ Aðalsteinn átti eins og flest- ir von á hörkuleik og kom honum lítil mótstaða Vals á óvart. „Mínir leikmenn mættu gríðarlega ein- beittir til leiks og einbeitingin skein úr hverju andliti. Ég er gríð- arlega stoltur af mínu liði, stelp- urnar hafa unnið mjög vel að því að laga okkar leik eftir tapið gegn Val 6. janúar. Allt sem við lögðum upp með gekk upp.“ Íslandsmeistaratitillinn á hraðferð í Garðabæinn Það er ljóst að allt getur gerst í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla og dæmi um það er 105-112 sigur Grindavík- inga í Borgarnesi í gær. Þorleifur Ólafsson tryggði Grindvíkingum framlenginguna þegar hann jafn- aði leikinn í 94-94 en það var eink- um frammistaða Jonathans Griff- in í lokin sem lagði grunninn að sigri Grindavíkur. Griffin skoraði 15 stig í fjórða leikhluta og fram- lengingu og refsaði Skallagríms- mönnum hvað eftir annað þegar þeir gleymdu að stíga hann út en hann tók 4 stór sóknarfráköst á lokakaflanum. „Þetta var svakaleikur og hörku skemmtun og synd að þessi leikur hafi ekki verið í sjónvarpinu. Tapið í fyrra blundar ekkert í okkur í ár því þeir voru bara betri en við í fyrra. Við lítum öðruvísi á dæmið í ár,“ sagði Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Grindavíkur, eftir sigur- inn í Borgarnesi. „Við erum búnir að vera á mikilli uppsveiflu und- anfarið og erum svo sem ekkert að einbeita okkur að Skallagrími. Við spiluðum vel í kvöld en erum samt að fá á okkur alltof mörg stig. Það þarf oft að minna okkur á það að spila vörn. Við ætlum að spila betri vörn á sunnudaginn og vinna þann leik,“ sagði Páll Axel. Skallagrímsmenn voru mjög ósáttir í leikslok og létu reiðiköst- in dynja á öllum sem heyra vildu eftir leikinn en það eru hins vegar leikmennirnir sem þurfa að bíta í skjaldarrendurnar ætli þeir sér ekki að fara snemma í sumarfrí í ár. Það leit nokkrum sinnum út fyrir að Skallagrímsskotvélin færi almennilega í gang en Grindvík- ingar náðu alltaf að svara, fyrst með 20-4 spretti í lok annars leik- hluta sem færði þeim fimm stiga forustu í hálfleik, 54-59 og svo með því að komast aftur yfir eftir að Skallagrímsmenn höfðu komið mjög grimmir inn eftir leikhléið. Lokaleikhlutinn var jafn og spenn- andi og liðin skiptust á að hafa for- ystuna. Pallarnir í liði Grindavíkur, Axel Vilbergsson og Kristinsson, voru báðir erfiðir við að eiga og þá átti Björn Steinar Brynjólfsson (17 stig, 5 þristar) frábæra innkomu af bekknum. Griffin og Þorleifur voru hins vegar þeir sem drógu vagninn í sóknarleiknum í lokin. Það munaði miklu fyrir Skalla- grím að Makedónarnir Dimitar Karadzovski og Jovan Zdravev- ski,fundu ekki fjölina sína og settu sem dæmi aðeins niður 2 af 12 þriggja stiga skotum sínum. Grind- víkingar höfðu góðar gætur á Dar- rell Flake sem á endanum missti þolinmæðina og fékk á sig afdrifa- ríka óíþróttamannslega villu þegar mínúta var eftir af framlengingu. Grindvíkingar fengu fyrir vikið fimm stiga sókn og leikurinn var þeirra. Grindavík getur tryggt sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótins á morgun eftir 105-112 sigur á Skallagrími í Borgarnesi í framlengdum leik. Varnarleikurinn var ekki í fyrirrúmi í leiknum en sóknarleikurinn þeim mun betri. Fyrir leikinn í kvöld mátti búast við öruggum sigri heimamanna er Njarðvík tók á móti Hamar/Selfoss í 8-liða úrslit- um Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. En leikurinn var allt annað en ójafn því mikil spenna var í leiknum undir lokin þar sem Njarðvík knúði fram sigur á loka- sekúndum leiksins, 79-75. Ekki var mikið skorað á upp- hafsmínútum leiksins en deild- armeistararnir náðu þó fljótlega tökum á leiknum og voru ávallt skrefinu á undan. Annar leikhluti var keimlíkur þeim fyrsta, Njarðvíkingar voru að leika fínan körfubolta á meðan Hamar/Selfoss voru að einbeita sér að allt öðrum hlutum – tuði í dómurum leiksins. Gestirnir voru þó fljótir að jafna sig á því og komust inn í leikinn með frábær- um kafla undir lok leikhlutans og staðan í hálfleik var 40-39. Jafnræði var með liðunum í upphafi þriðja leikhluta og skipt- ust liðin á að skora. Njarðvík var þó ávallt með stóru tána á undan en Hamar/Selfoss var í baráttuhug komst yfir í fyrsta sinn í leiknum 48-51 þegar tæpar 4 mínútur lifðu af þriðja leikhluta. Gestirnir héldu áfram að sýna góðan karakter og leiddu eftir þrjá leikhluta, öllum að óvörum, 58-60. Lið Hamars/Selfoss var ekkert á því að gefa Njarðvíkingum færi á sér í upphafi síðasta leikhlutans og komust fljótlega í 61-65 þegar 7 mínútur voru eftir af leiknum. Þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum hafði Hamar/Selfoss bætt við forskotið, 63-70, og sýndu enga miskunn. Brenton jafnaði leik- inn í 70-70 þegar aðeins 3 mínút- ur voru eftir og mikil spenna kom- inn í leikinn. Njarðvíkingar sigu svo fram- úr á lokasekúndunum með stig- um af vítalínunni, en Hamar/Sel- foss fékk dæmt á sig tæknivíti undir lokin sem reyndist liðinu dýrt. Þess má einnig geta að þegar 6 sekúndur voru eftir og Njarðvík átti boltann komu gestirnir ekki inn á völinn og létu leiktímann renna út í mótmælaskyni. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með sigur- inn en alls ekki spilamennsku liðs- ins. ,,Þetta var ekki erfiðara held- ur en ég bjóst við. Ég var alls ekki sáttur með leik minna manna.“ Hefur þú séð lið ekki mæta til leiks undir lok leiks eins og í kvöld? ,,Nei, aldrei séð það áður. Ætli þeir hafi ekki séð marga fótbolta- leiki að undanförnu. En ég hlakka til að mæta þeim í næsta leik”. Hamar/Selfoss stóð í Íslandsmeisturunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.