Fréttablaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 18
greinar@frettabladid.is
Fagna ber afgreiðslu allsherjarnefndar á
frumvarpi til breytinga á kynferðisbrot-
akafla hegningarlaganna. Í upphaflega
frumvarpinu var gert ráð fyrir óbreytt-
um kynferðislegum lágmarksaldri, þ.e.
að kynlíf með börnum sem orðin væru
14 ára væri refsilaust, að því gefnu að
barnið hefði ekki verið tælt til verkn-
aðarins. Rökin fyrir þessu voru sam-
kvæmt greinargerð að rannsóknir sýndu
að unglingar á Íslandi byrjuðu fyrr að stunda kyn-
líf en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þá segir
orðrétt: „Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa
á þessari staðreynd breytir það ekki því að nauð-
synlegt er að taka tillit til þessa veruleika þegar af-
staða er tekin til þess hvernig háttað verði refsi-
ákvæðum vegna kynferðisbrota gegn börnum.“
Getur verið að viðhorf íslenskra ungmenna til
kynlífs litist m.a. af því að þau eru álitin fullgildir
bólfélagar 14 ára? Sú afstaða sem birtist í tilvitnuð-
um orðum, að unglingar á Íslandi byrji fyrr en jafn-
aldrar þeirra á hinum Norðurlöndunum að stunda
kynlíf og það réttlæti lægri viðmiðunaraldurs-
mörk að þessu leyti er röng og vinnur gegn barna-
vernd og ekki til þess fallin að hamla gegn kynferð-
islegri misnotkun barna. Er það ekki ein-
mitt þessi hugsunarháttur sem við viljum
breyta og stuðla að því að boðskapurinn
verði: Börn og kynlíf fara ekki saman. Ein
leiðin til þess er að hækka aldursmörk-
in, þannig að fullorðnir geti ekki stund-
að kynlíf með börnum fyrr en þau hafa
að minnsta kosti lokið fermingarfræðslu!
Með því að hækka aldursmörkin, þó ekki
sé nema um eitt ár, höfum við gefið þau
skilaboð enn skýrar en áður að börn og
kynlíf eigi ekki samleið.
Það er fagnaðarefni að allsherjar-
nefnd skuli leggja til að aldursmörkin
verði hækkuð. Með því er komið til móts við sjón-
armið sem ítrekað hafa komið fram í umræðu um
þessi mál. Þá er ekki síst komið til móts við vilja
ungmennanna sjálfra, en fram kemur í áliti alls-
herjarnefndar að niðurstöður nýrrar rannsóknar,
sem gerð var meðal ungmenna á Íslandi, sýni að
ungt fólk hér á landi byrjaði seinna að lifa kynlífi
en áður hafði verið talið og að meira en helmingur
svarenda vildi hækka kynferðislegan lágmarksald-
ur, einkum stúlkur. Þetta hefur Barnaverndarstofa
talið að mætti túlka sem ósk stúlkna um aukna
vernd.
Höfundur er kennari við lagadeild Háskólans í
Reykjavík.
Kynferðislegur lágmarksaldur
Ég sat á þingbekknum og hlust-aði á sakleysislega umræðu
um landbrot, þar sem Guðni land-
búnaðarráðherra spígsporaði
í kringum ræðustólinn eins og
maður gerir heima hjá sér meðan
maður bíður eftir kvöldmatn-
um eða fréttunum. Allt í einu
datt einhverjum þingmannin-
um í hug að fara að fílósofera um
hvað yrði með landið, ef áin tæki
upp á því að breyta um farveg.
Ég tala nú ekki um ef árfarvegur-
inn upprunalegi var landamerkið
sjálft, sagði þingmaðurinn. Hver
er þá eigandi að breyttu lands-
lagi, breyttum landamærum? Það
var þá sem ég fór, ásamt fleirum,
að spyrja Guðna, úr því hann var
staddur þarna á staðnum, hvað
liði efndum stjórnarflokkanna
um að setja það í stjórnarskrána
að fiskistofnarnir væru sameign
þjóðarinnar? Spurning, alveg út
úr kú og allavega óralangt frá ár-
farveginum og landbrotinu. En
Guðni var óþolinmóður og vék sér
hvatlega í ræðustól og upplýsti
þessa tvo eða þrjá sem staddir
voru í þingsalnum að það stæði
ekki á þeim framsóknarmönnun-
um að efna sín loforð og honum
var svo mikið niðri fyrir að sjálf-
ur formaður flokksins, sem rakst
þarna inn fyrir hreina tilviljun,
sá ástæðu til að gefa samskonar
yfirlýsingu og sagði hans menn
mundu berjast fyrir því af öllu
afli að tryggja sameignina.
Þetta hratt atburðarásinni af
stað og blóðið rann framsókn-
armönnum til skyldunnar og
Sjálfstæðisflokkurinn vissi ekki
hvaðan á sig stóð veðrið næstu
dagana. Þeir höfðu kurteis-
lega tekið þetta mál út af dag-
skrá stjórnarskrárnefndarinn-
ar í anda þeirrar hugsjónar að
sérhagsmunir ganga fyrir al-
mannahagsmunum. Ég segi nú
ekki beinlínis að ég hafi sam-
viskubit af því að setja þetta yf-
irlætisfulla bræðralag í upp-
nám en ég fékk þó pínulitla sekt-
arkennd þegar ég sá nokkrum
dögum síðar að þeir hefðu hnoð-
að saman texta að nýju stjórn-
arskrárákvæði sem samið hafði
verið, að því er virtist, í fullri
alvöru. Ég þurfti að lesa hann
þrisvar sinnum yfir áður en ég
skildi hann. Það átti sem sagt
að tryggja náttúruauðlindirn-
ar sem þjóðareign, þó með þeim
fyrirvara að ekki skyldi haggað
við þeim eignarrétti sem skap-
ast hefði hjá öðrum á slíkum
auðlindum eða þeim sem stunda
fiskveiðar á grundvelli veiði-
heimilda.
Huggun var þó í því að það
voru fleiri sem þurftu að leggj-
ast yfir þennan texta og jafnvel
útlærðir stjórnlagafræðingar
hafa komist að sömu niðurstöðu
og ég og reyndar flestir aðrir
vitibornir menn, sem sé þeirri að
tillagan var tautologia sem þýðir
á íslensku að ákvæðið stangast á
við sjálft sig.
Svo fór ég á ráðstefnu í Há-
skólanum til að hlusta á sérfræð-
ingana útlista þetta fyrir mér og
öðrum almenningi og niðurstað-
an var sú sama: bastarður var
á leiðinni í stjórnarskrána. Ein-
hver utan úr sal hélt því fram
að það væri sósialismi ef þjóð-
in ætti eitthvað og framkvæmda-
stjóri útvegsmanna spurði hvort
Alþingi ætlaði virkilega að taka
kvótann af útgerðinni og benti á
Eirík Tómasson, útgerðarmann,
sem er meðal fórnarlambanna,
og framkvæmdastjórinn sagði að
Eiríkur ætti kvóta fyrir tuttugu
og eitthvað milljarða og hvort
það yrði tekið af honum bóta-
laust? Það fór kliður um salinn
og menn sáu strax í hendi sinni
að þjóðin gæti ekki verið svona
vond við Eirík að rýja hann
inn að skinninu með svona vit-
lausri stjórnarskrá. Hann hlýt-
ur að eiga það sem hann á, fjand-
inn hafi það. Og um leið og þeir
kumpánarnir frá LÍÚ blökuðu
við sér, fór hrollur um mig og
mér varð ljóst að eignarhald-
ið á þessum blessaða fiski og
allri þessari óveiddu auðlind var
löngu gengið úr greipum þjóðar-
innar.
Ég hefði aldrei átt að stilla
Guðna mínum upp við vegg. Þá
hefði Framsókn þagað. Þá hefði
þetta fjárans frumvarp aldrei
litið dagsins ljós og þjóðin hefði
ekki farið að trúa því að hún ætti
eitthvað sem hún á ekki. Það eru
menn suður með sjó og norður í
landi sem eiga þessa auðlind og
hvað vill þá þjóðin upp á dekk,
þegar hún getur aldrei orðið eig-
andi að neinu nema vera bæði
sósíalisk og sovésk? Af hverju
erum við að þessu veseni? Af
hverju erum við amast við því
þegar valinkunnir heiðursmenn
hafa eignarhald á þeim verð-
mætum sem máli skipta? Fiski.
Sem öðru. Það eru þeir, þess-
ir örfáu, þessir ríku, sem eiga
þetta allt, sem verður ekki af
þeim tekið og þjóðin á ekkert og
getur aldrei átt neitt. Nema það
sem úti frýs.
Enda sýnist manni að það sé
niðurstaðan. Þökk sé sérhags-
munagæslu sjálfstæðismanna.
Og ófrágenginni stjórnarskrá.
Þjóðin á það sem úti frýs
Morgunverður frá
kl. 9:00 - 11:00
195,-
Þú átt allt gott skilið!
mánudaga - laugardaga
verslun opnar kl. 10:00
Í
vikunni voru haldnir aðalfundir tveggja af stærstu fyrir-
tækjum landsins Exista og Kaupþings. Í ræðum stjórnar-
formanna þessara félaga birtust óskir um að framtíðarsýn
íslenskra stjórnvalda yrði með þeim hætti að þessi öflugu
félög ættu hér höfuðstöðvar um langa framtíð.
Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, og Sigurður Ein-
arsson, stjórnarformaður Kaupþings, eiga saman farsæla vegferð
að baki í íslensku viðskiptalífi. Þeir hafa báðir leitt fyrirtæki frá
því að vera smá og veikburða íslensk fyrirtæki í það að vera stór
fyrirtæki á íslenskan mælikvarða og sýnileg berum augum á Evr-
ópukorti viðskiptanna.
Þessi vegferð er töluvert afrek og það sem sætir undrun er að
þeir eru ekki þeir einu. Á skömmum tíma hefur nokkur hópur
fólks náð markverðum árangri í uppbyggingu alþjóðlegra fyrir-
tækja. Þessi árangur getur orðið uppspretta ótrúlegra tækifæra
fyrir land og þjóð, ef rétt er á málum haldið.
Íslendingar eru orðin verulega efnuð þjóð og fjármálageirinn
er ný stóriðja í landinu sem þúsundir fjölskyldna byggja afkomu
sína á. Sem betur fer hefur orðið umræða meðal stjórnmálamanna
um að hlúa að umhverfi slíkra fyrirtækja og horfa fram á veg-
inn til að skapa jarðveg sem nærir slíka starfsemi. Samt er eins
og víða skorti skilning á mikilvægi þess að horfa til þess að nýta
þetta einstaka tækifæri. Slíkri stöðu hefur áður verið klúðrað og
nærtækast er að líta til hinnar auðugu Argentínu við upphaf síð-
ustu aldar.
Stærð nokkurra íslenskra fyrirtækja er komin að þeim mörk-
um að þau munu ekki vaxa að neinu marki nema alþjóðlegir fjár-
festar leggi fé í þau. Til þess að það gerist þarf að ríkja traust til
umhverfisins sem þau starfa í. Í máli bæði Sigurðar og Lýðs kom
fram ríkur vilji til þess að halda höfuðstöðvum fyrirtækjanna á
Íslandi með tilheyrandi hagsauka fyrir samfélagið í formi skatta
og veltu af vellaunuðum störfum og þjónustu sem slík starfsemi
nýtir sér.
Sigurður Einarsson fór fyrir nefnd sem gerði tillögur um hvern-
ig gera mætti Ísland að fjármálamiðstöð í framtíðinni og laða að
alþjóðlega fjárfesta. Í ræðu sinni á aðalfundi Kaupþings sagði Sig-
urður: „Eftir því sem fjármálafyrirtæki verða alþjóðlegri, þurfa
þau að hafa möguleika á að færa rök fyrir því að hafa höfuðstöðv-
ar sínar í Reykjavík til þess að geta sannfært þá fjárfesta sem
leggja enga merkingu í íslenskar rætur fyrirtækjanna.“
Þetta er kjarni málsins og mikilvægt fyrir stjórnmálamenn sem
vilja taka af ábyrgð á framtíð samfélagsins að gera sér grein fyrir
því. Þeirra hlutverk er að móta komandi kynslóðum farsæla fram-
tíð og möguleika í alþjóðavæddum heimi. Í slíku samhengi verða
menn að horfa bæði af meiri dýpt og meiri breidd en raunin hefur
verið upp á síðkastið þegar smíðaðar eru reglugerðir og frum-
varpsdrög sem lýsa takmörkuðum skilningi á því sem er í húfi.
Í því samhengi þurfa menn einnig að horfa til hagsmuna lengri
framtíðar þegar metnar eru grundvallarspurningar um hvar í
hópi þjóða við viljum standa og hvers konar gjaldmiðil við vilj-
um hafa til langrar framtíðar.
Víðsýnin ræður
velferð framtíðar