Fréttablaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 104
Óprúttnir aðilar unnu
nýverið skemmdarverk á Hellis-
sandsvelli, æfingavelli Víkings í
Ólafsvík, er bíl var ekið á vellin-
um og hann spólaður og spænd-
ur. Gunnar Örn Arnarson, fram-
kvæmdastjóri félagsins, skoð-
aði aðstæður og segir að það hafi
verið til happs að völlurinn hafi
verið þakinn snjó.
„Það gæti samt verið að völlur-
inn verði seinna tilbúinn en vana-
lega. Það er búið að bera sand í
ójöfnurnar til að jafna völlinn út,“
sagði hann.
„Þetta er ferlegt og alveg óskilj-
anlegt að einhver skuli láta sér
detta í hug að gera þetta. En það
er líklega búið að komast til botns
í málinu um hver hafi verið þar
að verki,“ sagði Gunnar. „Það er
svo undir bæjaryfirvöldum komið
til hvaða aðgerða verður gripið í
framhaldinu.“
Gunnar segir að völlurinn hafi
vanalega verið tilbúinn til notkun-
ar í upphafi apríl. „Hann er í miðju
hrauninu þannig að það stendur
aldrei neitt vatn í vellinum, það
rennur beint í gegn,“ sagði hann.
Þess fyrir utan nota yngri flokkar
félagsins völlinn mikið en sjálfur
keppnisvöllurinn er í Ólafsvík.
Spólað og spænt á
Hellissandsvelli
Ætlar ekki að fórna Íslandsmótinu
Birgir Leifur Hafþórsson
komst í fyrrinótt í gegnum niður-
skurðinn á TCL Classic-mótinu á
Hainan-eyju í Kína. Mótið er hluti
af Evrópumótaröðinni. Hann lék
vel í gær, á tveimur höggum undir
pari og sex alls eftir fyrstu tvo
hringina.
66 kylfingar komust í gegnum
niðurskurðinn en Birgir Leifur
var í 37.-54. sæti eftir fyrstu tvo
hringina. Sannarlega frábær ár-
angur.
„Jú, þetta hefur verið ferðar-
innar virði. Það er frábært eftir
svona langt ferðalag að fá alla-
vega eitthvað í kassann til baka,“
sagði Birgir Leifur við Fréttablað-
ið í gær. Ljóst er að hann mun fá
eitthvert verðlaunafé í sinn hlut
en hversu mikið fer eftir árangri
hans.
„Þetta var stöðugt og gott hjá
mér í dag. Ég var virkilega ánægð-
ur með teighöggin hjá mér, þau
voru löng og bein. Það eina sem
var að angra mig voru púttin. Það
fór bara ekkert niður. Þessir fugl-
ar sem ég fékk í gær voru einfald-
lega gefins. Ég var mikið að tví-
pútta en sem betur fer ekkert að
þrípútta.“
Birgir Leifur segir að flatirn-
ar hafi reynst sér erfiðar. „Það er
þetta einkennilega gras sem heitir
Bermúdagras, það vex í allar áttir.
Maður er alltaf að venjast því
betur og betur. Ég náði því ekki í
dag, það hlýtur að koma á morg-
un.“
Hann segir að áætlun sín fyrir
síðustu tvo dagana sé að halda
áfram á sömu braut og hann hefur
verið á. „Á þessum velli verð-
ur maður samt að taka ákveðnar
áhættur. Á par fimm holum verð-
ur maður að reyna að komast inn
á flatirnar í tveimur höggum til
að ná fugli eða jafnvel erni. Það
hefur heppnast mjög vel hjá mér
hingað til.“
Eiginkona Birgis Leifs Elísabet
Halldórsdóttir er honum til halds
og trausts í Kína. „Þetta er eina
vitið. Best væri auðvitað að vera
með alla fjölskylduna með, hafa
þetta eins og heima hjá sér.“
Að lokum segir hann að Hainan-
eyja sé undurfögur og fólkið ynd-
islegt. „Þetta hefur verið frábær
ferð. Það er allt fyrir okkur gert,
veðrið er frábært og völlurinn
meiriháttar. Ég get hiklaust mælt
með þessum stað.“
Birgir Leifur Hafþórsson gerir það gott á TCL Classic-mótinu sem fram fer á
Hainan-eyju í Kína. Birgir Leifur komst í gegnum niðurskurðinn.
Sir Alex Ferguson, stjóri
Man. Utd, og Ryan Giggs, leik-
maður Man. Utd, voru í gær út-
nefndir stjóri og leikmaður febrú-
armánaðar í ensku úrvalsdeild-
inni. Þetta er í annað sinn sem
þeir eru valdir bestir á sama tíma
á þessu tímabili en það gerðist
einnig í ágúst.
Lið United lék mjög vel í febrú-
ar og vann þrjá góða sigra. Ryan
Giggs reyndist einu sinni sem
oftar betri en enginn með mörk
gegn Tottenham og Fulham en
Giggs hefur skorað nokkur mjög
mikilvæg mörk fyrir United á
þessari leiktíð.
Ferguson og
Giggs bestir
Steve McClaren, lands-
liðseinvaldur Englands, valdi í
gær 23 manna æfingahóp fyrir
landsleikina gegn Ísrael og And-
orra.
Það sem kom mest á óvart var
að McClaren skyldi velja Scott
Parker, miðjumann Newcastle, í
hópinn en hann hefur ekki komist
í landsliðshópinn ansi lengi. Owen
Hargreaves snýr einnig aftur
eftir meiðsli.
Ben Foster byrjaði í síðasta leik
Englands en fastlega er búist við
því að Paul Robinson komi aftur í
liðið núna.
Ashley Cole er í leikbanni í
öðrum leiknum en mun spila hinn.
David Beckham er ekki í hópn-
um þar sem hann er meiddur en
búist var við að hann fengi sæti í
hópnum.
Hópurinn: Robinson (Totten-
ham), Foster (Man. Utd), Car-
son (Liverpool); G. Neville (Man.
Utd), Richards (Man. City), Ferd-
inand (Man. Utd), Terry (Chel-
sea), Woodgate (Real Madrid),
Carragher (Liverpool), A. Cole
(Chelsea), P. Neville (Everton);
Gerrard (Liverpool), Hargrea-
ves (Bayern München), Lampard
(Chelsea), Lennon (Tottenham),
Parker (Newcastle), Carrick
(Man. Utd), Dyer (Newcastle),
Downing (Middlesbrough); John-
son (Everton), Rooney (Man.
Utd), Defoe (Tottenham), D. Bent
(Charlton).
Scott Parker í
landsliðið