Fréttablaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 104
 Óprúttnir aðilar unnu nýverið skemmdarverk á Hellis- sandsvelli, æfingavelli Víkings í Ólafsvík, er bíl var ekið á vellin- um og hann spólaður og spænd- ur. Gunnar Örn Arnarson, fram- kvæmdastjóri félagsins, skoð- aði aðstæður og segir að það hafi verið til happs að völlurinn hafi verið þakinn snjó. „Það gæti samt verið að völlur- inn verði seinna tilbúinn en vana- lega. Það er búið að bera sand í ójöfnurnar til að jafna völlinn út,“ sagði hann. „Þetta er ferlegt og alveg óskilj- anlegt að einhver skuli láta sér detta í hug að gera þetta. En það er líklega búið að komast til botns í málinu um hver hafi verið þar að verki,“ sagði Gunnar. „Það er svo undir bæjaryfirvöldum komið til hvaða aðgerða verður gripið í framhaldinu.“ Gunnar segir að völlurinn hafi vanalega verið tilbúinn til notkun- ar í upphafi apríl. „Hann er í miðju hrauninu þannig að það stendur aldrei neitt vatn í vellinum, það rennur beint í gegn,“ sagði hann. Þess fyrir utan nota yngri flokkar félagsins völlinn mikið en sjálfur keppnisvöllurinn er í Ólafsvík. Spólað og spænt á Hellissandsvelli Ætlar ekki að fórna Íslandsmótinu Birgir Leifur Hafþórsson komst í fyrrinótt í gegnum niður- skurðinn á TCL Classic-mótinu á Hainan-eyju í Kína. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Hann lék vel í gær, á tveimur höggum undir pari og sex alls eftir fyrstu tvo hringina. 66 kylfingar komust í gegnum niðurskurðinn en Birgir Leifur var í 37.-54. sæti eftir fyrstu tvo hringina. Sannarlega frábær ár- angur. „Jú, þetta hefur verið ferðar- innar virði. Það er frábært eftir svona langt ferðalag að fá alla- vega eitthvað í kassann til baka,“ sagði Birgir Leifur við Fréttablað- ið í gær. Ljóst er að hann mun fá eitthvert verðlaunafé í sinn hlut en hversu mikið fer eftir árangri hans. „Þetta var stöðugt og gott hjá mér í dag. Ég var virkilega ánægð- ur með teighöggin hjá mér, þau voru löng og bein. Það eina sem var að angra mig voru púttin. Það fór bara ekkert niður. Þessir fugl- ar sem ég fékk í gær voru einfald- lega gefins. Ég var mikið að tví- pútta en sem betur fer ekkert að þrípútta.“ Birgir Leifur segir að flatirn- ar hafi reynst sér erfiðar. „Það er þetta einkennilega gras sem heitir Bermúdagras, það vex í allar áttir. Maður er alltaf að venjast því betur og betur. Ég náði því ekki í dag, það hlýtur að koma á morg- un.“ Hann segir að áætlun sín fyrir síðustu tvo dagana sé að halda áfram á sömu braut og hann hefur verið á. „Á þessum velli verð- ur maður samt að taka ákveðnar áhættur. Á par fimm holum verð- ur maður að reyna að komast inn á flatirnar í tveimur höggum til að ná fugli eða jafnvel erni. Það hefur heppnast mjög vel hjá mér hingað til.“ Eiginkona Birgis Leifs Elísabet Halldórsdóttir er honum til halds og trausts í Kína. „Þetta er eina vitið. Best væri auðvitað að vera með alla fjölskylduna með, hafa þetta eins og heima hjá sér.“ Að lokum segir hann að Hainan- eyja sé undurfögur og fólkið ynd- islegt. „Þetta hefur verið frábær ferð. Það er allt fyrir okkur gert, veðrið er frábært og völlurinn meiriháttar. Ég get hiklaust mælt með þessum stað.“ Birgir Leifur Hafþórsson gerir það gott á TCL Classic-mótinu sem fram fer á Hainan-eyju í Kína. Birgir Leifur komst í gegnum niðurskurðinn. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, og Ryan Giggs, leik- maður Man. Utd, voru í gær út- nefndir stjóri og leikmaður febrú- armánaðar í ensku úrvalsdeild- inni. Þetta er í annað sinn sem þeir eru valdir bestir á sama tíma á þessu tímabili en það gerðist einnig í ágúst. Lið United lék mjög vel í febrú- ar og vann þrjá góða sigra. Ryan Giggs reyndist einu sinni sem oftar betri en enginn með mörk gegn Tottenham og Fulham en Giggs hefur skorað nokkur mjög mikilvæg mörk fyrir United á þessari leiktíð. Ferguson og Giggs bestir Steve McClaren, lands- liðseinvaldur Englands, valdi í gær 23 manna æfingahóp fyrir landsleikina gegn Ísrael og And- orra. Það sem kom mest á óvart var að McClaren skyldi velja Scott Parker, miðjumann Newcastle, í hópinn en hann hefur ekki komist í landsliðshópinn ansi lengi. Owen Hargreaves snýr einnig aftur eftir meiðsli. Ben Foster byrjaði í síðasta leik Englands en fastlega er búist við því að Paul Robinson komi aftur í liðið núna. Ashley Cole er í leikbanni í öðrum leiknum en mun spila hinn. David Beckham er ekki í hópn- um þar sem hann er meiddur en búist var við að hann fengi sæti í hópnum. Hópurinn: Robinson (Totten- ham), Foster (Man. Utd), Car- son (Liverpool); G. Neville (Man. Utd), Richards (Man. City), Ferd- inand (Man. Utd), Terry (Chel- sea), Woodgate (Real Madrid), Carragher (Liverpool), A. Cole (Chelsea), P. Neville (Everton); Gerrard (Liverpool), Hargrea- ves (Bayern München), Lampard (Chelsea), Lennon (Tottenham), Parker (Newcastle), Carrick (Man. Utd), Dyer (Newcastle), Downing (Middlesbrough); John- son (Everton), Rooney (Man. Utd), Defoe (Tottenham), D. Bent (Charlton). Scott Parker í landsliðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.