Fréttablaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 1
Erfði bílinn Rolling
Stones frá afa
Góðgæti frá öllum
heimsins hornum
Óskar Manúelsson á margar góðar minningar um afa sinn á gula Saab-num. Nú er bíllinn komin í i Ó
Bíllinn er ekinn 80.000 þúsund kílómet
samkvæmt mælu Ó
fermingarLAUGARDAGUR 17. MARS 2007 Brauð á fermingar-borðið
Uppskriftir að þremur brauðréttum BLS. 4
PARKI.IS / DALVEGl 10 - 14 / SÍMI 564 3500
FRÁBÆR
OPNUNARTILBOÐ
20-50%
AFSLÁTTUR AF
NÝJUM VÖRUM
Opið 10-18 í dag
Sænska kirkj-
an hefur ekkert lengur á móti því
að gefa samkynhneigð pör saman
með kirkjulegri athöfn, svo fram-
arlega sem ríkið setur lög um
hjónabönd samkynhneigðra. Þetta
sagði Claes Bertil-Ytterberg bisk-
up, talsmaður sænska kirkju-
þingsins.
Samkynhneigðir í Svíþjóð hafa
frá árinu 1994 átt þess kost að
ganga í staðfesta samvist og frá
2005 hefur sænska kirkjan boðið
upp á kirkjulegar athafnir til að
blessa slík sambönd.
Á miðvikudaginn í næstu
viku er von á skýrslu frá opin-
berri nefnd um það hvort breyta
eigi lögum um staðfesta samvist
þannig að hjónabönd samkyn-
hneigðra verði einnig leyfð.
Kirkjan fellst á
hjónabönd
„Við vissum ekki
að styrkurinn kæmi úr Fram-
kvæmdasjóði aldraðra og hefð-
um ekki þegið hann ef það hefði
legið ljóst fyrir,“ segir Garðar
Cortes, stjórnandi Óperukórsins í
Reykjavík, sem fékk hálfa milljón
í styrk úr framkvæmdasjóði aldr-
aðra árið 2004. Meðal annarra sem
fengu greidda styrki úr sjóðnum
á árunum 1999 til 2006 voru Ung-
mennafélag Íslands, Söngskólinn í
Reykjavík, Óperukórinn í Reykja-
vík, Tónaljón, Lionsklúbburinn í
Búðardal, Kvenréttindafélag Ís-
lands og fleiri verkefni og stofn-
anir sem ekki hafa bein tengsl við
öldrunarþjónustu.
Þetta kom fram í svari Sivjar
Friðleifsdóttur heilbrigðisráð-
herra í vikunni við fyrirspurn Ástu
R. Jóhannesdóttur, þingmanns
Samfylkingarinnar, um sundur-
liðun styrkja úr sjóðnum fram til
ársins 2006. Ásta segir heilbrigð-
isráðherra hafa dregið að svara í
mánuð. „Það lítur út fyrir að ráð-
herra hafi leikið sama leik og síð-
ast þegar hann veitti upplýsing-
ar um sjóðinn í fyrra. Þá útbýtti
hann svarinu síðasta dag þingsins
þannig að ekki var hægt að taka
það til umræðu. Þetta hefur nú
endurtekið sig,“ segir Ásta.
Sundurliðunin á styrkjum, sem
heilbrigðisráðherra afhenti á síð-
asta ári, leiddi í ljós að tæplega
helmingi af peningum sjóðsins
var varið í önnur verkefni en end-
urbætur og uppbyggingu dvalar-
heimila aldraðra. Megintilgangur
sjóðsins er þó að standa straum af
þeim verkefnum.
Tölur í nýju svari ráðherrans
stemma ekki við þau svör sem
hann skilaði af sér á síðasta þingi.
Upphæðirnar eru lægri auk þess
sem nokkra styrkþega er ekki að
finna í nýju svari ráðherra. Þá
ber svörum ráðherra um ástæður
styrks til Óperukórsins í Reykja-
vík ekki saman við svör kórstjóra.
Í svari ráðherra segir að styrkur
hafi verið veittur til kórsins vegna
tónleikahalds hans á öldrunar-
stofnun. Það kannast kórstjórinn
Garðar Cortes ekki við.
Einu hugsanlegu ástæðuna fyrir
styrkveitingunni til Óperukórs-
ins telur Garðar vera þá að þetta
kunni að vera greiðsla fyrir söng
á Landspítalanum. Aldraðir hefðu
þó hvergi komið nálægt því.
Heilbrigðisráðherra vildi ekki
tjá sig um málið þegar eftir því
var leitað.
Óperukórinn söng á
kostnað aldraðra
Stofnunum og verkefnum sem ekki hafa bein tengsl við öldrunarþjónustu hefur
ítrekað verið úthlutað fé úr framkvæmdasjóði aldraðra undanfarin sjö ár og nem-
ur það um helmingi fjárins. Ósamræmi er á milli nýrra talna og talna frá 2004.
Óvissa einkenndi störf
Alþingis lengst af í gær. Lung-
ann úr deginum reyndu þingfor-
seti og forystumenn flokkanna að
ná samkomulagi
um afgreiðslu
þingmála og
þingfrestun
en á meðan
ræddu nokkr-
ir þingmenn
og landbúnað-
arráðherra um
nýgerðan sauð-
fjársamning.
Eftir næstum fimm klukkustunda
umræður var málið samþykkt.
Aðeins Pétur H. Blöndal Sjálf-
stæðisflokki var á móti.
Samkomulag náðist undir kvöld
um meðferð margra mála, ýmist
um að þau fengju brautargengi
eða heyrðu sögunni til. Meðal
viðamikilla mála sem ekki verða
afgreidd er langtímavegaáætlun.
Næstum þrjátíu frumvörp voru
samþykkt sem lög í gærkvöldi en
enn bíða tugir mála afgreiðslu.
Stefnt er að þingfrestun í dag.
Enn bíður fjöldi
mála afgreiðslu