Fréttablaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 44
17. MARS 2007 LAUGARDAGUR2 fréttablaðið fermingar
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
leikkona skartaði nýstárlegri
greiðslu á fermingardaginn
sem allar mæður öfunduðu
hana af.
Vegna mikilla veikinda og fjárhags-
örðugleika á heimili Lilju Guðrún-
ar Þorvaldsdóttur varð að fresta
fermingu hennar fram á haust.
„Mamma hafði verið að berjast við
krabbamein og pabbi hafði lent í
slysi. Á þessum tíma voru ekki
komnar neinar tryggingar og því
var róðurinn mjög erfiður,“ útskýr-
ir Lilja Guðrún sem fór að vinna í
fiski um sumarið til að eiga fyrir
fermingunni. „Svo passaði ég öll
kvöld sem ég gat fyrir konurnar í
nágrenninu,“ segir Lilja Guðrún,
hlær góðlátlega og minnist ferm-
ingardagsins með mikilli gleði
þegar hann loks rann upp.
„Systir mín greiddi mér á
nýstárlegan hátt svo það vakti eft-
irtekt og aðdáun foreldra annarra
fermingarbarna,“ segir Lilja Guð-
rún en á þessum tíma voru íburðar-
miklar greiðslur í hávegum hafðar
en Lilja skar sig úr. „Systir mín
setti í mig spöng sem á voru blóm
og mamma saumaði eitthvað til við-
bótar í hana. Hún sneri henni öfugt
og þetta kom út eins og rosalega
flott hárskraut,“ segir Lilja Guðrún
og man vel þegar hinar mæðurnar
inntu hana eftir því hvert hún hefði
farið í hárgreiðslu. „Þegar ég svar-
aði því til að systir mín hefði greitt
mér þótti það ekki lengur jafnfínt,“
segir Lilja Guðrún og hlær. Ferm-
ingarbörnin í Kópavogskirkju í
árganginum 1950 voru það mörg að
fresta þurfti altarisgöngu sumra.
Það kom sér því ágætlega fyrir
Lilju að vera með hárgreiðsludömu
heima. „Ég var því alveg jafnfínt
greidd í altarisgöngunni eins og í
fermingunni.“
Lilja Guðrún skartaði fallegum
dimmbláum kjól með ofnu rósa-
mynstri í fermingarveislunni.
„Mamma saumaði þennan kjól enda
saumaði hún allt á okkur krakkana.
Pabbi var sjómaður þegar ég var
lítil og keypti alltaf tískublöð og
efni á siglingum og mamma saum-
aði upp úr þessu bæði jakkaföt,
kjóla og úlpur,“ útskýrir Lilja Guð-
rún en veislan var haldin heima hjá
föðursystrum hennar sem bjuggu
saman í Sólheimum.
Lilja Guðrún fékk góðar gjafir
þennan dag. „Til dæmis ofboðslega
fallegt íslenskt silfurarmband frá
föðursystrum mínum sem ég geng
með enn þann dag í dag. Seinna
þegar ég var orðin eldri og farin að
vinna fyrir mér keypti ég mér
hring í stíl. Svo fékk ég silfurháls-
men með steini sem ég geng líka
með. Þetta er manni mjög kærkom-
ið,“ segir Lilja Guðrún sem fannst
hún einstaklega fín eftir ferming-
una enda fékk hún líka „babydoll“
náttföt, hárþurrku og náttslopp. „Á
þessum tíma var stórkostlegast af
öllu að fá gullúr og það fékk ég frá
foreldrum mínum og systkinum.“
Lilju Guðrúnu blöskrar íburður
fermingarveislna í dag. „Ég á sjálf
tvær dætur sem hafa fermst en
veislur þeirra voru fallegar og ein-
faldar. Fermingardagurinn líður
manni aldrei úr minni þegar maður
tekur mikinn þátt í að undirbúa
hann og gerir sitt til að hann geti
orðið að veruleika.“
solveig@frettabladid.is
Vann fyrir fermingunni
Lilja Guðrún með armbandið góða sem hún fékk í fermingargjöf og gengur með enn þann dag í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Hér hjá Gutenberg erum við
með sex eða sjö tegundir boðs-
korta sem fólk getur valið fyrir
eigin myndir og texta. Svo
eigum við líka sýnishorn af
kortum sem hafa verið fram-
leidd í gegnum tíðina og úr
þeim getur fólk valið líka.
Þannig er auðvelt að endurgera
kort sem hafa verið gerð áður.
Viðskiptavinir eiga einnig kost
á því að hanna boðskortið sjálf-
ir eða í samvinnu við hönnuði
okkar en svo sjáum við um að
ganga frá þeim og prenta þau
út. Kortin eru sniðin að þörfum
hvers og eins þannig að það er
allt hægt í þessu,“ segir Sigurð-
ur Björn Blöndal markaðs-
stjóri.
Hjá Gutenberg eru einnig
fáanlegar fallegar gestabækur
með áletrun að eigin vali, þar
má láta prenta á servíettur og
einnig er boðið upp á þá þjón-
ustu að senda kortin út. Þetta
þykir mörgum góður kostur því
oft er í mörgu að snúast fyrir
fermingar.
Varðandi fyrirvara á prent-
un boðskorta segir Sigurður
Björn að ágætt sé að fólk gefi
sér tvo til þrjá daga, en ef allt
er komið á síðasta snúning í
fermingarundirbúningi þá er
hugsanlega hægt að bjarga
fólki fyrir horn.
„Mörgum þykir til dæmis
mjög hentugt að láta okkur sjá
um að senda kortin út. Þá
kemur viðskiptavinurinn með
excel-skjal þar sem í er að finna
nöfn gestanna og heimilisföng.
Þetta er svo prentað á bakhlið
boðskortsins og við sendum
það til viðkomandi. Allt sem
sparar fólki tíma við undirbún-
ing ferminga er yfirleitt kær-
komið,“ segir Sigurður Björn.
Hvað varðar kostnað á slíkri
prentun má nefna sem dæmi að
21x10,5 stórt boðskort með
áletrun á annarri hliðinni kost-
ar 15.000 krónur séu fimmtíu
kort keypt. Innifalið í verðinu
er virðisaukaskattur og öll
umsýsla við kortagerðina. Einn-
ig er hægt að hafa samband við
prentsmiðjuna og biðja um að
fá tilboð send með tölvupósti.
Meira um Gutenberg og
þjónustu fyrirtækisins má lesa
á vefsíðunni: www.gutenberg.
is.
Boðskort eftir þörfum
Sigurður Björn Blöndal hjá Gutenberg-prentsmiðjunni segir marga foreldra
kjósa að fá alla þjónustu í kringum prentun á einum stað, enda í mörgu að
snúast við fermingarundirbúning. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON