Fréttablaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 110
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Þetta er náttúrlega rosalega
gaman en það hefur verið svo
brjálað að gera hjá mér að ég hef
eiginlega ekki enn gert mér grein
fyrir þessu,“ segir Máni Svav-
arsson en hann er tilnefndur til
Emmy-verðlauna fyrir tónlistar-
stjórnun og tónverk í Latabæjar-
þáttunum.
Flokkurinn sem Máni er til-
nefndur í er fyrir sjónvarps-
efni að degi til og meðal keppi-
nauta íslenska tónlistarmannsins
er tónlist úr hinum geysivinsælu
Sesam Street og Bratz. „Við erum
á síðustu metrunum í framleiðslu
næstu syrpu og þetta er góð inn-
spýting fyrir þá vinnu,“ bætir
Máni við. Hann hefur fengið gríð-
arlega mikið af heillaóskaskeytum
og þá sérstaklega frá samstarfs-
aðilum Latabæjar í Bandaríkj-
unum. „Fyrir þá er þetta stórmál
enda eru þetta stærstu verðlaunin
í bandarísku sjónvarpi þótt við á
Íslandi höfum kannski ekki fylgst
vel með þeim,“ segir Máni.
Verðlaunin verða afhent 15. júní
og reiknar Máni fastlega með því
að halda til Los Angeles og ganga
niður rauða dregilinn með öllum
hinum sjónvarpsstjörnunum fyrir
framan Kodak Center, sömu höll
og Óskarinn er afhentur. „Ef ekki
núna hvenær þá?“ segir Máni en
svo skemmtilega vill til að tón-
skáldið fagnar fertugsafmæli sínu
sama dag. „Vonandi fær maður
því bara verðlaunin í afmælis-
gjöf, það væri nú varla hægt að
hugsa sér betri gjöf,“ segir Máni
og hlær.
Latabæjarþættirnir eru því
komnir með tvær tilnefningar
til Emmy-verðlaunanna en þeir
Magnús Scheving og Jonathan
Judge voru sem kunnugt er til-
nefndir fyrir leikstjórn þáttarins í
sérstökum barnaflokki Emmy. Þá
hefur þátturinn gert strandhögg
á breskri grundu og tókst smá-
skífunni Bing Bang að komast í
fjórða sæti smáskífulistans þar í
landi auk þess sem stefnan er sett
á að koma á fót orkuátaki meðal
breskra barna.
Flott að fá Emmy-verðlaun í afmælisgjöf
„Staða Guðbjargar er óbreytt
og hún má halda áfram að sinna
kennslu í þeim námskeiðum sem
hún er skráð fyrir,“
segir Þorbjörn
Broddason, próf-
essor í félags-
fræði og ábyrgð-
armaður fyrir nám
í fjölmiðlafræði
til BA-prófs. Á vef-
síðum í gær var
því haldið fram
að Guðbjörg Hild-
ur Kolbeins hefði
sagt starfi sínu lausu sem stunda-
kennari í fjölmiðlafræði í skeyti
til nemenda en Þorbjörn segir það
vera fjarri sanni. „Mér hefur í
það minnsta ekki borist slíkt bréf.
Og ég sem ábyrgðarmaður þessa
náms myndi fá slíkt bréf,“ útskýr-
ir Þorbjörn.
Hart hefur verið sótt að Guð-
björgu Hildi Kolbeins eftir að hún
skrifaði færslu á bloggsíðu sinni
um forsíðu fermingarbæklings
Smáralindar. Mörgum þótti skrif-
in vera meiðandi og gróf og Frétta-
blaðið greindi nýverið frá því að
foreldrar fyrirsætunnar íhuguðu
að höfða meiðyrðamál á hendur
Guðbjörgu. Þá hefur Háskólinn og
fjölmiðlafræðin verið dregin inn
í umræðuna og hann sakaður um
að hygla þessum skoðunum og að
þær séu jafnvel runnar undan rifj-
um deildarinnar. Þorbjörn segir
þetta af og frá. Þessi skrif hafi
algjörlega verið á ábyrgð Guð-
bjargar og hafi ekkert með félags-
vísindadeildina né Háskólann að
gera. „Við kærum okkur ekkert
um að vera bendluð við þessa um-
ræðu,“ segir Þorbjörn en vill þó
ekki meina að ástæða hafi verið til
að ávíta Guðbjörgu fyrir skrif sín.
Hann hafi heldur ekki rætt þetta
við Guðbjörgu en vildi að öðru
leyti ekki tjá sig um stöðu hennar
innan háskólans.
Þorbjörn viðurkennir að vissu-
lega hafi Guðbjörgu orðið á með
skrifum sínum en áréttar þó að
hún hafi vakið máls á mjög mik-
ilvægum hlut sem sé sá boðskap-
ur sem birtist í auglýsingum.
Hvort hann teldi rétt að hún bæð-
ist afsökunar sagði Þorbjörn: „Það
verður hver að eiga
það við sig hvort
hann biðst afsök-
unar eða ekki.“
Ekki náðist í
Guðbjörgu við
vinnslu frétta-
rinnar.
Guðbjörg gerði mistök með skrifum sínum
„Þetta eru alvarlegar aðdróttan-
ir. Allsvakalegar. Og ljóst að skjól-
stæðingur minn ætlar ekki að láta
þetta yfir sig ganga. Augljósasti
kosturinn í stöðunni er að höfða
meiðyrðamál,“ segir Sveinn Andri
Sveinsson hæstaréttarlögmaður.
Jónas Freydal, annar sakborn-
inga í því sem kallað hefur verið
Stóra málverkafölsunarmálið,
hyggur á meiðyrðamál á hendur
Tryggva Páli Friðrikssyni, lista-
verkasala í Galleríi Fold. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðs-
ins munu bótakröfur nema tugum
milljóna. Sveinn Andri segir að téð
ummæli, sem hafa birst í Lista-
póstinum sem Gallerí Fold gefur
út – meðal annars á netinu þar sem
þau er enn að finna – hafi vald-
ið Jónasi ómældum skaða en til-
gangurinn með kæru sé tvíþættur.
„Fá það tjón bætt sem menn verða
fyrir og síðan kemur í ljós hvern-
ig tekst að meta það tjón. Hitt er
svo aðalmálið að menn þurfa að
þola ómerkingu orða sinna og bera
kostnað við að auglýsa þá ógild-
ingu.“
Umræddar aðdróttanir í Lista-
póstinum taka til langs tíma en þar
er oftlega varað við því að fólk eigi
í viðskiptum við Jónas, sem kall-
aður er „hrappur“ og það fullyrt
að hann sé falsari. Dæmi: „Síðan
hófust falsanirnar fyrir alvöru.
Pétur Jónas málaði myndir á færi-
bandi, oft upp úr listaverkabókum,
og Jónas Pétur var eins og þeyti-
spjald um alla Danmörku að leita
uppi myndir sem líktust
verkum íslenskra mál-
ara.“
Eru ummæli af þessu
tagi að finna víða á
myndlist.is en höfund-
ar greina þar eru Jó-
hann Ágúst Hansen
og Tryggvi Páll.
Ábyrgðarmaður
Listapóstsins er Elín Björk Jóns-
dóttir, kona Tryggva.
Sveinn Andri segir algerlega
borðleggjandi að þarna sé grund-
völlur fyrir meiðyrðamál. Svo
mörg og svæsin séu ummælin. Og
vísar til þess að Jónas var sýkn-
aður í Hæstarétti síðla í maí árið
2004. „Þótt mönnum sé í nöp við
umbjóðanda minn er ekki þar með
sagt að þeir hafi á hann skotleyfi.
Þannig virkar samfélagið ekki.“
Að sögn lögmannsins er svo til
sérstakrar skoðunar þáttur Rík-
isútvarpsins í málinu en þangað
inn virðast ýmis ummæli óvildar-
manna Jónasar hafa runnið hindr-
unarlaust inn.
„Alveg klár afstaða í fréttaflutn-
ingi og virðist fréttastofa útvarps
hafa misst fótanna í þessu lista-
verkamáli á sínum tíma,“ segir
Sveinn Andri.
Jóhann Ágúst segir aðspurður
að þessi væntanlega kæra komi
flatt upp á sig. Og hann kannast
ekki við að hafa vegið ómaklega að
Jónasi með skrifum sínum á Lista-
póstinn.
„Ég get ekki ímyndað mér að
ég hafi sagt eitthvað um hann
sem ekki hefur verið sagt
um hann einhvers staðar
annars staðar. En okkur
hefur ekki borist nein
kæra enn og því erf-
itt að kommentera á
þessu stigi,“ segir Jó-
hann sem vill meina
að engin óvild sé ríkj-
andi í garð Jónasar frá Listapósts-
fólki eða Galleríi Fold.
„Ég nenni nú ekki að ræða við
þig um Jónas Freydal,“ segir
Tryggvi í Fold og lætur sér hvergi
bregða. En bætir þó þessu við:
„Jónas Freydal hefur fengið dóm
fyrir alls konar afbrot, meðal ann-
ars falsanir. Og það er ekkert
flóknara. Það er eina sem þarf að
hafa eftir mér í þessu.“
Grímur Sigurðarson