Fréttablaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 10
 Nemendur á heima- vistum framhaldsskóla á Íslandi geta margir átt von á fíkniefna- leitarhundum í heimsókn á vist- irnar fyrirvaralaust. „Fíkniefnin eru vá sem við stöndum frammi fyrir á öllu landinu og við erum auðvitað með augun mjög vel opin,“ segir Valgerður Gunnars- dóttir, skólameistari Framhalds- skólans á Laugum, en nemandi við skólann var handtekinn á heima- vist á þriðjudag með mikið magn fíkniefna sem talin eru hafa verið ætluð til sölu. Valgerður segir að mjög vel sé fylgst með áfengis- og vímu- efnanotkun íbúa heimavistarinn- ar. Svokallaðir húsbændur séu á vakt á heimavistunum öll kvöld og helgarnætur, starfsmenn sem nemendur fylgist vel með og láti vita ef eitthvað kemur upp, auk þess sem öflugur forvarnarfull- trúi starfi við skólann. Valgerður hefur gripið til þess ráðs að kalla til lögreglu með fíkniefnaleitarhund einu sinni á vetri, en vill ekki gefa upp hvort eitthvað hafi fundist í slíkum leit- um. Valgerður segir hundana þó ekki leita inni á herbergjum nem- enda, enda sé óheimilt að fara inn á herbergin nema með húsleitar- heimild frá lögreglu. Halldór Páll Halldórsson, skóla- meistari Menntaskólans að Laug- arvatni, hefur einnig brugðið á það ráð að kalla til fíkniefnaleit- arhunda. „Það er bara hluti af því að reka heimavist að fíkniefna- hundar komi þangað,“ segir hann. „Það eru fjögur ár síðan mál tengt fíkniefnum kom hér upp síðast og síðan ég byrjaði hér hafa málin verið afskaplega fá og ekki stór.“ Í leigusamningum sem vist- menn á Laugarvatni gera er kveð- ið á um að stjórnendur hafi heim- ild til að leita í herbergjum að leigjanda viðstöddum vakni grun- ur um eitthvað misjafnt. Halldór segir þó mjög óalgengt að þetta þurfi að gera. Að sögn Helga Braga Ómars- sonar, skólameistara Menntaskól- ans á Egilsstöðum, hefur enn ekki komið til þess að fíkniefnahundar leiti á heimavistinni þar, þótt það hafi komið til tals. Helgi segir að aldrei hafi komið upp mál tengt fíkniefnum á heimavist skólans. „Það er bara svo erfitt að átta sig á þeim. Þau eru örugglega hér á ferðinni eins og annars staðar.“ Þá segir hann íbúa heimavistar- innar meðvitaða um það að leit- að verði í herbergjum þeirra ef þurfa þykir. Hundar leita á heimavistum Fíkniefnahundar eru reglulega fengnir til að leita á heimavistum sumra framhaldsskóla landsins. Misjafnt er hvort yfirmenn skóla og heimavista hafa heimild til að leita á herbergjum íbúa ef ástæða þykir. „Ég myndi ekki kalla þetta einkarekna heilsu- gæslu,“ segir María Bragadóttir, sviðsstjóri heilbrigðissviðs InPro en eins og komið hefur fram í fréttum hefur dótturfélag InPro, Heilsuverndarstöðin ehf., tekið yfir rekstur Heilsuverndarstöðv- arinnar við Barónsstíg. Markmiðið er að endurreisa Heilsuverndarstöðina og endur- vekja hin upprunalegu gildi henn- ar sem snúa að því að efla líkam- lega, andlega og félagslega heilsu landsmanna. Að sögn Maríu verður rekstur- inn ekki svo ólíkur rekstri annarra heilbrigðisstofnana. „Það er engin einkavæðing í gangi. Þetta er að- eins spurning um að geta boðið fagfólki, sem nú þegar vinnur að heilbrigðismálum, tækifæri til að vinna saman undir einu þaki,“ segir María. Þá kemur þjónusta hinnar nýju Heilsuverndarstöðvar ekki til með að kosta meira en önnur heilbrigð- isþjónusta. „Það gilda ákveðnir samningar milli þessara heilbrigð- issérfræðinga og ríkisins. Þeir eru einungis að flytja þjónustu sína til og rekstur þeirra mun í raun ekki breytast. Þessir starfsmenn verða ekki starfsmenn InPro,“ segir María og bætir því við að þjónusta fagfólksins komi til með að falla undir skilmála Tryggingastofn- unar á sama hátt og hjá þeim sér- fræðingum sem reka sínar eigin stofur. Engin einkavæðing í gangi Tveir karlmenn, 20 og 26 ára, voru í gær dæmdir í skil- orðsbundið fangelsi í tvo og þrjá mánuði, fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi. Mennirnir gripu í sameiningu í buxnastreng og pung tæplega fimmtugs manns og drógu hann niður stiga á skipi sem þeir voru allir skipverjar á. Atburðurinn átti sér stað í október árið 2004. Við þetta hlaut maðurinn var- anleg meiðsli á þvagfærum og þurfti að gangast undir aðgerð. Mennirnir voru einnig dæmdir til að greiða fórnarlambinu 800 þús- und krónur í skaðabætur. Drógu sjómann á pungnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.