Fréttablaðið - 17.03.2007, Page 106
Hann var þétt setinn
bekkurinn í Kölnarena í gærkvöld
þegar Kiel sótti Íslendingalið-
ið Gummersbach heim. Alls voru
seldir 19.400 miðar á leikinn og
komust mikið færri að en vildu
á völlinn. Kiel var fyrir leikinn í
efsta sæti deildarinnar en Gum-
mersbach sat í því þriðja tveimur
stigum á eftir Kiel og því gríðar-
lega mikið undir í leiknum.
Fyrri hálfleikur var ógnvæn-
lega hraður og minnti á köflum
á tennis. Liðin keyrðu miskunn-
arlaust upp hraðann og það bar
til tíðinda þegar stillt var upp í
venjulega sókn.
Róbert Gunnarsson fór hreint
á kostum í hálfleiknum þar sem
hann skoraði ein sex mörk og tók
fjölda frákasta.
Kiel leiddi lengstum í hálf-
leiknum og það gátu þeir ekki
síst þakkað franska landsliðs-
markverðinum Thierry Omeyer
sem varði eins og berserkur. Með
hann sem besta mann leiddu gest-
irnir í leikhléi með fimm marka
mun, 18-23.
Munurinn hélt áfram að auk-
ast í síðari hálfleik. Omeyer varði
áfram eins og óður maður og þar
að auki töpuðu leikmenn Gum-
mersbach boltanum klaufalega og
var refsað grimmilega.
Kiel gat líka skipt grimmt
af bekknum og það munaði um
breiddina í þessum leik. Lokatöl-
ur voru 37-42.
Vonir Gummersbach um þýska
meistaratitilinn eru nánast engar
eftir þetta tap.
Gummersbach
úr leik
Það var dregið í átta liða
úrslit UEFA-bikarsins í gær.
Íslendingaliðið AZ Alkmaar,
sem Grétar Rafn Steinsson leikur
með, mætir þýska liðinu Werder
Bremen og spilar fyrri leikinn á
heimavelli.
Sevilla og Tottenham mætast
einnig í mjög áhugaverðri viður-
eign. Espanyol mætir síðan Ben-
fica og að lokum mætast Bayern
Leverkusen og Osasuna.
Sigurvegari leiks AZ og Brem-
en mætir vinningsliðinu úr leik
Espanyol og Benfica. Sigurvegar-
inn úr leik Leverkusen og Osas-
una mætir því annað hvort Sevilla
eða Tottenham.
Leikirnir fara fram 26. apríl og
3. maí.
AZ Alkmaar
mætir Bremen
Iceland Express-deild karla:
DHL-deild kvenna:
Þýski handboltinn:
Þeir 130 áhorfendur sem
lögðu leið sína í Laugardalshöll í
gærkvöldi áttu eflaust allir von á
spennandi leik þegar tvö efstu lið
DHL-deildar kvenna, Stjarnan og
Valur, áttust við. Sú var ekki raun-
in því Stjarnan rúllaði yfir Val, 33-
20, og sýndi og sannaði að það er
langbesta lið deildarinnar í dag.
Stjarnan byrjaði leikinn af mikl-
um krafti og komst í 8-1 strax á
fyrstu 10 mínútum leiksins. Þenn-
an mun náði Valur ekki að minnka
þótt Stjarnan hafi ekki skorað
mark á síðustu sjö mínútum fyrri
hálfleiks. Vörn gestanna úr Garða-
bænum var frábær í leiknum og
fyrir aftan hana varði Florentina
Grecu eins og hún best getur.
Stjarnan var sjö mörkum yfir í
hálfleik, 8-15, og hélt uppteknum
hætti eftir hlé. Eftir kortersleik í
seinni hálfleik var munurinn orð-
inn þrettán mörk, 11-24, og öll von
Valsstelpna um að ná stigi úr leikn-
um fokin út í veður og vind. Stjarn-
an gaf ekkert eftir þótt munurinn
hafi verið þetta mikill og kláraði
leikinn með stæl, 20-33.
Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals
hefur gefið upp alla von um að ná
Stjörnunni þótt enn séu fimm um-
ferðir eftir af mótinu. „Stjörnu-
stúlkur áttu skilið að vinna þennan
leik og eru orðnar Íslandsmeistar-
ar.“
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari
Stjörnunnar var ekki sammála
kollega sínum hjá Val. „Mótið er
ekki búið. Það eru enn tölfræði-
legir möguleikar á að við missum
þetta frá okkur.“
Aðalsteinn átti eins og flest-
ir von á hörkuleik og kom honum
lítil mótstaða Vals á óvart. „Mínir
leikmenn mættu gríðarlega ein-
beittir til leiks og einbeitingin
skein úr hverju andliti. Ég er gríð-
arlega stoltur af mínu liði, stelp-
urnar hafa unnið mjög vel að því
að laga okkar leik eftir tapið gegn
Val 6. janúar. Allt sem við lögðum
upp með gekk upp.“
Íslandsmeistaratitillinn á hraðferð í Garðabæinn
Það er ljóst að allt
getur gerst í úrslitakeppni Iceland
Express deildar karla og dæmi um
það er 105-112 sigur Grindavík-
inga í Borgarnesi í gær. Þorleifur
Ólafsson tryggði Grindvíkingum
framlenginguna þegar hann jafn-
aði leikinn í 94-94 en það var eink-
um frammistaða Jonathans Griff-
in í lokin sem lagði grunninn að
sigri Grindavíkur. Griffin skoraði
15 stig í fjórða leikhluta og fram-
lengingu og refsaði Skallagríms-
mönnum hvað eftir annað þegar
þeir gleymdu að stíga hann út en
hann tók 4 stór sóknarfráköst á
lokakaflanum.
„Þetta var svakaleikur og hörku
skemmtun og synd að þessi leikur
hafi ekki verið í sjónvarpinu. Tapið
í fyrra blundar ekkert í okkur í ár
því þeir voru bara betri en við í
fyrra. Við lítum öðruvísi á dæmið
í ár,“ sagði Páll Axel Vilbergsson,
fyrirliði Grindavíkur, eftir sigur-
inn í Borgarnesi. „Við erum búnir
að vera á mikilli uppsveiflu und-
anfarið og erum svo sem ekkert að
einbeita okkur að Skallagrími. Við
spiluðum vel í kvöld en erum samt
að fá á okkur alltof mörg stig. Það
þarf oft að minna okkur á það að
spila vörn. Við ætlum að spila
betri vörn á sunnudaginn og vinna
þann leik,“ sagði Páll Axel.
Skallagrímsmenn voru mjög
ósáttir í leikslok og létu reiðiköst-
in dynja á öllum sem heyra vildu
eftir leikinn en það eru hins vegar
leikmennirnir sem þurfa að bíta
í skjaldarrendurnar ætli þeir sér
ekki að fara snemma í sumarfrí
í ár. Það leit nokkrum sinnum út
fyrir að Skallagrímsskotvélin færi
almennilega í gang en Grindvík-
ingar náðu alltaf að svara, fyrst
með 20-4 spretti í lok annars leik-
hluta sem færði þeim fimm stiga
forustu í hálfleik, 54-59 og svo
með því að komast aftur yfir eftir
að Skallagrímsmenn höfðu komið
mjög grimmir inn eftir leikhléið.
Lokaleikhlutinn var jafn og spenn-
andi og liðin skiptust á að hafa for-
ystuna.
Pallarnir í liði Grindavíkur, Axel
Vilbergsson og Kristinsson, voru
báðir erfiðir við að eiga og þá átti
Björn Steinar Brynjólfsson (17
stig, 5 þristar) frábæra innkomu
af bekknum. Griffin og Þorleifur
voru hins vegar þeir sem drógu
vagninn í sóknarleiknum í lokin.
Það munaði miklu fyrir Skalla-
grím að Makedónarnir Dimitar
Karadzovski og Jovan Zdravev-
ski,fundu ekki fjölina sína og settu
sem dæmi aðeins niður 2 af 12
þriggja stiga skotum sínum. Grind-
víkingar höfðu góðar gætur á Dar-
rell Flake sem á endanum missti
þolinmæðina og fékk á sig afdrifa-
ríka óíþróttamannslega villu þegar
mínúta var eftir af framlengingu.
Grindvíkingar fengu fyrir vikið
fimm stiga sókn og leikurinn var
þeirra.
Grindavík getur tryggt sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótins á morgun eftir
105-112 sigur á Skallagrími í Borgarnesi í framlengdum leik. Varnarleikurinn
var ekki í fyrirrúmi í leiknum en sóknarleikurinn þeim mun betri.
Fyrir leikinn í kvöld
mátti búast við öruggum sigri
heimamanna er Njarðvík tók á
móti Hamar/Selfoss í 8-liða úrslit-
um Iceland Express deildar karla
í körfuknattleik. En leikurinn var
allt annað en ójafn því mikil spenna
var í leiknum undir lokin þar sem
Njarðvík knúði fram sigur á loka-
sekúndum leiksins, 79-75.
Ekki var mikið skorað á upp-
hafsmínútum leiksins en deild-
armeistararnir náðu þó fljótlega
tökum á leiknum og voru ávallt
skrefinu á undan.
Annar leikhluti var keimlíkur
þeim fyrsta, Njarðvíkingar voru
að leika fínan körfubolta á meðan
Hamar/Selfoss voru að einbeita
sér að allt öðrum hlutum – tuði í
dómurum leiksins. Gestirnir voru
þó fljótir að jafna sig á því og
komust inn í leikinn með frábær-
um kafla undir lok leikhlutans og
staðan í hálfleik var 40-39.
Jafnræði var með liðunum í
upphafi þriðja leikhluta og skipt-
ust liðin á að skora. Njarðvík var
þó ávallt með stóru tána á undan
en Hamar/Selfoss var í baráttuhug
komst yfir í fyrsta sinn í leiknum
48-51 þegar tæpar 4 mínútur lifðu
af þriðja leikhluta.
Gestirnir héldu áfram að sýna
góðan karakter og leiddu eftir þrjá
leikhluta, öllum að óvörum, 58-60.
Lið Hamars/Selfoss var ekkert á
því að gefa Njarðvíkingum færi
á sér í upphafi síðasta leikhlutans
og komust fljótlega í 61-65 þegar
7 mínútur voru eftir af leiknum.
Þegar 5 mínútur voru eftir af
leiknum hafði Hamar/Selfoss bætt
við forskotið, 63-70, og sýndu enga
miskunn. Brenton jafnaði leik-
inn í 70-70 þegar aðeins 3 mínút-
ur voru eftir og mikil spenna kom-
inn í leikinn.
Njarðvíkingar sigu svo fram-
úr á lokasekúndunum með stig-
um af vítalínunni, en Hamar/Sel-
foss fékk dæmt á sig tæknivíti
undir lokin sem reyndist liðinu
dýrt. Þess má einnig geta að þegar
6 sekúndur voru eftir og Njarðvík
átti boltann komu gestirnir ekki
inn á völinn og létu leiktímann
renna út í mótmælaskyni.
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari
Njarðvíkur, var sáttur með sigur-
inn en alls ekki spilamennsku liðs-
ins. ,,Þetta var ekki erfiðara held-
ur en ég bjóst við. Ég var alls ekki
sáttur með leik minna manna.“
Hefur þú séð lið ekki mæta til leiks
undir lok leiks eins og í kvöld?
,,Nei, aldrei séð það áður. Ætli
þeir hafi ekki séð marga fótbolta-
leiki að undanförnu. En ég hlakka
til að mæta þeim í næsta leik”.
Hamar/Selfoss stóð í Íslandsmeisturunum