Fréttablaðið - 17.03.2007, Side 99

Fréttablaðið - 17.03.2007, Side 99
Slagorð og myndir á T-bolum hafa löngum verið vinsælt viðfangs- efni. Hvergi er betra að tjá skoðanir sínar og koma róttækum sla- gorðum á framfæri. Uppáhaldshljómsveitir manna og tískuíkon hafa selst á T-bolum eins og heitar lummur og nægir að nefna Che Guevara, Elvis og Rolling Stones í því samhengi. Ný- lega spratt upp náungi, Henry Holland að nafni, með einstaklega fína hugmynd. Hann stofn- aði lítið tískuhús sem hann nefndi House of Holland og bjó til sam- ansafn af mega flottum sláandi lit- ríkum T-bolum sem hann kallar „Fashion Groupie“. Á þá skellir hann svo slagorðum þar sem hann lofsyngur marga tísku- hönnuði samtímans en gerir nett grín að þeim í leiðinni. Á einum stend- ur skýrum stórum stöf- um: Cause Me Pain Hedi Slimane, á öðrum Get Yer Freak On Giles Deacon, á þeim þriðja Give Us A Tickle Richard Nicolls. Hljómar eins og skemmti- legt einkagrín sem gekk aðeins of langt og hefur náð útbreiddri athygli! Hægt er að kaupa bolina á www. house-ofholland.co.uk Húsið hans Henrys Nýttu þér tækifærið – sæktu um DMK á spron.is Þau fyrirtæki, sem nú veita viðskiptavinum í DMK afslátt, eru: • Casa • InnX • Sjónvarpsmiðstöðin • Vouge • Lystadún-Marco • Ólavía og Oliver Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi SPRON, í þjónustuveri í síma 550 1400 eða á spron.is Allt að 50% afsláttur! Meðal þeirra fríðinda sem fylgja því að vera í DMK þjónustu SPRON er að reglulega eru fá en vegleg tilboð frá völdum fyrirtækjum auk þess sem viðskiptavinum í DMK býðst Einkaklúbbskortið frítt. Með því að fara inn á spron.is getur þú kynnt þér þessi frábæru tilboð sem gilda til 1. júní 2007. Vegleg tilboð í DMK AR GU S 07 -0 17 6 Giles Deacon er draumamað- ur allra tískuunnenda. Ekki er hann aðeins hávaxinn, skarpleit- ur, myndarlegur og kurteis bresk- ur herramaður. Hann er líka með eindæmum hæfileikaríkur tísku- hönnuður sem hefur verið lengi í bransanum. Deacon hefur meðal annars unnið fyrir Bottega Veneta og Gucci en þessa dagana er hann upptekinn við vinnslu á hand- töskulínu fyrir hið rótgróna tísku- fyrirtæki Mulberry og við hönn- unarsamstarf við New Look (svip- að og samstarf Stellu McCartney og H&M) ásamt því að hanna sína eigin fatalínu undir nafninu Giles. Og þar, skal ég segja ykkur, eru áhugaverðir hlutir að gerast! Í sýningu sinni fyrir vor og sumar 2007 spann hann saman pönk, goth og S&M áhrif í stór- fenglega veislukjóla sem sýndu að herra Deacon er bæði mjög klár skreðari og hefur líka húmor fyrir því sem hann er að gera. Hann bætti svo einni skraut- fjöður í hattinn með haust og vetr- arsýningu sinni um daginn. Þar fór ekki á milli mála að Deac- on er náttúruunnandi og var sýn- ingin öll í skógarlitum, jarðarlit- um, ættflokkaprentum og svört- um kínverskum fasanafjöðrum. Og skórnir, ja hérna skórnir! Æð- isgengnir! „Við komumst á gott skrið í þetta skiptið og bara æddum áfram og þetta varð útkoman,“ var útskýr- ing herra Deacons á aðferðum sínum og litla vinahersins sem hann safnar í stúdíóið sitt. Útkom- an varð víðáttumikil og stórfeng- lega hlaðin sýning með prentum, bólstrum, reimum og tröllauknu kaðlaprjóni. Og maður hefur á til- finningunni að allir hafi skemmt sér konunglega við að búa þessi föt til. Giles Deacon er draumur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.