Fréttablaðið - 14.04.2007, Page 4

Fréttablaðið - 14.04.2007, Page 4
Lárus Jónsson, fram- kvæmdastjóri fjarskiptafyrirtæk- isins Núll-níu, segir rannsókn þýska fjármálaeftirlitsins á svissneska símafyrirtækinu Amitelo ekki koma sér á óvart. Hann hafi haft fregnir af því áður að maðkur væri í mysunni hjá fyrirtækinu. Núll-níu og Amitelo buðu bæði í rekstur nýs GSM-kerfis á Íslandi fyrr í þessum mánuði og var Amitelo með besta tilboðið. Í Frétta- blaðinu í gær var sagt frá því að þýski fréttaskýringaþátturinn Fron- tal21 hefði flett ofan af Amitelo og starfsemi þess á þriðjudaginn var. Þar kom meðal annars fram að fyrirtækið væri rannsakað vegna gruns um að hafa keyrt upp hluta- bréfaverð með villandi upplýsing- um, og það hefði verið kært fyrir að blekkja hluthafa sína. Höfuð- stöðvar þeirra í Zürich höfðu stað- ið tómar í hálft ár þegar þátta- stjórnendur heimsóttu þær. Gengi bréfa í fyrirtækinu hríðféllu eftir sýningu þáttarins. „Þetta staðfestir það sem ég hef heyrt um þetta fyrirtæki,“ segir Andreas Fink, forstjóri svissneska símafyrirtækisins BebbiCell, sem var einnig með í útboðinu. Arnþór Halldórs, framkvæmda- stjóri Hive, sem var með lægsta tilboðið, segist hafa óskað eftir fundi með Hrafnkeli V. Gíslasyni, forstjóra Póst- og fjarskiptastofn- unar, til þess að ræða um Amitelo og önnur úthlutunarmál. Þessi hugmynd fékk sæmilegar móttökur fyrst í stað á okkar fundum en náði ekki fram að ganga vegna andstöðu. MARKAÐURINN á www.visir alla daga Rannsókn kemur ekki á óvart Þrír menn sprengdu sjálfa sig í loft upp í Casablanca í Marokkó þegar lögreglan lagði til atlögu við þá. Lögreglan skaut fjórða manninn áður en hann náði að sprengja sprengju sem hann var með á sér. Einn lögreglumað- ur lét lífið og eitt barn særðist. Talið er að mennirnir hafi ætlað að fremja hryðjuverk, ekki ósvipuð þeim sem framin voru í maí árið 2003 þegar fimm sprengjur sprungu samtímis í Casablanca með þeim afleiðing- um að 45 manns fórust. Þúsundir manna voru hand- teknar í kjölfar þeirra árása. Þrír sprengdu sig í loft upp Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur álitlegt að ráðuneyti stjórnarráðsins verði tíu í stað fjórtán nú. Hann ræddi fækkun ráðuneyta við aðra flokksformenn í vetur og kannaði grundvöll þess að í lög yrði sett opin heimild til sameiningar og fækkunar. „Þessi hugmynd fékk sæmilegar móttökur fyrst í stað á okkar fund- um en náði ekki fram að ganga vegna andstöðu,“ sagði Geir í fyrirspurnatíma á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins í gær. Hann sagðist ekki hafa viljað knýja málið fram í krafti þing- meirihluta stjórnarflokkanna enda málið ekki þess eðlis. Fjármálaráðherra var spurður út í gagnrýni á framkvæmd þjóð- lendulaga en ríkið hefur þótt ganga fram af of mikilli hörku í kröfu- gerðum sínum um þjóðlendur. Upp- lýsti Árni Mathiesen að eftirleiðis hefði ríkið aðgang að skjölum óbyggðanefndar um landamerki jarða og yrðu kröfur því byggðar á betri og fyllri gögnum en áður. Alvarlegum ágreiningsmálum ætti því að fækka. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra vildi engu svara efnislega um skýrslu nefndar um Reykjavíkurflugvöll sem Frétta- blaðið greindi frá í gær. Sagði hann störfum nefndarinnar ekki lokið og nokkra kosti til skoðunar. Engu að síður sagðist hann sannfærður um góð niðurstaða fengist í málið. Í fjarveru Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra kom það í hlut Geirs Haarde að svara hvort til greina kæmi að lögregla notaði hunda til að vinna gegn ofbeldi á götum Reykjavíkurborgar. Geir kvaðst engu geta svarað til um það, það væri í verkahring lögreglunn- ar sjálfrar að meta hvort hundar gætu nýst við löggæsluna, líkt og stundum sæist í kvikmyndum. Geir svaraði einnig fyrirspurn um hvort Sjálfstæðisflokkurinn myndi beita sér fyrir því að ein- hleypar konur fengju að gangast undir tæknifrjóvgun en þeim er það meinað, lögum samkvæmt. Var athygli vakin á þessari staðreynd í fréttum Stöðvar tvö í vikunni. Geir sagðist ekki vilja láta líta út eins og hann væri mikill sérfræðingur um málið en það hljómaði sem réttlætis- mál og yrði skoðað á þeirri for- sendu. Andstaða við tillögu um færri ráðuneyti Geir H. Haarde forsætisráðherra lagði til í vetur að svigrúm yrði skapað í lögum um sameiningu og fækkun ráðuneyta. Hugmyndin mætti andstöðu og gekk því ekki fram. Geir greindi frá þessu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Olíufélagið Esso og Bílanaust hafa sameinast og heita nú N1. Fyrirtækið er ekki lengur olíufélag heldur alhliða verslun- ar- og þjónustufyrirtæki, segir í fréttatilkynningu. Þjónusta N1 verður í boði á um 115 stöðum um land allt, og er það tíunda stærsta fyrir- tæki landsins með um sjö hundruð starfsmenn. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir nafnið hafa orðið fyrir valinu til að undirstrika þann metnað fyrirtækisins að vera í forystu hvað varðar góða þjónustu við bíleigendur. Esso verður N1 Ríkisstjórnin heldur naumlega velli samkvæmt könnun sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Ríkisútvarpið. Stjórnarflokkarnir fá 32 þing- menn en stjórnarandstaðan 31. Samfylkingin, Sjálfstæðisflokk- urinn og Íslandshreyfingin missa fylgi en Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn og Frjálslyndir bæta við sig. Í könnuninni er Sjálfstæðisflokkurinn með 37 prósenta fylgi, Vinstri græn fá 25 prósent, Samfylkingin 18 prósent, Framsókn tíu prósent, Frjálslynd- ir sex prósent og Íslandshreyf- ingin þrjú prósent. Baráttusam- tökin fá eitt prósent. Stjórnin heldur naumlega velli Nýfædd þriðja dóttir Vilhjálms Alexanders, krónprins Hollands, og argentínsk-ættaðrar eiginkonu hans, Maximu prins- essu, heitir Ariane Vilhelmína Maxima Ines. Þetta upplýsti prinsinn í gær er hann mætti til að skrá nafn dótturinnar í ráðhúsi Haag-borgar. Öllum hollenskum foreldrum er gert að skrá nafn barns síns með formlegum hætti í íbúaskrá sveitarfélagsins. En ólíkt óbreytt- um foreldrum í landinu var forsætisráðherrann Jan Peter Balkenende í fylgd með föðurnum stolta. Systur Ariane heita Amalía og Alexía. Ariane Vilhelm- ína Maxima Ines Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, keypti í gær allt hlutafé í Ári og degi, útgáfufélagi Blaðsins, en átti áður um helming hlutafjár. Rekstur blaðanna tveggja verður sameinaður undir Árvakri, en engar breytingar verða á ritstjórn Blaðsins. Tveir fyrrum eigenda Blaðsins ganga til liðs við Árvakur. Karl Garðarsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Árs og dags, verður nú útgáfustjóri prentmiðla Árvakurs, en Steinn Kári Ragnarsson verður enn sem fyrr auglýsingastjóri Blaðsins. Allt Blaðið var selt Árvakri

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.