Fréttablaðið - 14.04.2007, Síða 6

Fréttablaðið - 14.04.2007, Síða 6
 Samtök sem nefna sig Íslamskt ríki í Írak sögðust í gær bera ábyrgð á sprengjuárásinni á þinghúsið í Bagdad á fimmtudag- inn. Samtökin sögðu einn af „riddurum“ sínum hafa framið árásina. Í yfirlýsingu þeirra segir að þrír þingmenn hafi farist og nokkrir aðrir særst. Bandaríkjamenn héldu því hins vegar fram í gær að einn Íraki hefði látið lífið en 22 særst af völdum árásarinnar, sem framin var á kaffistofu þingsins. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í gær árásina. Á fimmtudaginn fordæmdi Öryggisráðið tvær sjálfs- morðsárásir í Algeirsborg á miðvikudag, sem kostuðu 33 manns lífið. Íslömsk samtök segjast ábyrg Gríðarleg mótmæli voru í gær í Vetlanda í Svíþjóð þar sem reiðir íbúar höfðu uppi háværar kröfur um að yfirmaður Félags- þjónustunnar segði af sér. Mótmælin komu í framhaldi af sjónvarpsþætti en í honum sagði frá tíu ára telpu sem strauk frá föður sínum eftir að hafa mátt þola misnotkun og ofbeldi af hendi hans í fimm ár. Ókunnugar konur komu stúlkunni til aðstoðar. Félagsþjón- ustan gerði hins vegar ekkert til að koma henni til aðstoðar þrátt fyrir að þekkja feril föðurins. Hann situr nú í fangelsi en stúlkan er á fósturheimili. Félagsþjónust- an gerði ekkert „Samfylkingin hefur þá staðföstu skoðun að það eigi að verða fyrsta verk nýrrar ríkisstjórn- ar að taka Ísland út af lista hinna vígfúsu þjóða,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, við dynjandi lófaklapp sam- flokksmanna sinna, er hún flutti stefnuræðu sína á landsfundi flokksins í gær. Hún lagði enn fremur ríka áherslu á að tími jafnaðarmanna væri kominn og hlúa þyrfti betur að velferðarkerfinu. „Við munum sjá til þess að á fyrstu tveimur árum í ríkisstjórn verði byggð 400 ný hjúkrunarrými fyrir aldraða og biðlistanum eytt. Ég hef sagt þetta áður, ég ítreka það í dag [...] Þekkið þið einhvern sem getur borið vitni um að velferðarþjónustan hafi batnað [í tíð núverandi ríkisstjórnar]? Svarið við þessari spurningu er einfalt og er hægt að setja fram í þremur orðum: biðlistar, biðlistar, biðlistar. Eftir hjúkrunarrýmum, eftir hjartaaðgerðum, eftir búsetu fyrir geðfatlaða, eftir greiningu á geðröskunum barna, eftir úrræð- um fyrir þau, eftir sérkennslu. Það skortir lausnir.“ Ingibjörg talaði enn fremur fyrir því að Samfylk- ingin myndi beita sér fyrir breytingum á lögum um eftirlaun þingmanna og ráðherra. „Ég var andsnúin þessu frá upphafi og ég mun beita mér fyrir því að hinum umdeildu lögum verði breytt og meira jafnræði komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings.“ Ingibjörg gagnrýndi ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins harðlega fyrir að vanrækja jafnréttismál og taka ekki á ofþenslu í hagkerfinu, sem hefði leitt til ofurvaxta á lánum sem legðust harðast á þá sem minnst mættu sín. Ingibjörg lagði áherslu á að þúsundir atkvæða mættu ekki detta niður dauð og öruggasta leiðin til þess að útiloka að svo myndi fara, væri að kjósa Samfylkinguna. Hún lagði áherslu á það að tími væri kominn til þess að Samfylkingin kæmist til valda til þess að efla jafnaðarsamfélagið, Íslendingum til heilla. „Afl Samfylkingarinnar mun því ráða úrslitum í kosningunum 12. maí. Þá verður kosið um framtíð- ina. Nú sem aldrei fyrr þarf hver einasti maður og hver einasta kona að ígrunda atkvæði sitt vandlega. [...] Við höfum þrjátíu daga til þess. Nýtum þá,“ sagði Ingibjörg Sólrún í blálokin á ræðu sinni, aftur, við dynjandi lófatak landsfundargesta. Ísland verði tekið af lista vígfúsra þjóða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lagði ríka áherslu á að velferðarsamfélagið þyrfti að endurreisa, eftir vanrækslu ríkisstjórnarinnar á undanförnum árum. Hún sagði afl Samfylkingarinnar ráða úrslitum í alþingiskosningunum í vor. Hefur þú fengið hraðasekt? Vilt þú flugvöll á Hólmsheiði? Sameiginlegt framboð Höfuðborgarsam- takanna og Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja hefur verið blásið af. Að sögn Arndísar Björnsdóttur, talsmanns Baráttusamtakanna, var samstarfi við Höfuðborgar- samtökin sjálfhætt þar sem kröfu þeirra um að Reykjavíkurflugvöllur hyrfi úr Vatnsmýrinni fyrir árslok 2011 hefði ekki verið haggað. „Samkvæmt samningi á völlurinn að vera til ársloka 2016. Í stað þess að berjast fyrir betri kjörum aldraðra og öryrkja áttum við því að berjast fyrir máli sem er ekki til umræðu,“ segir Arndís. Stjórnir Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja og Höfuðborgarsamtakanna tilkynntu um stofnun nýrra stjórnmálasamtaka, Baráttusamtakanna, fyrir réttum tveimur vikum. Þrátt fyrir samstarfsslitin er engan bilbug að finna á Arndísi Björnsdóttur, sem segir Baráttusamtökin halda sínu striki. Er hún á leið til Ísafjarðar til að vinna framboðinu fylgi. Örn Sigurðsson í Höfuðborgarsamtökunum vildi ekki tjá sig um samstarfsslitin þegar eftir því var leitað, sagði málið viðkvæmt en yfirlýsing um hlið samtakanna á því væri í smíðum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.