Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.04.2007, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 14.04.2007, Qupperneq 18
Samkvæmt nýrri könnun er vímuefnaneysla tíundu bekkinga í sögulegu lág- marki, sé litið til síðustu tíu ára. Sameiginleg við- vera foreldra og barna hefur höfuðáhrif á neyslu- venjur, ásamt hollu tóm- stundastarfi, segir dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir. Hún er í forsvari fyrir þessar rannsóknir, sem unnar eru af rannsóknamiðstöðinni Rannsóknum og greiningu í samstarfi við sveitarfélögin í landinu. Helmingi færri drekka áfengi nú í tíunda bekk en fyrir áratug. Sama á við um tóbaks- og hass- reykingar. Vímuefnaneysla í heild sinni sýnist á nokkuð stöðugri niðurleið ár frá ári, þótt örlítil aukning hafi mælst í fyrra. Sú aukning er nú að fullu gengin til baka. Um áttatíu prósent nemenda í elstu bekkjum grunnskóla á öllu landinu tóku þátt í könnuninni, sem var gerð í febrúar. Sambæri- leg könnun hefur verið gerð árlega síðan 1997 og því auðvelt að bera saman niðurstöður milli ára. Umrætt rannsóknastarf er unnið út frá „íslenska módelinu“, sem snýst um náið samstarf rann- sóknaraðila, þeirra sem koma að stefnumótun í málefnum ungs fólks og þeirra sem starfa með börnum og ungmennum. Nú er verið að vinna með þetta líkan í einum fimmtán Evrópuborgum næstu tvö árin. Niðurstöður rann- sóknarinnar verða kynntar í Ístanbúl í maí. „Við vitum auðvitað ekki hvort þetta gengur þarna úti, því hér heima eru aðrar aðstæður,“ segir Inga Dóra Sigfúsdóttir og nefnir smæð samfélagsins og menntunarstig þjóðarinnar sem dæmi. Inga Dóra er deildarforseti nýrrar Kennslufræða- og lýð- heilsudeildar Háskólans í Reykjavík, en Rannsókn og greining er rannsóknarmiðstöð innan deildarinnar. „Við höfum við lagt ríka áherslu á samstarf foreldra og skóla,“ segir Inga. „Við höfum séð að lengd þess tíma sem foreldrar eru með börnum sínum hefur mælanleg áhrif á líkurnar á því að börnin neyti vímuefna.“ Inga Dóra telur því auðsýnt að eitt grundvallaratriði forvarnar- starfs sé samvera barna og for- eldra, ásamt tómstundastarfi sem leggi áherslur á hefðbundin grunngildi. Fræðsla um skað- semi fíkniefna nægi ekki ein og sér til að hafa áhrif á lífsstíl. „Unglingar sem neyta vímu- efna gera sér oft grein fyrir skaðlegum áhrifum hegðunar sinnar. Það skiptir þá bara ekki höfuðmáli. Því þarf að reyna að hafa áhrif á hegðun þeirra. Byggja upp aðstæður til heil- brigðs lífernis.“ Aðspurð hvaða álit hún hafi á frægum forvarnarherferðum, til dæmis um Fíkniefnadjöfulinn, þar sem vímuefni voru sýnd sem djöfulleg og boðskapurinn á næsta trúarlegum nótum, segir Inga Dóra að slík bein skilaboð og áróður skili ekki árangri einn og sér í forvarnarstarfi. „Það er mun árangursríkara að skapa aðstæður til að hafa áhrif á breytni unglinganna og í anda þess hefur sífellt minni áhersla verið lögð á beina fræðslu og meiri þungi lagður í starf úti á vettvangi, með grasrótinni.“ „Við vinnum þessar rannsóknir í nánu samstarfi við fólkið sem mest umgengst krakkana. For- eldrar, kennarar, íþróttaþjálfar- ar og fleiri eru lykilfólk í lífi barna. Það er þetta fólk sem börnin leita til ef eitthvað bjátar á og þau vilja svör sem fyrst. Unglingar vilja ekki panta tíma í næstu viku til að ræða það sem þeim liggur á hjarta. Því er mikilvægt að þeir sem standa þeim næst hafi svör á reiðum höndum.“ Tónlistarkennarar og íþrótta- þjálfarar eru dæmi um starfs- stéttir sem skipta máli í lífi barna. Mikilvægt er að þeir miðli gildum sem stuðla að heilbrigðu lífi, segir Inga Dóra. „Það skiptir höfuðmáli að þjálfarar kenni börnum að þátttaka í íþróttum snúist ekki bara um sigur í leik heldur ekki síður hin hefðbundnu gildi. Til dæmis að leikurinn sé heiðarlega eða drengilega leik- inn. Bestu þjálfararnir eru þeir sem geta miðlað þessum gildum og það eru þeir sem við viljum að hjálpi til við að ala upp börnin okkar,“ segir Inga Dóra. Hún bætir við að þessi afstaða bygg- ist á þeirri reynslu sem rann- sóknamiðstöðin hafi viðað að sér úti á vettvangi síðustu tíu árin. Vímuefnaneysla unglinga ekki minni í tíu ár Við höfum séð að lengd þess tíma sem foreldrar eru með börnum sínum hefur mælanleg áhrif á líkurnar á því að börnin neyti vímuefna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.