Fréttablaðið - 14.04.2007, Page 37

Fréttablaðið - 14.04.2007, Page 37
Pétur Óli Pétursson hefur búið í Pétursborg í Rússlandi í tíu ár. Hann hefur leitt margan Íslendinginn um menningar- heima borgarinnar og segir sífellt fleiri landa sækja hana heim. Upphaflega flutti Pétur Óli Pét- ursson leiðsögumaður til Péturs- borgar í Rússlandi til að starfa fyrir vestrænt fyrirtæki. Honum líkaði dvölin vel og býr þar enn tíu árum síðar. „Ég byrjaði sem leiðsögumað- ur fyrir tilviljun stuttu eftir að ég flutti til borgarinnar. Í fyrstu voru þetta vinir og kunningjar sem komu, en síðan hefur þetta undið upp á sig og er mitt aðalstarf,“ segir Pétur. Hann tekur á móti fjölda hópa ár hvert sem bæði koma á eigin vegum og í gegnum skipulagðar ferðir. Til dæmis með Icelandair og Bændaferðum. „Þetta er mikið af kórum og öðru listelsku fólki sem hefur áhuga á menningunni. Hér er mikil hefð fyrir sígildri tónlist og mörg falleg óperu- og leikhús. Það er af miklu að taka,“ segir Pétur. Borgin er sú fjórða stærsta í Evrópu og er að sögn Péturs aðal- menningarborg Rússlands. Meðal þess sem Pétur býður upp á er saga borgarinnar og Rómanovætt- arinnar. Skoðunarferð að Vetrar- höllinni og Hermites-safninu frá tímum Katrínar miklu og ferð á fornar víkingaslóðir. Leiðsögnin er sniðin að óskum og dvalarlengd hópanna sem flest- ir koma á vorin eða haustin. „Þetta er kannski ekki borg- in fyrir fólk í verslunarferð eða þá sem vilja fara á strönd. Þess vegna er ágætt að koma meðan veðrið er milt því sumrin geta verið mjög heit og veturnir kald- ir,“ segir Pétur. Ferðaþjónustan er í miklum blóma í Rússlandi og Pétur segir borgina mjög örugga fyrir ferða- menn. „Ferðamenn þurfa að sjálf- sögðu að fara varlega eins og í öllum stórborgum, en við höfum aldrei lent í neinum óþægindum og hér eru Íslendingar alltaf mjög vel liðnir,“ segir Pétur. Áhugasamir geta haft samband við Pétur Óla Pétursson með tölvu- pósti. peturo@online.ru Menningin í Pétursborg Ferðafélag Íslands www.fi.is s. 568-2533 sferðir FÍ Jónsmessa og jóga á Hornströndum Sæludagar í Hlöðuvík Látrabjarg og Rauðisandur Kjalvegur hinn forni Með eilífðinni á Arnarvatnsheiði. Gönguferðir í Skotlandi Býð upp á 4 - 7 daga gönguferðir fyrir hressar konur á öllum aldri um hina frægu West Highland Way. Gengið er með fram hinu rómaða Loch Lomond vatni og upp í hálöndin. Tilvalin ferð fyrir vinkonur, mæðgur, vinnu og gönguhópa. Allar nánari upplýsingar eru að finna á vefsíðunni minni www.skotganga.co.uk og hjá Ingu fararstjóra í síma 897-8841. F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.