Fréttablaðið - 14.04.2007, Side 54

Fréttablaðið - 14.04.2007, Side 54
hús&heimili Ísraelski hönnuðurinn Ayala S. Serfaty (f. 1962) hefur öðlast heimsfrægð á síðastliðnum áratug með óviðjafnanlegri húsgagna- og listmunahönn- un, sem minnir oft á lífríki sjávar í öllum sínum margbreytileika. Serfaty hefur frá upphafi einsett sér að skapa þægilegt og afslappað umhverfi með hönnun sinni og oftar en ekki haft sjávarlífið að fyrirmynd til að ná settu marki. Tilgangurinn er að vekja með mönnum öryggiskennd í því áreiti sem einkennir líf nútímamannsins. Ímyndunarafl Serfaty virðast engin takmörk sett og sem dæmi má nefna skelja-, kuðungs- og krossfisklaga stóla og kolla, sem eru oftar en ekki hannaðir með fullkomin þægindi í fyrirrúmi. Þá eru óupptalin ljós og lampar Serfaty, sem frá stafar litrík birta og minna helst á sæfífla, kórala og marglyttur og aðrar litskrúðugar sjávarlífverur, sem er stundum engu líkara en svífi í lausu lofti. Meðfylgjandi mynd- ir sýna sjálfsagt best þau kynngimögnuðu áhrif sem hönnuður- inn framkallar með ljósum sínum, lömp- um og listaverkum. Þeir sem vilja kynna sér betur verk Serfaty er bent á að fara inn á heimasíð- una www.aquagall- ery.com. - rve Töfraveröld undirdjúpanna Hönnuðurinn Ayala S. Serfaty leitar fanga í lífríki sjávar í húsgagnahönnun sinni. Loftljós í Valencia. Horn, listaverk í New York. MYND/ALBI SERFATY Morning Glory, eða Morgundýrð. Morning Glory, eða Morgun- dýrð. MYND/ALBI SERFATY Ayala S. Serfaty finnst fátt eins skemmtilegt og að kafa og því kemur varla á óvart að hönnun hennar skuli endur- spegla lífríki sjávar. Einkaheimili í Tel Aviv. Heitir pottar Úrval aukahluta 14. APRÍL 2007 LAUGARDAGUR14

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.