Fréttablaðið - 14.04.2007, Page 83

Fréttablaðið - 14.04.2007, Page 83
OPNUNARTILBOÐ • Heppnir viðskiptavinir geta unnið 10.000 kr. vöruúttekt • 30% afsláttur af völdum vörum | Kringlunni og Smáralind | www.Warehouse.co.uk Hnitbjörg, hús, vinnustofa og fyrr- um heimili Einars Jónssonar mynd- höggvara á Skólavörðuholti, er merkileg bygging, hannað af lista- manninum sjálfum. Þangað leggja margir leið sína. Bæði garðurinn við húsið og allar innréttingar eru sérstakar. Áskell Másson tónskáld efnir á morgun til hljómleika í húsinu og sætir það nokkrum tíðindum. Hljóð- færaskipun þeirra verka sem Ás- kell hefur valið til flutningsins er óvenjuleg: harpa, flauta og slag- verk. Fimm verk verða þar flutt og kallar tónskáldið dagskrána Úr hul- iðsheimum. Verkin fjögur eru úr ýmsum áttum og frá ólíkum tímum í lífi tónskáldsins: Lament var samið eftir lestur sögunnar Itys úr grískri goðafræði. Sorgin flæðir úr brjósti móður sem misst hefur barn sitt. Það var samið fyrir Manuelu Wiesl- er á árinu 1978. Mirage var samið fyrir Elísabetu Waage hörpu- leikara á síðasta ári og flytur hún það á morgun. Um það segir tónskáldið: „Eins og úr undirdjúpum koma gárur sem mynda hillingar. Heim- ur hörpunnar er engum líkur og hefur heillað mig alla tíð.“ Verkið var samið fyrir Elísabetu Waage snemma á síðasta ári. Tvö lög eru á dagskránni, Canz- ona frá 1984 og Bercuse frá 1980. Fyrra lagið var samið í tilefni fæðingar dóttur tónskáldsins. Það síðara er vöggulag. Þessi lög hafa verið leikin á flest hljóðfæri, en harp- an ljáir þeim ein- stakan blæ, segir Áskell. Um fjórða verk- ið segir hann: „Á meðal ís- lenskra þjóðsagna má finna sögu sem ber heitið Íma álfastúlka. Hér stígur hún fram úr steininum. Verkið var samið fyrir japanska slagverksleikarann Madoku Ogasawara sem frumflutti það í Kaupmannahöfn í „Den sorte diamant“ þann 29. nóvember á síð- asta ári. Hljóðheimurinn er sér- stæðir litir málmhljóðfæranna og ber það nafn álfkonunnar, Íma. Síðasta verkið er melódía tekin úr fiðlukonsert Áskels sem frum- fluttur var í byrjun maí á síðasta ári af Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Sinfón- íuhljómsveit Íslands undir stjórn Rumons Gamba. Þetta verk, Cant- ilena, fyrir þau Martial Nardeau flautuleikara, Elísabetu og Frank Aarnik slagverksmeistara, var sér- staklega gert fyrir þessa tónleika. Tónleikarnir í Hnitbjörgum hefj- ast kl. 15. Tónleikar Áskels í Hnitbjörgum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.