Fréttablaðið - 14.04.2007, Síða 88

Fréttablaðið - 14.04.2007, Síða 88
 Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur stjórn knattspyrnudeildar FH ekki gert það upp við sig hvort hún hlíti úr- skurði samninga- og félagaskipta- nefndar KSÍ í „Róbertsmálinu“ svokallaða. Róbert Magnússon vann mál sitt gegn FH og er dóm- urinn bindandi. Samningur Róberts við FH árið 2003 er því í fullu gildi en á það vildi FH ekki sættast og greiddi leikmanninum ekki laun eftir að hann meiddist fyrir sumarið. Það ber því að gera samkvæmt dómn- um. FH-ingar hafa út árið til að gera upp við Róbert. Geri Hafn- firðingar það ekki kemur málið til kasta leyfiskerfis KSÍ. Þar stendur að félag skuli ekki vera í vanskilum um áramót. Að öðrum kosti fær það ekki þátttökuleyfi. Það er skýrt samkvæmt dómi nefndarinnar að samningurinn er í gildi og því virðist FH ekki geta annað en greitt fyrirliðanum fyrrverandi fyrir næstu áramót. FH fær ekki þátttökuleyfi sumar- ið 2008 nema það greiði Róberti Jens verður ekki með Fylki í sumar Arnar Darri Pétursson heitir efnilegur 15 ára markvörð- ur sem spilar með Stjörnunni. Hann er farinn utan til Reading á Englandi og í dag mun hann spila æfingaleik með U-16 ára liði Reading gegn Chelsea. Að sögn Ólafs Garðarsson- ar, umboðsmanns Arnars, verður Arnar Darri í kjölfarið við æfing- ar hjá félaginu út næstu viku. Farinn til Reading Njarðvík tekur á móti KR í þriðja leik lokaúrslita Ice- land Express-deildar karla í Ljónagryfjunni í Njarðvík í dag. Njarðvík vann fyrsta leikinn með 21 stigi á heimavelli en KR jafnaði einvígið með 6 stiga sigri í öðrum leiknum í DHL-Höllinni. Það má búast troðfullu húsi og ótrúlegu andrúmslofti alveg eins og í fyrstu tveimur leikjunum. Þá er einnig ljóst að menn þurfa að mæta snemma því það komast að færri en vilja í húsið sem tekur mun færri áhorfendur en DHL- Höllin, sem var full í síðasta leik. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, talaði um það eftir sigur KR í öðrum leiknum á fimmtudags- kvöldið að leikurinn í dag myndi skera úr um hvort liðið verður Ís- landsmeistari og ef sagan er skoð- uð þá styður hún það. Það lið sem hefur unnið þriðja leik úrslitaein- vígisins hefur verið Íslandsmeist- ari fimm síðustu ár og níu sinnum á síðustu tíu árum. Það er aðeins árið 2001 sem sker sig úr en Njarð- vík komst þá í 2-0 gegn Tindastól en mistókst að tryggja sér titil- inn á heimavelli í þriðja leiknum. Njarðvík vann hins vegar fjórða leikinn á Króknum og vann titil- inn. Síðasta liðið til þess að lenda 2-1 undir og vinna titilinn var lið Njarðvíkur árið 1994 en Grinda- vík komst þá í 2-1 í úrslitaeinvíg- inu. Njarðvík vann titilinn eftir eins stigs útisigur í oddaleik. Ætli KR-ingar að vinna þriðja leikinn þurfa þeir að finna leiðir til þess að binda enda á 29 leikja og sextán mánaða sigurgöngu Njarð- víkinga í Ljónagryjfunni. Njarð- víkingar hafa unnið alla heima- leiki sína síðan 4. desember 2005 en þá vann Grindavík þar sigur í framlengingu. Þetta er jafnframt eina tap Njarðvíkurliðsisn síðan að ÍR-ingar „stálu“ fyrsta leikn- um gegn þeim í átta liða úrslit- unum úrslitakeppninnar í mars 2005. Það er því ekki nóg með að Njarðvíkurliðið geti unnið sinn 30. leik í röð í dag heldur státar liðið af 97% sigurhlutfalli í húsinu und- anfarin tvö tímabil. KR-ingar þekkja það orðið eins og önnur lið að koma tómhentir heim úr Ljónagryfjunni en þeir hafa tapað níu leikjum í röð í hús- inu og unnu þar síðast 13. desem- ber 2002. Njarðvíkingar hafa ekki tapað á heimavelli í sextán mánuði og hafa nú unnið 29 leiki í röð í Ljónagryfjunni. Sagan segir að KR-ingar verða að vinna þar í dag því síðustu þrettán ár hefur ekkert lið komið til baka úr stöðunni 1-2. Guðmundur Stephen- sen varð í vikunni sænskur meist- ari í borðtennis með liði sínu Eslövs AI sem vann alla þrjá úr- slitaleikina gegn BTK Rekord. Guðmundur stóð sig frábærlega í úrslitaeinvíginu, vann alla sína sex leiki og enn fremur 18 af 19 hrinum. Þetta gerir 100 prósenta sigurhlutfall í leikjum og 95 pró- senta sigurhlutfall í hrinum. Guðmundur var líka með bestan árangur af öllum spilurum meist- araliðsins. Reynsluboltinn Matti- as Andersson vann alla fjóra leiki sína og 12 af 14 hrinum, Zhao Peng vann 4 af 6 leikjum sínum og 14 af 22 hrinum. Guðmundur vann 8 af 9 leikjum sínum í úrslitakeppninni og hækk- aði sigurhlutfall sitt um 16 prósent frá því í deildarkeppninni þar sem hann vann 16 af 22 leikjum. Það má því með sanni segja að strák- urinn hafi toppað á réttum tíma. Vann alla leiki sína Dalvíkingurinn Björgvin Björgvinsson og Akureyringur- inn Dagný Linda Kristjánsdótt- ir urðu í gær Íslandsmeistarara í stórsvigi á Skíðamóti Íslands í Hlíðarfjalli. Björgvin kom einni og hálfri sekúndu á undan gestakeppend- anum Andre Björk frá Svíþjóð og rúmum fjórum sekúndum á undan Þorsteini Ingasyni sem varð annar. Dagný Lind kom rétt tæpum fjórum sekúndum á undan Sal- ome Tómasdóttur í mark. Þá urðu þau Elsa Guðrún Jóns- dóttir frá Ólafsfirði og Sigurgeir Svavarsson frá Akureyri Íslands- meistarar í göngu með frjálsri að- ferð. Björgvin og Dagný unnu Jose Mourinho, stjóri Chelsea og markvörður liðsins, Tékkinn Peter Cech, fengu verð- laun ensku úrvalsdeildarinnar fyrir marsmánuð. Þetta er í fyrsta sinn síðan í janúar 2005 sem Mourinho er kosinn stjóri mánaðarins þrátt fyrir að hafa í millitíðinni gert Chelsea tvisvar að enskum meist- urum. Peter Cech hefur ekki áður verið valinn besti leikmaður mán- aðarins og hann er fyrsti mark- vörðurinn sem er kosinn síðan að Tim Flowers vann verðlaunin fyrir september 2000. Chelsea vann alla fjóra leiki sína í mars og Cech fékk ekki á sig eitt einasta mark. Chelsea vann tvöfalt í mars Íslands og bikarmeistar- ar Vals hafa unnið stórsigra á KR (4-1) og Breiðabliki (5-0) í síðustu tveimur leikjum sínum í Lengju- bikar kvenna í fótbolta. Valslið- ið hefur unnið alla fjóra leiki sína með markatölunni 21-3. Rakel Logadóttir skoraði tvö mörk gegn Blikum og þær Mar- grét Lára Viðarsdóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir skoruðu eitt. Margrét Lára skoraði þrennu gegn KR og er búin að skora 9 mörk í þessum 4 leikjum. Stórir sigrar hjá Valsstúlkum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.