Fréttablaðið - 14.04.2007, Side 94

Fréttablaðið - 14.04.2007, Side 94
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Guðmundur Erlingsson Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins stendur yfir í Laugardalshöll þessa helgina. Og eins og lesend- ur Fréttablaðsins hafa séð er ekk- ert til sparað við umgjörð hans enda um að ræða einn stærsta fund ársins. Geir H. Haarde flutti á fimmtudaginn ræðu sína til flokkssystkina sinna og var eftir því tekið hversu glæsileg innkom- an var hjá frambjóðendum flokks- ins fyrir alþingiskosningarnar í maí. Og þá ekki síður hversu allt virtist vera vel skipulagt, ein- hvern veginn allt á sínum stað. Þetta er engin tilviljun því skipuleggjendur landsfundar- ins fengu félaga sinn, leikstjór- ann Þorleif Arnarsson, sem er við nám í Berlín, til liðs við sig og báðu hann um góð ráð fyrir setn- ingaratriðið. Þorleifur tekur skýrt fram að hann hafi ekkert með eig- inlega skipulagningu fundarins að gera. „Enda eru það mér eldri og reyndari menn sem hafa séð um þá hlið málsins,“ útskýrir hann. Hann viðurkenndi þó að hann hefði komið að uppsetningu sviðs- ins. „Því það skiptir máli hvar hlutirnir og ræðumenn eru stað- settir. Þetta er alls ekki svo ólíkt leikhúsinu þar sem sviðsmunir og leikarar þurfa að vera á rétt- um stað,“ útskýrir hann og bætir að mesta framlagið hafi verið sön- gatriðin sem hljómuðu við upphaf fundarins. „Leikhús gengur á hug- hrifum. Það var til að mynda góð stemning fyrir því að láta fram- bjóðendur koma saman uppi á sviði og láta það marka upphaf kosningabaráttunnar og ná um leið fram einhverjum hughrifum. Við leikgerðum í raun þessa inn- komu með góðum og gildum leik- húsaðferðum,“ útskýrir Þorleifur. Þorleifur segist aðeins hafa kynnt sér landsfundi bandarísku flokkanna tveggja, repúblík- ana og demókrata, fyrir fundinn. Þeir eru frægir fyrir hvers kyns sýndarmennsku enda segir leik- stjórinn þá fundi meira í ætt við afþreyingu heldur en pólítík þar sem hugmyndin sé að selja ein- hverja pakka-ímynd. Og slíkt á ekki upp á pallborðið hjá Þor- leifi. „Íslendingar krefjast þess sem betur fer enn að það sé inni- hald og tenging á þessum fundum. Og vilja ekki sjá hvítar dúfur og sprengingar. Okkur langar ekkert í slíkt og getum í raun ekki leyft okkur slíka hluti,“ segir Þorleifur. Hann segist hafa það á tilfinning- unni að stjórnmálaflokkar séu í sí- fellt meira mæli farnir að nýta sér hæfni og krafta fagfólks í hinum listræna geira. „Þú færð ljósa- meistara til að stjórna ljósunum, skáld til að skrifa ræðu. Af hverju ekki leikstjóra til aðstoða við svið- setningu?“ „Þetta var ein skemmtilegasta áheyrnarprufa sem ég hef verið með,“ segir Alexía Björg Jó- hannesdóttir hjá Reykjavík Casting en hún sá um að prófa leikkonur fyrir finnsk/íslensku hryllingsmyndina Dark Floors: Lordi Mot- ion Picture. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrir skömmu verður íslensk leikkona í að- alhlutverkinu en meðfram- leiðendur myndarinnar eru þeir Júlíus Kemp og Ingv- ar Þórðarson hjá Kvik- myndafélagi Íslands. „Þær komu hingað og öskruðu úr sér lung- un og samstarfsfólk mitt hélt að ég væri hreinlega að reyna að drepa þær,“ bætir hún við. Alexía vildi ekki gefa upp hversu margar leikkonur kæmu til greina fyrir hlut- verkið en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hlutu níu leikkonur náð fyrir augum Al- exíu en sex þeirra koma hvað sterk- ast til greina. Meðal þeirra eru þær Laufey Elías- dóttir sem sló í gegn í Blóðböndum, Ingibjörg Stefánsdóttir, Birna Hafstein og Haldóra Malin auk Caroline Dalton. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er þó helst veðjað á að Brynhildur Guðjónsdótt- ir hreppi hnossið en hún þótti fara á kostum í prufunum. Þá er myndin leikin á ensku en Bryn- hildur lærði sín fræði í Bretlandi og þykir mikil tungumálamanneskja. Dark Floors verður mikil auglýsing fyrir þá leikkonu sem verður valin en hún verður fyrst kynnt á Cannes-kvikmyndahátíðinni í maí. Þá verður hún markaðssett eins og háttur hefur verið á með Hollywood-kvikmyndir en sam- kvæmt kvikmyndavefnum imdb.com er ráðgert að hún verði jólamyndin í Finnlandi. Tökur fara fram í heimabæ finnsku skrímslasveitarinnar, Oulu. Íbúar bæjarins bíða spenntir eftir að fá þessa bestu syni bæjarins í heimsókn til sín og ætla að stjana við aðkomumennina. Brynhildur líklega í Lordi-myndinni Bók Völundar Snæs Völundarsonar, Delicious Iceland, hlaut nýverið hinn virtu The Gourmet Cookbook Awards sem veitt eru í Kína. Verð- launin þykja með þeim stærstu í matarbókar- heiminum. Hlaut hinn virti kokkur Jamie Oli- ver þau fyrir nokkrum árum auk þess sem einkakokkur sjónvarpsdrottn- ingarinnar Opruh Winfrey var sæmdur sömu nafn- bót. Verið er að þýða verðlaunabókina yfir á íslensku og kemur hún því Ís- lendingum fyrir sjónir í fyrsta sinn innan tíðar. Völli, eins og kokkurinn er jafnan kallaður, er auk þess að opna glænýjan veitinga- stað á Bahamaeyjum en hann hefur notið dyggrar aðstoðar konu sinn- ar, leikkonunnar góðkunnu Þóru Sigurðardóttur, við að hanna hann að innan. Og Völli hefur í hyggju að koma tveimur veitingastöðum til viðbótar á legg. Þau hjónin eru stórhuga og ekki verður séð að þau séu væntanleg til Íslands í nán- ustu framtíð. Enda eru æv- intýrin rétt handan við hornið hjá þeim skötu- hjúum. „O.J. Simpson er góð- kunningi minn en hann dvelst mikið á eyjunni. Hann er orðinn nokkuð gamall og lúinn verður að segjast, en hann er fínn kall,“ segir Völli í forvitnilegu viðtali við Fréttablaðið á morgun. Í viðtalinu kemur auk þess fram að Völli hefur eldað fyrir Orlando Bloom, sem er hvað kunnastur fyrir leik sinn úr Pirates of the Caribbean og Hringadrótt- inssögu, og þáverandi unnustu hans Kate Bos- worth. Leikarar úr sjóræningjamyndinni voru reglu- lega í mat á veitingastað Völla meðan á tökunum stóð. Þá eru stórstjörnur á borð við Geoffrey Rush og Gene Hackmann reglulegir gestir hjá veitingastað Völla í Karíbahaf- inu. Eldar fyrir O.J. Simpson og Orlando Bloom

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.