Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 12
Talsverðar skemmdir urðu á sorp- brennslustöð Húsvíkinga þegar eldur kom þar upp á þriðjudagskvöld. Svo virðist sem kvikn- að hafi í út frá fitu sem lak frá brennsluofni þegar verið var að brenna sorp. Jón Ásberg Salómonsson, slökkviliðsstjóri á Húsavík, segir að greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn. „Það var ekki mikill eldur í húsinu en það var þéttur og mikill reykur þar inni,“ segir Jón. Tólf slökkviliðsmenn unnu við að ráða niðurlögum eldsins. Sorpbrennslustöðin tók til starfa fyrir um ári síðan svo þar er allur búnaður nýr og í góðu lagi. Stefán Sigtryggsson sorpbrennslu- stjóri segir að ekki hafi hvarflað að starfs- mönnum stöðvarinnar að kviknað gæti í með þessum hætti. „Það hefur eitthvað gefið sig svo fitan lekur niður á gólf, annaðhvort hefur síðan komist neisti í hana eða þá að hún hefur hitnað svo mikið að hún fer að brenna,“ segir Stefán. Talsverðar skemmdir urðu á búnaði sorp- brennslunnar og Stefán á ekki von á að þar verði brennt sorp á næstu dögum. „Það virðist sem allar rafmagnslagnir í þessu rými séu ónýtar og eitthvað hefur skemmst af öðrum búnaði þótt ekki sé búið að kanna það til hlítar. Ég vona að starfsemi geti hafist á ný eftir hálfan mánuð,“ segir Stefán. Litlar skemmdir urðu á húsinu sjálfu. Kviknaði í fitu sem lak frá brennsluofni Rúmlega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir að smygla fíkniefnum inn á Litla- Hraun, svo og peningaþvætti á þeim tíma sem hann starfaði sem fangavörður þar. Mikael Már Páls- son, refsifangi á Litla-Hrauni, hefur einnig verið ákærður í sama máli fyrir skipulagningu fíkni- efnasmyglsins. Fangaverðinum fyrrverandi er gefið að sök að hafa í ágúst á síð- asta ári misnotað stöðu sína og smyglað 33,66 grömmum af amf- etamíni og 241,15 grömmum af kannabis inn í fangelsið. Fíkniefnin fékk hann afhent daginn áður hjá ónafngreindum manni í Reykja- vík. Þau ætlaði fangavörðurinn að skilja eftir í fangaklefa Mikaels Más, en áður en til þess kom fram- vísaði hann efnunum við yfirmann sinn. Þá er sami maður ákærður fyrir peningaþvætti í opinberu starfi með því að hafa tveim dögum fyrir smygltilraunina tekið á móti umslagi frá Mikael Má sem inni- hélt hundrað þúsund krónur í reiðufé. Var fangaverðinum ljóst að um var að ræða söluandvirði fíkniefna, að því er segir í ákærunni. Hann smyglaði pening- unum út úr fangelsinu og afhenti þá tilteknum manni. Mikael Már er ákærður fyrir skipulagningu smyglsins eins og áður sagði. Hafi hann fengið fangavörðinn til að notfæra sér stöðu sína til að smygla efnunum inn í fangelsið í þeim tilgangi að Mikael Már gæti tekið við þeim og afhent þau eða selt þar. Mikael Már afplánar nú fjögurra ára fangelsisdóm á Litla-Hrauni. Þann dóm hlaut hann fyrir stór- felld fíkniefnabrot og fleiri afbrot. Hann hafði gert út þrjá menn um tvítugt til að kaupa fíkniefni í Amsterdam í Hollandi. Við komuna til landsins voru þeir stöðvaðir og reyndust vera með tæplega hálft kíló af mjög sterku kókaíni, auk minna magns af marijúana. Skömmu síðar fór Mikael Már sjálfur til fíkniefnakaupa. Við heimkomu frá Frakklandi var hann stöðvaður og reyndist þá hafa falið rúm 3,7 kíló af nær hreinu amfetamíni í duftformi í baki ferðatösku sinnar. Fyrrverandi fangavörður ákærður Fyrrverandi fangavörður á Litla-Hrauni hefur verið ákærður fyrir að smygla fíkniefnum inn í fangelsið, á þeim tíma sem hann starfaði þar, og peningaþvætti. „Skýrt er kveðið á um það í lögum að ekki er hægt að eiga viðskipti við börn sem kalla á að þau skuldsetji sig. Þess vegna bjóða bankarnir börnum bara upp á síhringikortin til að það sé alltaf tryggt að það sé til innistæða fyrir því sem þau eiga í viðskiptum með,“ segir Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður barna. Ef kortin hringja ekki er skýrt samkvæmt lögum hver ber ábyrgðina á því. „Banki, verslun eða vídeóleiga getur ekki átt í við- skiptum við börn ef þeim viðskipt- um fylgir skuldsetning. Ég held að bankarnir hljóti að bera ábyrgð á því að síhringikortin virki sem slík. Auðvitað geta alltaf orðið slys en þá er það eitthvað sem bankarnir verða að reikna með í sínum rekstri, tel ég, út frá þessu laga-ákvæði. Og „FIT“-kostnaður- inn þess heldur.“ Fréttablaðið greindi nýlega frá því að Neytendasamtökin fengju stundum fyrirspurnir vegna síhringikorta barna þar sem börn hefðu farið yfir á reikningum sínum þar sem kortin virtust ekki hringja inn. „Bankarnir mega ekki setja í hendurnar á börnum annars konar kort en kort sem bjóða upp á staðgreiðsluviðskipti.“ Ábyrgðin bankanna Í síðustu viku undirrituðu í New York þeir Hjálmar W. Hannesson, sendi- herra Íslands, og Collin Beck, sendiherra Salómonseyja, samning um að stofna formlegt stjórnmálasam- band milli landanna. Í framhaldi af því sá stjórn Salómonseyja sig knúna til að gefa út yfirlýs- ingu um að þetta nýstofnaða samband tengdist ekkert hvalveiðum. Eini tilgangur- inn væri að styrkja tengsl við Ísland með samvinnu á sviði fiskveiða og orkumála í huga. Frá þessu er skýrt á vefsíðu útvarpsins á Nýja-Sjálandi. Tengist ekkert hvalveiðum Bakkavör Group skilaði 1,2 milljarða króna hagnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs. Afkoman á fjórðungnum er í takt við spár grein- ingardeilda bankanna. Velta Bakkavarar nam 45,1 milljarði króna á tímabilinu og var rekstrarhagnaður fyrir skatta og gjöld 4,5 milljarðar króna. Það jafngildir 28 prósenta aukningu frá síðasta ári. Ágústi Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir í fréttatilkynningu að fjórðungurinn lofi góðu. Búist sé við að markaður með ferskar matvörur vaxi um allt að 30 prósent í Kína og Evrópu á næstu fjórum árum. TÖLUM SAMAN Kosningarnar snúast um þitt val. Við viljum heyra þín sjónarmið og kynna okkar áherslur. Fáðu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í heimsókn á þinn vinnustað. Hafðu samband í síma 515 1777 eða á xd@xd.is Einnig er hægt að senda inn spurningu til Geirs og Þorgerðar á www.xd.is Nýir tímar - á traustum grunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.