Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 52
BLS. 12 | sirkus | 27. APRÍL 2007 TÍU MANNA HÓPUR BERST UM AÐ VINNA HUG OG HJARTA AUDDA, SVEPPA OG PÉTURS LEITIN AÐ STRÁKUNUM Í kvöld hefjast tíu manna úrslit í þættinum Leitin að Strákunum á Stöð 2 þar sem átta karlmenn og tvær konur berjast um að vinna hylli þeirra Auðuns Blöndal, Sveppa og Péturs Jóhanns. Þremenn- ingarnir munu senda einn keppanda heim í hverjum þætti og mun sigurvegarinn fá eigin sjónvarps- þátt á Sirkus-sjónvarpsstöðinni. Keppendurnir eru kynntir hér fyrir neðan. Nafn? Eiríkur Rósberg Eiríksson. Gælunafn? Eiki, Eikenhauzer. Aldur? 28 ára. Mesta prakkarastrikið? Stal dagblöðum úr póstkössum í blokkum þar sem ég bjó á Akureyri, gekk með þau í hús og seldi svo ég gæti keypt mér He-Man kalla, sagði mömmu að ég hefði selt myndir sem ég teiknaði. Hvers vegna ertu næsta sjónvarpsstjarna Íslands? Ég hef húmorinn, einlægnina og hug- myndaflugið. Mesti hæfileikinn? Eldgleypingar og er snilldar- kokkur. Ég get alltaf fengið fók til að brosa. Mesti veikleikinn? Haha, held að það sé söngur. Ég er enginn söngvari í mér. Nafn? Friðjón Valtýr Sigurðsson. Gælunafn? Fribbi. Aldur? 30 ára. Heimahagar? Bý hjá foreldrum. Fyrri afrek? Leitin að strákunum. Hvers vegna ertu næsta sjónvarpsstjarna Íslands? Tek þátt í leitinni. Mesti hæfileikinn Fær í engu. Mesti veikleikinn? Feiminn og á erfitt með að koma orðunum rétt út úr mér. Nafn? Þorsteinn Þór Tryggvason. Gælunafn? Þorri. Aldur? Tvítugur. Heimahagar? Höfuðborg norðursins. Mesta prakkarastrikið? 1. apríl-gabbið í ár. Fyrirgefið, mamma og pabbi! Takk fyrir hjálpina, Silfá mín! Hvers vegna ertu næsta sjónvarpsstjarna Íslands? Því ég hef allt sem þarf til þess. Mesti hæfileikinn? Allt varðandi íþróttir og bara flestallar tómstundir. Ég er sjálfsöruggur og fyndinn. Mesti veikleikinn? Ég er skapstór og ræð stundum ekkert við mig. Nafn? Hallur Örn Guðjónsson. Gælunafn? Ég kýs Wolverine af því að ég er Wolverine-aðdáandi. Aldur? 23 ára, ég á afmæli 11. maí. Heimahagar? Akureyri. Mesta prakkarastrikið? Ég reyni að láta foreldra mína skammast sín sem mest þegar ég er með þeim. Ég lét mig einu sinni detta í gólfið í Hagkaup- um með mömmu og kallaði á hana af hverju hún hefði hrint mér. Hvers vegna ertu næsta sjónvarpsstjarna Íslands? Ég kem til dyranna eins og ég er klæddur. Mesti hæfileikinn? Koma fólki til að hlæja kannski. Mesti veikleikinn? Standast freistingar, aðallega matarkyns eða tæki. Nafn? Jón Haukdal Þorgeirsson. Gælunafn? Bangsi. Aldur? 28 ára. Heimahagar? Reykjavík, fæddur á Sauðárkróki. Mesta prakkarastrikið? Að kíkja á konu í sturtu þegar ég var 9 ára. Hvers vegna ertu næsta sjónvarpsstjarna Íslands? Hugmyndir á hugmyndir ofan. Mesti hæfileikinn? Raddir og spuni. Mesti veikleikinn? Matur. Nafn? Viktor Bjarnason. Gælunafn? Bara Viktor, stundum Viktor Svíi. Aldur? 18 ára. Heimahagar? Svíþjóð til 8 ára aldurs og svo restin af árum mínum í Breiðholti. Mesta prakkarastrikið? Þegar ég og Keli vinur minn vorum heima hjá mér og settum bolta fyrir neðan svalirnar hjá mér og báðum fólk að koma og kasta boltanum upp til okkar. Þegar það beygði sig eftir boltanum helltum við fötu af vatni á það. Þetta er eitt það besta prakkarastrik sem ég hef gert. Hvers vegna ertu næsta sjónvarpsstjarna Íslands? Því ég hef gaman af því að vinna í kringum sjónvarpið, taka upp og fíflast. Mesti hæfileikinn? Ekki feiminn …! Mesti veikleikinn? Málfærni mín, á erfitt með að segja frá og slíkt. Nafn? Þórdís Magnúsdóttir. Gælunafn? Dísin. Aldur? 21 árs. Heimahagar? Bý hjá foreldrum. Mesta prakkarastrikið? Setti þvottaefni í bullköku sem ég bakaði þegar ég var krakki og plataði frænku mína til að borða hana. Dáltið kvikindislegt, enda var maður vel skammaður. Hvers vegna ertu næsta sjónvarpsstjarna Íslands? Tja … er það ekki augljóst? Mesti hæfileikinn? Hjá mér? Kann að segja „ha“ mjög vel, heyri nefnilega mjög oft vitlaust. Mesti veikleikinn? Heyrnin. Nafn? Ragnar Erling Hermannsson. Gælunafn? Raggi Turner. Aldur? 22 ára. Heimahagar? Hvolsvöllur. Mesta prakkarastrikið? Ég og Davíð að gera vini okkar geðveika á okkur með látum á ólíklegustu stöðum. Hvers vegna ertu næsta sjónvarpstjarna Íslands? Því ég er hress og get skemmt fólki fram í fingurgóma. Mesti hæfileikinn? Mannleg samskipti og leikhæfileikar. Mesti veikleikinn? Matur og umburðarlyndi gagnvart leiðinlegu fólki. Nafn? Sara Hrund Gunnlaugsdóttir. Kennitala? 210681-4939. Heimilisfang? Leiðhamrar í Grafarvogi. Manneskjan næst þér? Aðallega Berglind vinkona mín. Vildi nú samt heldur að það væri karlmaður en það er hans vandamál. Gælunafn? Neeeii, jú kannski Litla þ. Aldur? 25 ára. Heimahagar? Ef ég mætti ráða þá væru mínir heimahagar hagarnir við eyðibýli rétt hjá Djúpavík á Ströndum, en ég efast stórlega um að einhver aumingja vesalings maður myndi vilja flytja með mér þangað. Mesta prakkarastrikið? Að halda kjafti þangað til ég varð 4 ára, og látið ömmu ásamt fleirum halda að ég væri þroskaheft, sem varð til þess að ég var send oftar en einu sinni í greiningu. Það sem þau vissu ekki var að þetta var allt meðvituð ákvörðun hjá mér. Hvers vegna ertu næsta sjónvarpsstjarna Íslands? Að því að ég er sæt með stór brjóst. Mesti hæfileikinn? Var ég búin að nefna stóru brjóstin? Það þarf ákveðna hæfileika til þess að halda þeim uppi. Mesti veikleikinn? Ég er snillingur í að eyðileggja sögur. Passa mig alltaf á því að segja fyrst frá endinum og hlæja svo mikið sjálf að enginn annar nær brandaranum, og svo loks þegar ég er búin að klára söguna þá er grafarþögn. Nafn? Jóhann Sævar Eggertsson. Gælunafn? Jói. Aldur? 20 ára. Heimahagar? Ég þekki ekki þetta orð. Mesta prakkarastrikið? Þau eru svo mörg. Einu sinni teipaði ég plastpoka fyrir púströrið á bíl frænda míns. Það uppátæki endaði með skarkölum. Hvers vegna ertu næsta sjónvarpsstjarna Íslands? Ég geri verkefnin og dómararnir dæma, ég geri mitt besta og er ég sjálfur. Ég hef gígantískan áhuga á þessu og það er það sem hjálpar mér mikið í gegnum þetta. Mesti hæfileikinn? Ég býst við að það sé að gera öðrum til geðs, annars er erfitt að svara því einn, tveir og tíu. Mesti veikleikinn? Ég á mjög erfitt með að vera vondur við aðra þannig að ég á erfitt með að svara gegn öðrum. Ég hef verið fremur feiminn við að segja mína skoðun en það hefur þrælbatnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.