Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 36
BLS. 4 | sirkus | 27. APRÍL 2007
É g svara ekki þessari spurningu. Það er minn réttur,“ segir flugdrottningin Þóra Guð-
mundsdóttir, oft kennd við Atlanta, í
samtali við Sirkus hver sé ástæðan
fyrir því að hún sé að selja rúmlega
560 fermetra glæsivillu sína í
Asparhvarfi í Kópavogi aðeins rétt
rúmum fjórum mánuðum eftir að
hún keypti húsið af Einari Páli
Tamimi, lögfræðingi hjá Glitni.
Glæsivillan er tilbúin að utan en
fokheld að innan og fylgja teikningar
að skipulagi innanhúss eftir Rut
Káradóttur innanhússarkitekt. Á efri
hæð hússins eru til að mynda 100
fermetra svalir. Þóra vill fá 125
milljónir fyrir villuna sem
stendur á frábærum
útsýnisstað efst í Kópavog-
inum, rétt við Elliðavatn.
Lóðin er gríðarstór, tæpir
2.000 fermetrar, og var í
fyrstu gert ráð fyrir
hesthúsi innan lóðamark-
anna.
Að sögn fasteignasala
sem Sirkus ræddi við
getur orðið erfitt fyrir
Þóru að selja húsið.
Ekki sé stór markaður
kaupenda að húsum sem kosta meira
en hundrað milljónir auk þess sem
staðsetningin hjálpi ekki til.
Þóra býr nú í rúmlega 250
fermetra einbýlishúsi í Leirutanga í
Mosfellsbæ ásamt dóttur sinni en
það hús byggði hún ásamt
fyrrverandi eiginmanni sínum og
viðskiptafélaga, Arngrími Jóhanns-
syni. Þau seldu flugfélagið Atlanta til
Magnúsar Þorsteinssonar fyrir um
þremur árum og hefur Þóra verið
talin með auðugustu konum
landsins. oskar@frettabladid.is
VILL FÁ 125 MILLJÓNIR FYRIR
550 FERMETRA GLÆSIVILLU
LÁTLAUST Þóra býr nú í einbýlishúsi í Leirutanga í Mosfellsbæ. SIRKUSMYND/VILHELM
STÓRGLÆSI-
LEGT Hús Þóru
í Asparhvarf-
inu er risastórt
og afar
huggulegt.
VILL EKKI SVARA
Þóra Guðmunds-
dóttir vill ekki gefa
upp ástæður þess
að hún kýs að
selja glæsivillu
sína við
Asparhvarf.
ATHAFNAKONAN ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR SELUR FOKHELT HÚS SITT Í KÓPAVOGI
SIR
K
USM
YN
D
/VILH
ELM
É g held að ég hafi nú bara aldrei verið þyngri,“ segir Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra
hlæjandi við Sirkus. Hann hafði
mælst 105 kíló á vigt í Forvarnahús-
inu þar sem blásið var til blaða-
mannafundar á mánudaginn í tilefni
af því að alþjóðleg öryggisvika
Sameinuðu þjóðanna hófst sama
dag. „Annars kann ég nú betur við
baðvigtina heima. Hún sýnir 102,5
kíló og er eflaust mun áreiðanlegri,“
segir Sturla.
Þrátt fyrir annir í kosningabarátt-
unni segist Sturla bæta á sig kílóum
meðan á slagnum stendur. „Ég hef
tilhneigingu til að borða mikið í
kosningabaráttunni, mikið af tertum,
og hef lítinn tíma til að hreyfa mig,“
segir Sturla og bætir við að hann fari
ekki oft yfir hundrað kílóin.
„Ég er alveg í toppformi. Ég byrjaði
ungur að vinna erfiðisvinnu og fékk
þá vöðva fyrir lífstíð,“ segir Sturla.
Spurður um hreyfingu segist hann
labba og synda reglulega.
En hvenær var hann í sínu besta
formi? „Það hlýtur að hafa verið á því
herrans ári 1978. Þá var ég búinn að
vera bæjarstjóri í Stykkishólmi í
fjögur ár og var 78 kíló. Síðan eru
liðin mörg ár og þó nokkur kíló,“ segir
Sturla og hlær.
Sturla hefur aldrei verið þyngri
ÞYNGIST Í KOSNINGABARÁTTUNNI
Sturla Böðvarsson vegur nú 105 kíló og
segist aldrei hafa verið þyngri.
Kosningabaráttan tekur sinn toll enda
úðar hann í sig tertum hvar sem hann
kemur að eigin sögn. SIRKUSMYND/VILHELM
Heyrst hefur
Fyrirsæta á nýjum bíl
Eftir því hefur verið tekið að Björn
Sveinbjörnsson, fyrrverandi fyrirsæta
og sambýlismaður Svövu Johansen,
einatt kennd við 17, er kominn á nýjan
bíl. Sá er ekki af verri gerðinni því um er
að ræða kolsvartan
Mercedez Benz-jeppa
af gerðinni GL 500.
Þessi bíll kostar á bilinu
11 til 14 milljónir frá
Öskju, sem er með
umboð fyrir Benz á
Íslandi. Meðal annarra
sem hafa keypt sér
þennan glæsilega
lúxusjeppa frá Benz eru
flugkóngurinn og
stjórnarformaður RÚV
ohf., Ómar Bene-
diktsson og Frakkinn Olivier Bremond,
sem rekur verslunina Kisu ásamt
eiginkonu sinni, Þórunni Eddu Anspach.
Rappari til Kaupþings
Tónlistarmaðurinn knái
Sölvi Blöndal, sem
eitt sinn var forsprakki
rappsveitarinnar
vinsælu Quarashi, mun
vinna í greiningardeild-
inni hjá Kaupþingi í
sumar. Sölvi, sem var
aðalsprautan í útgáfu
plötunnar Goldmine með
Silviu Nótt, leggur nú
stund á nám í hagfræði
við Háskóla Íslands og fær því fína
reynslu hjá bankanum í sumar.
Engir peningar enn
Tónlistar-
maðurinn
Máni
Svavarsson
þvertekur
fyrir það að
hann sé
orðinn
moldríkur á
góðu gengi
tónlistarinnar
úr Latabæ
sem farið hefur sigurför um heiminn og
meðal annars unnið hin virtu bresku
BAFTA-verðlaun. Máni keypti sér nýlega
einbýlishús í Garðabænum og fóru sögur
á kreik um að þar væri Latabæjargróðinn
kominn. Máni segist hins vegar ekki hafa
séð mikið af peningum. „Þetta tekur
mikið lengri tíma. Ég neita því hins vegar
ekki að það væri gaman að græða á
þessu eftir fjögurra ára streð í stúdíói á
litlum launum,“ segir Máni.
Bond-bíllinn safnar ryki
Illa gengur að selja Bond-bílinn Aston
Martin Db9, sem notaður var í nýjustu
James Bond-myndinni Casino Royale.
Bíllinn hefur staðið óhreyfður á bílasölu
frá því fyrir jól og þrátt fyrir að margir
áhugasamir milljónamæringar hafi komið
og skoðað hann hefur enginn ekið á
brott á honum. Bíllinn, sem kostar 25
milljónir, stendur því óhreyfður og safnar
ryki. Bundnar eru þó vonir við að bíllinn
seljist þegar dag tekur að lengja og
sumarið nálgast.