Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 69
Nóbelsverðlaunahafinn umdeildi
Elfriede Jelinek hefur tekið nú-
tímatækni í sína þjónustu. Hún
birtir nýjustu skáldsögu sína,
Öfund, alfarið á netinu en á heima-
síðu hennar má þegar lesa fyrstu
tvo kaflana, alls rúmlega hundrað
síður, á því formi sem útlit heima-
síðunnar býður upp á.
Öfund ber undirtitilinn „einka-
skáldsaga“ sem er skemmtilegur
orðaleikur, höfundurinn ætlar ekki
að gefa textann út á bók en býður
lesendum sínum að hlaða honum
niður eða prenta hann út til einka-
nota. Önnur útgáfa eða notkun á
textanum er bönnuð. Jelinek áskil-
ur sér þó rétt til þess að breyta eða
lagfæra textann.
Sagan gerist í þurrausnum
námubæ þar sem íbúarnir hafa
lítið að lifa fyrir annað en eigin
græðgi og öfund en á heimasíðu
austurríska kanslaraembættisins
er líkum leitt að því að fyrirmynd
hans sé smábærinn Eisenerz í há-
fjöllum Austurríkis.
Jelinek hefur áður skrifað um
aðra lesti mannsins og gaf út bók-
ina Losta árið 1989 og Græðgi árið
2000 en sú síðarnefnda kom nýlega
út í enskri þýðingu.
Öfund má lesa á heimasíðunni
www.elfriedejelinek.com en þar er
einnig að finna fjölmarga áhuga-
verða texta eftir höfundinn.
Yfirlitssýning á verkum mynd-
listarmannsins Hafsteins Aust-
mann verður opnuð í Listasafni
Reykjanesbæjar kl. 18 í dag. Á
sýningunni eru bæði olíumálverk,
akrýl- sem og akvarellamyndir.
Hafsteinn hefur lengi talist til
okkar allra færustu listamanna og
spanna verkin á sýningunni tíma-
bilið 1986-2007.
Aðalsteinn Ingólfsson skrif-
ar um verk málarans: ,,Mynd-
ir Hafsteins, olíumálverk jafnt
sem vatnslitamyndir, virðast rík-
ari af blæbrigðum tilfinninganna
en flest annað sem flokkast undir
myndlist í dag. Hins vegar tekur
listamaðurinn áhorfendum sínum
vara fyrir að tengja tilfinningar
eða upplifanir sem kunna að slæð-
ast inn í myndir hans við þann sem
heldur um pentskúfinn; myndirn-
ar séu honum tæki til að vinna sig
frá upplifunum sínum, ekki til að
velta sér upp úr þeim.“
Sýningin er opin alla daga frá
kl. 13-17.30 og stendur til 10. júní.
Listasalurinn er í Duus-húsum við
Duusgötu 2-8 í Reykjanesbæ.
Litbrigðin
Öfund má finna á internetinu
Áfram heldur fundaröð Íslensku
kvikmynda- og sjónvarpsaka-
demíunnar í fundarsal Þjóðminja-
safnsins. Annar fundurinn verð-
ur haldinn í hádeginu og þar mun
Anna María Karlsdóttir fram-
leiðandi velta fyrir sér spurning-
unni „Hverjir sjá íslenskar kvik-
myndir?“ Í kynningarefni um fyrir-
lestur Önnu segir: „Hér á landi
keppa íslenskar kvikmyndir um
áhorfendur á svipuðum forsend-
um og kvikmyndir frá öðrum lönd-
um og standa sig ágætlega, eins og
vera ber. Þegar kemur að dreifingu
í öðrum löndum blasir allt annað
við. Brugðið verður upp mynd af
því umhverfi og fjallað um hvernig
íslenskum bíómyndum hefur vegn-
að á undanförnum árum.“
Fundurinn hefst stundvíslega
kl. 12 á hálftíma erindi en að því
loknu gefst tækifæri til fyrir-
spurna og umræðna. Fundi lýkur
kl. 13 og er öllum opinn og aðgang-
ur er ókeypis.
Fundað um filmur
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
Matseðill í anda Austurlanda nær á Café Cultura í Alþjóðahúsi.
Afsláttur fyrir sýningargesti gegn framsvísun miða.
„Sýningin verður býsna áhrifamikil á köflum...“
„Leikurinn er því þörf áminning um svívirðu sem allir vita af.“
Fréttablaðið, Páll Baldvin Baldvinsson
„Leikararnir stóðu sig fantavel...“
„...áhrifarík upplifun og fróðleg innsýn í heim sem okkur Vesturlanda-
búum er að mestu hulinn...“
Blaðið, Ingimar Björn Davíðsson
„Það hefur tekist vel að vinna úr efniviðnum hér og verkið er heillandi...“
Víðsjá, Rás 1, Þorgerður Sigurðardóttir