Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 69
Nóbelsverðlaunahafinn umdeildi Elfriede Jelinek hefur tekið nú- tímatækni í sína þjónustu. Hún birtir nýjustu skáldsögu sína, Öfund, alfarið á netinu en á heima- síðu hennar má þegar lesa fyrstu tvo kaflana, alls rúmlega hundrað síður, á því formi sem útlit heima- síðunnar býður upp á. Öfund ber undirtitilinn „einka- skáldsaga“ sem er skemmtilegur orðaleikur, höfundurinn ætlar ekki að gefa textann út á bók en býður lesendum sínum að hlaða honum niður eða prenta hann út til einka- nota. Önnur útgáfa eða notkun á textanum er bönnuð. Jelinek áskil- ur sér þó rétt til þess að breyta eða lagfæra textann. Sagan gerist í þurrausnum námubæ þar sem íbúarnir hafa lítið að lifa fyrir annað en eigin græðgi og öfund en á heimasíðu austurríska kanslaraembættisins er líkum leitt að því að fyrirmynd hans sé smábærinn Eisenerz í há- fjöllum Austurríkis. Jelinek hefur áður skrifað um aðra lesti mannsins og gaf út bók- ina Losta árið 1989 og Græðgi árið 2000 en sú síðarnefnda kom nýlega út í enskri þýðingu. Öfund má lesa á heimasíðunni www.elfriedejelinek.com en þar er einnig að finna fjölmarga áhuga- verða texta eftir höfundinn. Yfirlitssýning á verkum mynd- listarmannsins Hafsteins Aust- mann verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar kl. 18 í dag. Á sýningunni eru bæði olíumálverk, akrýl- sem og akvarellamyndir. Hafsteinn hefur lengi talist til okkar allra færustu listamanna og spanna verkin á sýningunni tíma- bilið 1986-2007. Aðalsteinn Ingólfsson skrif- ar um verk málarans: ,,Mynd- ir Hafsteins, olíumálverk jafnt sem vatnslitamyndir, virðast rík- ari af blæbrigðum tilfinninganna en flest annað sem flokkast undir myndlist í dag. Hins vegar tekur listamaðurinn áhorfendum sínum vara fyrir að tengja tilfinningar eða upplifanir sem kunna að slæð- ast inn í myndir hans við þann sem heldur um pentskúfinn; myndirn- ar séu honum tæki til að vinna sig frá upplifunum sínum, ekki til að velta sér upp úr þeim.“ Sýningin er opin alla daga frá kl. 13-17.30 og stendur til 10. júní. Listasalurinn er í Duus-húsum við Duusgötu 2-8 í Reykjanesbæ. Litbrigðin Öfund má finna á internetinu Áfram heldur fundaröð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsaka- demíunnar í fundarsal Þjóðminja- safnsins. Annar fundurinn verð- ur haldinn í hádeginu og þar mun Anna María Karlsdóttir fram- leiðandi velta fyrir sér spurning- unni „Hverjir sjá íslenskar kvik- myndir?“ Í kynningarefni um fyrir- lestur Önnu segir: „Hér á landi keppa íslenskar kvikmyndir um áhorfendur á svipuðum forsend- um og kvikmyndir frá öðrum lönd- um og standa sig ágætlega, eins og vera ber. Þegar kemur að dreifingu í öðrum löndum blasir allt annað við. Brugðið verður upp mynd af því umhverfi og fjallað um hvernig íslenskum bíómyndum hefur vegn- að á undanförnum árum.“ Fundurinn hefst stundvíslega kl. 12 á hálftíma erindi en að því loknu gefst tækifæri til fyrir- spurna og umræðna. Fundi lýkur kl. 13 og er öllum opinn og aðgang- ur er ókeypis. Fundað um filmur Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Matseðill í anda Austurlanda nær á Café Cultura í Alþjóðahúsi. Afsláttur fyrir sýningargesti gegn framsvísun miða. „Sýningin verður býsna áhrifamikil á köflum...“ „Leikurinn er því þörf áminning um svívirðu sem allir vita af.“ Fréttablaðið, Páll Baldvin Baldvinsson „Leikararnir stóðu sig fantavel...“ „...áhrifarík upplifun og fróðleg innsýn í heim sem okkur Vesturlanda- búum er að mestu hulinn...“ Blaðið, Ingimar Björn Davíðsson „Það hefur tekist vel að vinna úr efniviðnum hér og verkið er heillandi...“ Víðsjá, Rás 1, Þorgerður Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.