Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 42
fréttablaðið fákar og fólk 27. APRÍL 2007 FÖSTUDAGUR2 Lítill og nettur, brosmildur og hlýr, dökkur yfirlitum með heiðblá augu. Þannig kom portúgalski hestamaðurinn Julio Borba blaðamanni fyrir sjónir þegar hann hitti knap- ann knáa í Reiðhöllinni að Votmúla. „Þegar ég sá íslenskan hest í fyrsta sinn var það í keppni í Svíþjóð. Þá fannst mér sem þetta hlyti að vera mjög reiður hestur og ósamvinnu- þýður. Í fyrsta sinn sem ég settist á íslenskan hest vissi ég að augu mín höfðu blekkt mig,“ segir portú- galski knapinn og reiðkennarinn Julio Borba sem staddur var á Ís- landi í annað sinn nú í apríl og hélt námskeið í reiðmennsku. Veru hans lauk með kennslusýningu í Ölf- ushöll sem opin var almenningi. Julio segir íslenska hesta mjög við- kvæma og viljuga en hins vegar hundrað prósent samstarfsfúsa. „Ég hélt ég hefði fullkomið jafn- vægi en íslenski hesturinn hefur kennt mér að svo er ekki. Ef maður gerir einhverja vitleysu er hann fljótur að segja manni það.“ Inntur eftir hinni klassísku spurn- ingu hver sé munurinn á íslenska hestinum og öðrum hestakynjum svarar Julio að bragði: „Hestur er hestur, hann getur verið slæmur eða góður en munurinn á milli teg- unda er ekki svo mikill, bygging- in og vöðvar eru meira og minna þeir sömu hvort sem við erum að tala um íslenskan hest, lusitano eða shetland smáhest. Allar æfing- ar og vitneskja sem við getum aflað til að hjálpa hestinum er frábært,“ segir Julio ákveðið og fær sér smók af sígarettu sem hann skolar niður með kaffi. Hann vill ekki flækja málin með skilgreiningum. „Hér á Íslandi er ég álitinn nútímaleg- ur, svolítið klikkaður kannski, með nýjar hugmyndir um hvernig gera eigi hlutina. Í Þýskalandi hins vegar er ég klassískur reiðmaður.“ Aðferðir Julios eru þó ekki nýjar af nálinni heldur eiga þær að hans sögn rætur sínar fimm hundruð ár aftur í tímann. „Ég reyni að nota margar hundleiðinlegar æfingar sem undirbúning undir fljúgandi gangtegundir eins og tölt og skeið án þess að vera stöðugt í baráttu við hestinn,“ segir Julio og telur Ís- lendinga heppna með sinn viljuga og orkuríka hest. „Aðal vandamál- ið ykkar er að róa hestana nægi- lega niður,“ segir Julio brosmildur og bætir við að íslensku nemend- ur sínir hafi verið til fyrirmynd- ar. „Það sem nemandi þarf að hafa til að bera er löngunin til að læra. Ef nemandinn er gáfaður notar hann eitthvað af því sem ég kenni honum, ef hann er heimskur notar hann það allt.“ Julio hefur riðið hestum allt sitt líf. Faðir hans var hestamað- ur og föðurbróðir hans er víðfræg- ur hestamaður og stofnandi bæði spænska reiðskólans Jerez á Spáni og konunglega reiðskólans í Portú- gal. Það gerði Julio þó ekki auðveld- ara fyrir að komast að í skólanum sem þykir einn sá besti í heimi. „Þú getur aðeins komist að í skólanum ef einhver býður þér að koma þang- að, það eru engin inntökupróf eða slíkt. Þar sem föðurbróðir minn var stofnandi skólans gat hann alls ekki boðið mér að koma því það hefði verið litið hornauga. Mér fannst ég sjálfur heldur ekki samboðinn skól- anum og var mjög hissa og glaður þegar mér var boðið að koma þang- að sem aðstoðarmaður eins knap- ans. Á þeim tíma var ég orðinn at- vinnumaður í reiðmennsku en undi því glaður að eyða heilu ári í það að þjálfa hesta með því að láta þá hlaupa hringi í bandi,“ segir hann og kveikir í næstu rettu. „Í reiðskólanum ríkir mikil hefð og strangar reglur. Hestarnir eru úr aðeins einni ræktun af Lusitano ætt sem einn af konungum okkar stofnaði fyrir fimm hundruð árum og nauðsynlegt er að hestarnir séu jarpir,“ segir Julio sem þurfti að klæðast sérstökum fötum alla daga. „Þetta voru ekki beint þægileg föt, hvítar buxur, hvít skyrta og rauð- ur flauelsjakki. Þú getur ímyndað þér hversu sniðugt það er á veturna þegar maður er að þjálfa ungan hest og dettur í forina,“ segir Julio og hlær. Eftir tólf ár fannst Julio þó nóg komið. „Mér fannst líf mitt komið í einstefnu. Ég ákvað því að hætta í skólanum og það var erfiðasta ákvörðun lífs míns því ég var að segja skilið við draum minn,“ segir Julio. Hann hefur ekki séð eftir ákvörðuninni enda segist hann hafa lært ótrúlega mikið af nemendum sínum sem flestir eru atvinnumenn sjálfir. Julio dvelur stærstan hluta árs- ins erlendis. „Ég er heima í Portú- al um fjóra til fimm daga í mánuði og eyði þá öllum mínum tíma með dætrum mínum tveimur,“ segir Julio og kveðst einarðlega hata ferðatöskuna sína en elska þá staði sem hann dvelur á. solveig@frettabladid.is Byggir á fimm hundruð ára hefð „Hestur er hestur, sama hvort hann er íslenskur, lusitano eða shetland smáhestur.“ Julio ræðir aðferðir sínar við knapana Hafliða Halldórsson og Olil Amble. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL BJARNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.