Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 4
„Nokkur dæmi eru um að ungir
ökumenn sem hafa valdið alvarlegum umferðar-
slysum haldi áfram að brjóta af sér í umferð-
inni, jafnvel þótt þeir hafi séð vini sína láta
lífið vegna þeirra. Fræðsla dugar ekki ein á
þennan hóp heldur verður öðrum og harðari
úrræðum beitt á þá,“ segir Ágúst Mogensen,
forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðar-
slysa.
Hert viðurlög við umferðarlagabrotum taka
gildi í dag en nú stendur yfir Umferðarvika
Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unin skilgreinir afleiðingar umferðarslysa sem
eitt stærsta heilbrigðisvandamál heims. Um
3.000 manns deyja daglega af völdum þeirra í
heiminum. Umferðarráð Íslands hélt fræðslu-
fund í gær en á honum var vakin athygli á
hættum á götum úti, tillögur gerðar um
úrbætur og farið yfir hinn mikla kostnað sem
hlýst af umferðarslysum hér á landi ár hvert.
Ágúst benti á að hraðakstur væri lang-
algengasta orsök alvarlegra slysa hér á landi
og að undanfarin ár hefði öfgakenndum tilvik-
um hraðaksturs fjölgað. Slík tilfelli miðar
Ágúst við 180 km hraða og kallar ofsaakstur.
Hann segir yngstu ökumennina yfirleitt þá
sem taki upp á slíku.
Ágúst og Sigurður Helgason, verkefnisstjóri
Umferðarstofu, voru þó báðir sammála um að ekki væri rétt að hækka bílprófsaldur. „Það á
að refsa þeim sem þarf að refsa en ekki þeim
sem haga sér vel,“ segir Sigurður. Einnig
bendir hann á að undanfarin ár hafi tekist að
draga úr tjónum af völdum ungra ökumanna
um helming með fræðslu. Alltaf verði ein-
hverjir eftir sem fræðsla bíti ekki á og fyrir þá
verði að finna aðrar aðferðir.
Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi sam-
gönguráðuneytisins, segir að nauðsynlegt hafi
þótt að gera breytingar á lögum og reglum um
umferðarbrot í ljósi þess ófremdarástands sem
skapaðist hér á landi í fyrra.
„Ákveðið var að herða aðhald með ungum
ökumönnum þannig að ef þeir fá fleiri en fjóra
punkta getur lögregla bannað þeim að aka og
skikkað þá aftur í bílpróf,“ segir Jóhannes.
Einnig verður hægt að gera ökutæki síbrota-
manna í umferðinni upptæk.
Ungir ökufantar verða
skikkaðir aftur í bílpróf
Ný og hert viðurlög við umferðarbrotum taka gildi í dag. Forstöðumaður rannsóknarnefndar umferðar-
slysa segir fræðslu ekki duga á suma ökumenn, beita verði harðari aðgerðum. Rangt sé að refsa öllum.
Íslenskri konu sem
býr í Ástralíu er neitað um ellilíf-
eyri frá Tryggingastofnun Íslands.
Eiginmaður hennar hefur hins
vegar fengið lífeyri sendan út frá
árinu 1999.
Eftir að samið var um Evrópska
efnahagssvæðið árið 1994 áttu
Íslendingar í löndum utan svæðis-
ins, að Sviss og Kanada undan-
skildum, engan rétt til ellilífeyris
frá Íslandi. Þetta vafðist fyrir
starfsmönnum Trygginga-
stofnunar.
„Það tók menn hér innan dyra
tíma að átta sig á samningum og
níu manns í Ástralíu fengu rétt-
indin fram til ársins 2002. Þetta
fólk mun áfram njóta þessa réttar
þannig að þetta mál verður ekki
látið bitna á þeim,“ segir Glúmur
Baldvinsson, upplýsingafulltrúi
hjá Tryggingastofnun.
Konan í Ástralíu sótti í fyrra-
sumar um ellilífeyri frá Trygg-
ingastofnun og fannst undarlegt
að vera synjað þar sem eiginmað-
ur hennar hefur fengið ellilífeyri
frá Íslandi allt frá árinu 1999.
Tryggingastofnun segir það
hafa verið „vegna misskilnings
starfsmanna“ sem greiddar voru
bætur til fólks í Ástralíu: „Það
hefur verið gert án þess að
greiðsluheimild væri í raun fyrir
hendi,“ viðurkennir stofnunin.
Úrskurðarnefnd almannatrygg-
inga tekur undir með Trygginga-
stofnun: „Það að greiðslur hafi
verið inntar af hendi til nokkurra
einstaklinga á röngum forsendum
vegna mistaka starfsfólks Trygg-
ingastofnunar skap-
ar að mati úrskurð-
arnefndar ekki
öðrum rétt.“
Borga ellilífeyri án heimildar
kynntu þér málið á
www.vg.is
TÆKIFÆRI TIL
NÝSKÖPUNAR
Hagnaður Mosaic
Fashions, sem meðal annars
rekur Karen Millen og Oasis,
nam 14,7 milljónum punda eftir
skatta fyrir síðasta rekstrarár.
Það jafngildir tæpum 1,4
milljörðum króna. Á sama tíma í
fyrra nam hagnaðurinn 12,6
milljónum punda.
Sala ársins jókst um 43 prósent
í 585,8 milljónir punda. Rekstrar-
hagnaður fyrir afskriftir
(EBITDA) nam 72,2 milljónum
punda. Það var aukning upp á 22
prósent.
Á árinu tók Mosaic tískuversl-
anakeðjuna Rubicon Retail yfir.
Skýrist vöxtur ársins að miklum
hluta til af því.
1,4 milljarðar
Sex hæða íbúðar-
blokk hrundi til jarðar í Istanbúl í
gær. Óljóst var hvort einhver var
í blokkinni þegar hún hrundi.
Brestir fóru að heyrast í
blokkinni hálftíma áður en hún
hrundi og tókst að rýma hana að
mestu að sögn ríkisstjóra
Istanbúl-héraðs, Muammer Güler.
Niðurrif á samliggjandi
byggingu orsakaði hrun íbúðar-
blokkarinnar, að sögn borgar-
stjórans Kadir Topbas.
Ekki er óalgengt í Tyrklandi að
byggingar hrynji. Jarðfræðingar
hafa hvatt stjórnvöld til að rífa
um 50.000 byggingar sem eru
taldar geta hrunið verði jarð-
skjálfti í Istanbúl.
Sex hæða blokk
hrundi til jarðar