Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 34
BLS. 2 | sirkus | 27. APRÍL 2007
Hermikrákur dauðans
Ah, hver man ekki eftir þeim einföldu
tímum, þegar Justin Timberlake var með
aflitaðar krullur, ástfanginn af Britney
Spears og enn í strákasveitinni *NSYNC.
Spánverjar muna greinilega vel eftir
þessum tíma og ákváðu að senda
spænsku útgáfuna í Eurovision. D’NASH
er spænsk strákasveit sem stofnuð var
fyrir rúmu ári er kapparnir gáfu út sína
fyrstu smáskífu.
Lagið sem drengirnir munu flytja í
aðalkeppninni í Finnlandi í ár heitir I love
you mi vida. Það er óhætt að segja að
þetta sé eitt af verstu lögunum í
keppninni í ár og að þeir skuli vera
frægir er algjörlega óskiljanlegt.
Það fyndasta við þessa sveit
er að þeir eru eins og slæm
útgáfa af *NSYNC, meira að
segja fyrsta smáskífan
þeirra minnir á
Justin og
félaga.
„Þetta gengur bara ljómandi
vel. Ég er að mestu leyti
búinn að syngja,“ segir
færeyski hjartaknúsarinn
Jógvan Hansen, um ganginn
í upptökum á nýrri plötu
hans en Jógvan bar sigur úr
býtum í X faktor þáttaröð-
inni á Stöð 2 fyrir skemmstu.
Hann vonast til að platan
verði klár í búðir eftir
mánuð og segist vera
stressaður yfir því hvaða
viðtökur hún fái. „Ég hugsa
um að gera mitt besta og
vona að fólk taki vel á móti,“
segir Jógvan en platan
verður á rólegum nótum.
„Þetta er svona rólegt popp
að mestu leyti þótt einhver keyrslu-
lög læðist með,“ segir Jógvan.
Eitt frumsamið lag eftir hann
verður á plötunni en auk þess verður
meðal annars frumsamið lag eftir
upptökustjórann Vigni Snæ
Vigfússon við texta Magnúsar Þórs
Sigmundssonar. Nokkur laga þeirra
sem Jógvan söng í X-faktor verða á
plötunni auk þess sem hið vinsæla
lag Óskars Páls Sveinssonar og
Stefáns Hilmarssonar, Hvern einasta
dag, verður með enskum texta
Stefáns.
Heyrt þetta áður
RADDBÖNDIN ÞANIN Jógvan sést hér í upptökuverinu
ásamt Vigni Snæ upptökustjóra og má sjá að
drengurinn lifir sig inn í sönginn. SIRKUSMYND/HÖRÐUR
Mánuður í plötu Jógvans
A thafnamaðurinn Jón Ólafsson, stundum kenndur við Skífuna,
gerði sér lítið fyrir um síðustu helgi
og vann 68 þúsund evrur, um sex
milljónir króna, í spilavíti í Monte
Carlo. Jón hélt eftir þremur evrum
sjálfur en gaf restina til munaðarleys-
ingjahælis í Cannes þar sem hann er
búsettur. Þorsteinn Kragh, stórvinur
hans, var staddur með honum í
spilavítinu og segir Jón hafa boðið sér
upp á einn espresso í tilefni góðs
gengis í 21 í spilavítinu. „Hann lagði
300 evrur undir, vann þetta á
nokkrum tímum og bauð mér svo
upp á kaffi. Afganginn gaf hann svo á
munaðarleysingjahæli í heimabæ
sínum, Cannes,“ segir Þorsteinn í
samtali við Sirkus. Hann bætir við að
þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Jón
gerir slíkt. „Við höfum margoft farið í
spilavíti víðs vegar um heiminn og
hann hefur alltaf gefið vinningana
sína.“
Jón og Þorsteinn voru staddir á
ofurbílasýningunni Top Marques í
Mónakó sem fram fór um síðustu
helgi. Þar prufukeyrðu þeir alla
helstu sportbíla heimsins á götum
Mónakó sem einnig eru notaðar
undir Formúlu 1 kappakstur.
„Þetta var ótrúlegt ævintýri.
Þarna var allt fullt af ríku fólki
sem keypti bíla í safnið sitt
fyrir stjarnfræðilegar upphæð-
ir,“ segir Þorsteinn og bætir við
að honum hefði liðið eins og
hann væri að labba inn í
framtíðina þegar hann kom á
sýninguna. „Bílarnir voru
svakalegir og mótorhjólin ekki
síðri,“ segir Þorsteinn sem tók
snúning á nokkrum bílum, þar
á meðal 850 hestafla
Porsche-jeppa.
Aðspurður
hvort hann
hefði keypt sér bíl á sýningunni sagði
Þorsteinn svo ekki vera. „En Jón
keypti sér bláan Bentley Continental
GTC, alveg sérlega glæsilegan
blæjubíl,“ segir Þorsteinn. Um verðið
á Bentley-bílnum vill Þorsteinn
ekkert segja en sagði bílinn þó dýran.
Þetta er ekki fyrsta ferðin sem
Þorsteinn og Jón fara saman. „Hann
hringir í mig þegar hann er í stuði og
þá djöflumst við eitthvað,“ segir
Þorsteinn og hlær. „Við röltum á
Kilimanjaro í júní fyrir tveimur árum
og höfum farið í langar hestaferðir
um hálendið. Við gistum á
algjöru lúxushóteli núna
í Mónakó sem var fínt
en ég kann betur við
mig í hestaskúrum
eða tjöldum uppi á
hálendinu. Það er
meiri stemning enda
bý ég nánast í
hótelherbergjum í
starfi mínu sem
umboðsmaður,“ segir
Þorsteinn.
oskar@frettabladid.is
ATHAFNAMAÐURINN JÓN ÓLAFSSON HUGSAR TIL ÞEIRRA SEM MINNA MEGA SÍN
VANN SEX MILLJÓNIR Í
SPILAVÍTI Í MONTE CARLO
OG GAF TIL MUNAÐARLAUSRA
FULLT AF PENINGUM Jón vann 68 þúsund evrur á nokkrum tímum í spilavítinu. „Hann
er eldsnöggur að hugsa og heppinn,“ segir Þorsteinn Kragh um félaga sinn þegar
hann spilar 21.
NÝR BÍLL Jón festi kaup á nýjum Bentley-blæjubíl á bílasýningunni í Mónakó.
GJAFMILDUR
Auðjöfurinn
Jón Ólafsson
vann sex
milljónir í
spilavíti um
síðustu helgi
og gaf þær
til
munaðar-
leysingja-
hælis í
Cannes þar
sem hann
býr nú um
stundir.
FÉKK
KAFFIBOLLA
Athafnamaður-
inn Þorsteinn
Kragh var með
Jóni í Mónakó
og fékk
kaffibolla eftir
gott gengi í
spilavítinu.
eurovision
Ricky Martin 2
Grikkirnir eru þekktir fyrir að senda
sjóðheita karlmenn og konur í Eurovision-
keppnina og í ár er það engin undantekn-
ing. Ungi söngvarinn Sarbel mun syngja
lagið Yassou Maria. Þeir gerast ekki
sykursætari en Sarbel og á drengurinn
eftir að heilla dömurnar upp úr skónum
eða allavega þær sem fíla svona drengi.
Sarbel hefur gert það gott í heimalandi
sínu og er gefinn út af Sony BMG. Það er
áhugavert i þessari keppni í ár hversu
margar þjóðir senda söngvara sem eru að
gera það gott.
Lagið Yassou Maria er eins og
Eurovision-lag á að vera nema hvað að
við höfum heyrt þetta áður. Þegar
viðlagið byrjar segir söngvarinn sjóðheiti,
„Shake it up, shake it up Maria“ og
maður getur ekki annað gert en að
hugsa til Ricky Martin er hann sló í gegn
með laginu Livin’ la vida loca. Þau eru
ekki alveg eins en það er eitthvað svipað
með þessum lögum.
hornið
REYKJAVIK STORE
LAUGAVEGI 86-94, S: 511-2007
Opið föstudaga 11-18.30 laugardaga 11-17
200 frí bílastæði í kjallara hússins.
Just the
product
Spennandi vörur