Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 74
Yfirmenn í breska hernum eru nú sagðir íhuga það alvarlega að halda Harry prins sem lengst frá vígvellinum vegna ótta um að nær- vera prinsins kunni að stefna lífi og limum félaga hans í hættu. Breska blaðið The Sun greindi frá þessu í gær og hafði eftir heim- ildarmönnum sínum að töluverðrar ólgu væri farið að gæta innan breska hersins vegna yfirvofandi ferðar Harrys og herdeildar hans til Íraks. „Viljum við virkilega vinna eitthvað ímyndarstríð og hafa fjölda mannslífa á sam- viskunni?“ sagði heimildarmaður The Sun en leiðir jafnframt að því líkur að fari Harry verði það mikill álitshnekkir fyrir stríðsrekst- urinn í Írak. The Sun hefur eftir háttsettum aðilum innan hersins að hryðjuverkahópar séu þegar farnir að dreifa myndum til sinna manna og að ein- hverjir hafi hótað að ræna prinsinum til að skera af honum eyrun. Harry vill hins vegar sjálfur ólmur komast á vígvöllinn enda þjálf- aður til að stjórna ellefu manna skriðdreka- deild. Ef honum yrði hins vegar skellt fyrir aftan skrifborð í Bagdad yrði það mikið áfall fyrir hann og feril prinsins innan hersins. Það vakti mikla athygli á sínum tíma þegar greint var frá því að Harry myndi halda til Íraks. Hann yrði þá fyrsti konungborni ein- staklingurinn sem tæki virkan þátt í land- hernaði en Andrew prins flaug herþotum í Falklandseyjastríðinu. Talsmaður breska hersins vildi lítið láta hafa eftir sér vegna málsins og sagði: „Við erum alltaf að skoða ferð Harrys prins.“ Harry ekki með skotleyfi í Írak Kyrrahafsstemning ríkti á Nordica á miðvikudags- kvöldið þegar B&L kynnti nýjan BMW X5 lúxusjeppa fyrir viðskiptavinum sínum og öðrum boðsgestum. Mál- verk Pauls Gauguin, pálma- blöð og úrvals tónlistarfólk lögðust á eitt til að skapa blómstrandi stemningu, eins og myndirnar sýna. Leikarinn Hugh Grant hefur verið handtekinn fyrir að hafa ráðist á ljósmyndara skammt frá heim- ili sínu í London og kastað í hann dós með bökuðum baunum. Grant, sem er 46 ára, var sleppt eftir að hann greiddi lausnarfé. Að sögn ljósmyndarans spark- aði Grant í hann áður en hann kastaði matnum í hann og kallaði hann og börnin hans öllum illum nöfnum. Grant gaf sig fram við lögregluna í Notting Hill þar sem hann var handtekinn og yfirheyrð- ur. Hann þarf að mæta aftur í yfir- heyrslur eftir mánuð. Grant, sem virðist vera orðinn leiður á ágangi ljósmyndara, var á sínum tíma handtekinn fyrir viðskipti sín við vændiskonuna Divine Brown í Hollywood árið 1995. Hugh Grant handtekinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.