Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 6
Hópur íbúa á Njálsgötunni hóf undir- skriftasöfnun í gærkvöld gegn stofnun heimilis fyrir tíu heimilislausa menn á Njálsgötu 74. „Íbúar í hverfinu eru staðráðnir í að láta ekki valta yfir sig í þessu máli,“ segir Sigfús Þ. Sig- mundsson, sem býr á Njálsgötu 79. Sigfús segir mikinn hita í fólki á Njálsgötunni. Undirskriftasöfnunin sé aðeins upphafið. Athuga eigi réttarstöðu íbúanna og ráðgert sé að ráða lög- fræðing sem kanni hvort borgin hafi farið eftir lögum og reglum og hvort hægt sé að koma slíkri starfsemi fyrir í miðri íbúðarbyggð án samþykkis íbúa. Þá segir Sigfús í skoðun að stofna félag íbúa á svæðinu og kjósa því talsmann. „Á undanförnum árum hefur mikið af ungu fólki, margt með börn, keypt eignir á þessu svæði og lagt mikið fjármagn í endurbætur á þeim. Óttumst við nú að eignir okkar muni hríðlækka í verði í kjölfar þessarar ákvörðunar borgarinnar,“ segir í mót- mælabréfinu. Gengið var með það hús úr húsi í gærkvöld til að afla undirskrifta. Í bréfinu er skorað á borgaryfirvöld að hætta við heimilið á Njálsgötu 74. „Það kemur upp eðlilegur ótti í byrjun,“ segir Ellý A. Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri á velferðar- sviði borgarinnar. Ellý kveður nokkra nágranna hafa rætt við hana um heimilið fyrirhugaða. Hún segir að um leið og fólk átti sig á að þarna verði um að ræða heimili en ekki gistiskýli verði viðhorf flestra jákvæðara. „Við höfum reynslu af öðrum heimilum í borginni og leggjum upp úr að vera í góðri samvinnu við nágranna,“ segir Ellý. Hún nefnir sambærilegt heimili á Miklubraut sem hafi verið starfrækt í fimm ár án árekstra við nágrannana. Aðspurð segir Ellý að fyrir þennan tiltekna hóp sem búa eigi á Njálsgötu hafi síður komið til greina að gera honum heimili í úthverfi: „Þessi hópur sækir sér ýmiss konar þjónustu í miðborginni á daginn. Þetta eru einstaklingar sem ekki eru á bíl og kannski flókið fyrir þá að fara langar vegalengdir.“ Mótmælendur gengu í hús á Njálsgötunni Gengið var í hús á Njálsgötu í gærkvöld og undirskriftum safnað á harðort mótmælabréf gegn heimili fyrir heimilislausa. Skrifstofustjóri velferðarsviðs segir ótta íbúanna eðlilegan í byrjun. Engin manneskja fæðist með hneigð til þess að skoða barnaklám, heldur er hún áunnin. Þetta segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fang- elsismálastofnun. Barnaklám hefur fundist hjá fjórtán einstaklingum hér á landi það sem af er þessu ári. Tölvu- rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur á sama tímabili tekið til rannsókn- ar 68 tölvur og tölvutengd gögn, þar sem fundist hefur barna- klám. Fréttablaðið greindi frá þessu í gær. Lögregluyfirvöld lýsa áhyggjum af þessari þróun. Aukið aðgengi að klámi er ein helsta skýring þess að svo marg- ir hafa verið teknir með barna- klám, segir Anna Kristín. „Í rann- sóknum hefur komið fram að hneigð til barnakláms er nokkuð sem stigmagnast. Í byrjun er hugmyndin ekkert endilega sú að fara að leita að barnaklámi, heldur einhverju „viðurkennd- ara“ ef svo má orða það. En smám saman er eins og fólk ánetjist þessu eins og hverri annarri fíkn.“ Anna Kristín segir afar mikil- vægt að fá þá einstaklinga sem ánetjast til að leita sér aðstoðar; ef þeir geri það sé hægt að hjálpa þeim. Lykilatriði sé að þeir átti sig á vandamálinu áður en það gangi lengra. „Menn sem eru farnir að skoða barnaklámsíður hafa þá þegar gengið of langt, því þarna er um að ræða lögbrot að hálfu viðkomandi, auk þess sem brotið hefur verið á saklausum börnum.“ Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi vilja hitta þig. Þeir verða á eftirtöldum stöðum um helgina: Tölum saman! Laugardagur 28. apríl 09.30 Seltjarnarnes Sal Sjálfstæðisfélagsins Austurströnd 11.30 Kópavogur Kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins Hlíðarsmára 19 13.30 Garðabær Garðabergi Garðatorgi 7 Sunnudagur 29. apríl 12.00 Hafnarfjörður Félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins Strandgötu 27 14.00 Álftanesi Haukshúsum 20.00 Mosfellsbæ Safnaðarheimilinu, Þverholti 3 Góðar veitingar og létt spjall. Hlökkum til að sjá þig! Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær til kynna að hann hygðist ekki sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu. Í árlegri stefnuræðu sinni sagði hann að næsta stefnuræða yrði flutt af öðrum en sér en gaf þó engar vís- bendingar um hvern hann sæi sem hugsanlegan eftirmann sinn. Forseti má aðeins sitja tvö kjör- tímabil samkvæmt rússnesku stjórnarskránni og á næsta ári lýkur Pútín öðru kjörtímabili sínu. Getgátur um að hann muni reyna að breyta stjórnarskránni til að geta setið lengur í embætti fengu byr undir báða vængi þegar leið- togi efri deildar þingsins lagði slíka breytingu til í síðasta mán- uði. Pútín hefur þó staðfastlega neitað slíkum getgátum. Næsta árið verður tíðindamikið í rússneskum stjórnmálum; kosið verður til þings í desember og for- setakosningar fara fram í mars. Undanfarna mánuði hafa rúss- neskir ráðamenn sakað vestræn ríki um að reyna að hafa áhrif á stjórnmál í landinu með því að styrkja samtök sem hafa það yfir- ýsta markmið að berjast fyrir auknu lýðræði í Rússlanddi. Pútín ítrekaði þessar ásakanir í ræðu sinni þótt hann tilgreindi ekki sérstök lönd. Sagði hann mál- flutning sumra andstæðinga sinna einkennast af „sýndarlýðræði“ og að þeir vildu snúa aftur til nýlið- innar fortíðar og svipta þjóðina efnahagslegu og pólitísku sjálf- stæði. Nýr forseti í Rússlandi að ári Sænskir neytendur munu bráðlega geta valið að kaupa matvæli sem eru framleidd á máta sem hjálpar til við að draga úr loftslagsbreyting- um, að því er matvælastofnun Svíþjóðar tilkynnti í gær. Matvælin, sem verða sérmerkt, þurfa að uppfylla ákveðin loftslagsvæn viðmið sem stofnunin KRAV hefur útbúið, en markmið hennar er að hvetja til umhverfisvænnar neyslu. Talskona KRAV segir óljóst hvernig mati verði háttað en það gæti átt við um hvernig matvæli eru flutt og hvers konar orka er notuð við framleiðsluna. Loftslagsvæn matvæli merkt Ætti að leyfa hjónaband sam- kynhneigðra? Á að efla varnir gegn barnaklámi á netinu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.