Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 68
Kl. 13.30
Málþing meistaranema í almennri
bókmenntafræði við Háskóla Ís-
lands verður haldið í stofu 101 í
Odda. Flutt verða fjölbreytt erindi
út frá B.A., M.A. og öðrum rann-
sóknarverkefnum nemenda.
Royal-búðingur og majónes
Stríðið um þorskinn
Hér á landi er staddur þýskur
leikhópur, Das Letzte Kleinod,
sem mun setja upp leiksýningu á
harla óvenjulegum stað í kvöld.
Hópurinn sem kennir sig við síð-
asta fjársjóðinn leggur áherslu
á frumsamin verk er byggja á
sannsögulegum atburðum og
hefur nú gert sér mat úr þorska-
stríðinu.
Leikritið Þorskastríðið var
frumsýnt í netaverksmiðju í
þýsku borginni Cuxhaven á dög-
unum en þrjár sýningar verða í
Fiskmarkaðnum í Hafnarfirði,
hin fyrsta í kvöld.
Verkið segir sögu djúpveiða
við Íslandsstrendur á árunum
1975-1976 og lýsir því hvernig
deilurnar milli Íslendinga og
Breta mögnuðust. Leikritið
byggir á viðtölum við íslenska
og þýska sjómenn um þorska-
stríðið. Umgjörð og uppsetn-
ing leikritsins í fyrrum netverk-
smiðju í Cuxhaven og í húsi Fisk-
markaðsins í Hafnarfirði gera
sögur sjómannanna enn áþreif-
anlegri. Í leikhópnum er íslensk
leikkona, Bryndís Petra Braga-
dóttir, og er leikið á þýsku, ensku
og íslensku.
Í gær var tilkynnt um
úthlutanir til útgáfufyrir-
tækja úr Þýðingasjóði en
hann hefur reynst lesend-
um, þýðendum og utgefend-
um mikilvægur bakhjarl
í vinnslu erlendra texta á
íslensku.
Hafa þýðendur haft mörg orð um
hversu brýnt erindi hans sé eftir
að þeir komu sér saman í félag.
Margar umsóknir berast sjóð-
stjórninni og ugglaust vandasamt
verk að velja úr: umsóknir voru
vel yfir hundrað í ár frá á fjórða
tug útgefenda.
Á listanum yfir styrkt verk
kennir margra grasa, verk úr
ensku eru í miklum meirihluta,
bæði fyrir fullorðna og börn,
nýleg verk og sígild. Þannig
eru væntanlegar nýjar þýðing-
ar á sögunum um Bangsimon
eftir A.A. Milne á forlagi Eddu
og Frumskógarævintýrum eftir
Kipling en þessi sagnasöfn eru
þegar til í eldri þýðingum. Ugla
ætlar að gefa út hin sígildu rit
eftir bandarísku sagnaskáldin
Stephen Crane og F. Scott Fitzger-
ald, The Red Badge of Courage og
The Great Gatsby sem eru báðar
meðal öndvegisverka banda-
rískra bókmennta. Stórvirki í
ljóðagerð heimsins eru væntan-
leg í þýðingum: Myndbreyting-
ar eftir Ovid, kvæði Allens Gins-
berg og The Pisan Cantos eftir
Ezra Pound. Þá eru bókmennta-
fræðileg rit eftirtektarverð á list-
anum og þeirra elst De vulgari
eloquentia, ófullgerð ritgerð eftir
Dante Alighieri, Mimesis eftir
Auerbach sem er grundvallarrit
í bókmenntasögulegri greiningu,
hið merka verk Juliu Kristevu,
Soleil noir - Dépression et mél-
ancolie, heimspekileg og menn-
ingarsöguleg verk eftir Jean-
François Lyotard, Walter Benja-
min og Paul Ricoeur.
Almennir lesendur taka
samt meira eftir skáldsög-
um: hér eru styrktar þýðingar
á verkum eftir Isabel Allende,
DBC Pierre, Norman Mailer,
Niccoló Ammaniti hinn ítalska;
Milan Kundera, Paulo Coelho,
John Steinbeck eru meðal ann-
arra höfunda.
Stóru forlögin eru fyrirferðar-
mikil í áætlunum um þýðingar:
Bjartur er með tíu verk í bígerð,
Edda sjö verk og JPV sex verk.
Smærri útgefendur færa sig upp
á skaptið: Ari Útgáfa, Uppheim-
ar, Brú, Salka og Græna húsið eru
þeirra á meðal. Stærsti styrkurinn
er upp á 800.000, en flestir telja
þeir eitt til þrú hundruð þúsund.
Þar sannast hið fornkveðna að
mjór er mikils vísir. Styrktu verk-
in eru öll yfirleguverk og taka
marga mánuði í vinnslu. Vakna
spurningar hvort ekki sé nær að
fækka styrktum verkum en auka
fjárhæðina.
Merkar þýðingar í vinnslu