Fréttablaðið - 27.04.2007, Síða 45

Fréttablaðið - 27.04.2007, Síða 45
FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 Bjóðum upp á námskeið fyrir börn (6 - 16 ára) og fullorðna, byrjendur og lengra komna. Menntaður reiðkennari sér um alla kennslu. Öllum barna og unglinga námskeiðum lýkur með sýningu og tveggja vikna námskeiðum lýkur einnig með pró . Ný upplifun... Hestamiðstöð Íshesta í Hafnar rði - fyrir alla, alla daga vikunnar. Reiðskóli - innritun ha n Hver dagur er bland af skemm tun, áskorunum og ævintýrum. Upplifðu alvöru kúrekaævintýri. Heitasta ferðin í dag, tökum vel á móti stórum sem smáum hópum. Tugir þúsunda manna hafa stigið línudansinn í hlöðunni, keppt í skeifukasti og skvett úr hófunum í kúrekastuði. Ætlar þú að bætast í hópinn? Kúreka fjör Allir sunnudagar eru fjölskyldudagar hjá Íshestum. 50% afsláttur í klst ferð kl. 15:00, teymt undir börnum kl. 16:00 - 17:00. Okkar sívinsæla hraunferð er í boði þrisvar á dag. Þá erum við einnig með ferðir fyrir vana. Kaf og kökur í Jósölum. Allir velkomnir. Fjölskyldudagar og ferðir Jósalir veitingastaður Athvarf í erli dagsins. Íshestar, Sörlaskeiði 26, Hafnar rði - sími: 555 7000 - www.ishestar.is - info@ishestar.is Jósalir er veitinga- og kaf staður í Hestamiðstöðinni. Allt í kring eru fallegar gönguleiðir og tilvalið að kíkja inn, alltaf heitt á könnunni og léttar veitingar. Fullbúinn bar er á staðnum og alltaf opið í hádegismat. Mjög vinsæll veislusalur til leigu. Tilvalið fyrir fermingar, brúðkaup og einnig námskeið og fundi. Hlín Pétursdóttir óperusöngkona hefur stundað hestamennsku frá barnæsku og segist hvergi slaka eins vel á og í hesthúsinu. „Þegar ég var lítil voru foreldr- ar mínir báðir atvinnumenn í hesta- mennsku og störfuðu við kennslu og tamningar, auk þess sem þau kepptu í greininni,“ segir Hlín sem ólst upp í Flóanum. „Ég var því alltaf í kring- um hestana og var komin með dell- una mjög snemma,“ bætir hún við. „Hestarnir eru svo miklir vinir manns. Svo er þetta yndisleg útivera og góður félagsskapur. Ég tók líka eftir því í vetur að um leið og ég var komin í hesthúsið þá steinhætti ég að flýta mér. Heima og í vinnunni er maður að drífa sig að öllu en þegar í hesthús- ið er komið tekur við annar taktur.“ Hlín bjó erlendis í tólf ár og segir hestamennskuna aðallega hafa tak- markast við sumartímann þegar hún kom heim. „Ég skrapp reynd- ar stundum á bak úti, bæði á stórum hestum og íslenskum en það er ekki alveg það sama,“ segir hún en fyrstu tvö árin úti lærði hún söng og starf- aði sem óperusöngkona í tíu ár, aðal- lega í Þýskalandi. „Ég á átta hesta núna og er með tvo á húsi í Reykjavík. Tveir eru í tamningu og hinir eru bara trippi úti í haga,“ segir Hlín sem þjálfar hest- ana sína sjálf. „Ég læt samt frum- temja þá fyrir mig í dag, einfaldlega vegna þess að mér finnst ég vera komin úr æfingu.“ sigridurh@frettabladid.is Ópera og hestamennska Hlín Pétursdóttir, sópransöngkona og hestakona, er hér með Toppi, sem hún hefur í hesthúsi í Kópavoginum. Hlín hefur stundað hestamennsku frá barnæsku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.