Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 40
BLS. 8 | sirkus | 27. APRÍL 2007 Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra er 41 árs gömul. Hún er gift handboltahetjunni og banka- manninum Kristjáni Arasyni. Saman eiga þau hjónin þrjú börn, Gunnar Ara 11 ára, Gísla Þorgeir 7 ára og Katrínu Erlu sem verður 4 ára í júlí. Þrátt fyrir afar erilsamt starf nær Þorgerður Katrín að sameina það fjölskyldulífinu þótt hún kysi oft að hafa meiri tíma, bæði fyrir börnin og eiginmanninn. Þ að er hjá okkur eins og flestum öðrum nútímafjöl-skyldum að lífið er endalaust en skemmtilegt púsluspil. Til dæmis á milli fimm og átta eins og margir þekkja og líka á kvöldin. Það þarf að redda barnapíu ef við erum að vinna fram eftir því maðurinn minn er líka í mjög krefjandi vinnu hjá Kaupþingi og er mikið erlendis. Það þarf að púsla þessu öllu og það hefur gengið vel. Mér finnst líka mikilvægt að ég sýni að þetta sé hægt því við viljum hafa konur á öllum aldri í stjórnmál- um, konur sem eiga ung börn sem og barnlausar konur. Við verðum að sýna að þetta er gerlegt þótt þetta sé stundum ansi mikið,“ segir mennta- málaráðherrann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir um galdurinn við að sameina krefjandi vinnu og stórt heimili. Tímaleysið háir mér mest „Ég hef sagt það áður í viðtölum að það er tímaleysið sem háir mér mest. Ég myndi vilja hafa meiri tíma, sérstaklega tíma með fjölskyldunni. Það er þetta stanslausa stríð við samviskubitið sem ég hef glímt við en ég er eiginlega komin yfir það. Í það minnsta stundum. Ég horfi á börnin mín og þeim líður vel. Við knúsumst alltaf, náum að fíflast og tala saman. Það eru glöð og sátt. Ég reyni að leggja áherslu á það um helgar að ef ég er einhvers staðar að vinna annan daginn þá er ég laus hinn daginn. Og er orðin nokkuð grimm á föstudagskvöldin. Ef það eru frumsýningar eða eitthvað annað þá afþakka ég boð á slíkt. Þetta eru svona fjölskyldukvöld. Það eru allir saman og kannski pöntuð pitsa. Við reynum að hafa þetta svona. Það er auðvitað oft þannig í mínu starfi að þegar ég vakna á morgana þá veit ég ekki hvernig dagurinn verður. Það eru auðvitað fastir punktar en síðan er ýmislegt sem kemur upp sem þarf að bregðast eða verða við. Ég er stundum komin heim klukkan sex, stundum átta og einstaka sinnum enn seinna. Þá reynir á skipulagning- una.“ En hver eldar? „Ég elda. Ég ætla að vona það að ég sé betri kokkur en Kristján. Hann er þó einn allra besti grillari sem ég hef kynnst. Honum fer reyndar mjög fram í eldhúsinu en sumarið er kannski hans tími. Mér finnst nú reyndar þessi grillmennska stundum ofmetin því það er ekki síður mikil vinna að búa til allt í kringum blessaðan grillmatinn. En hann hefur oft sagt mér að þetta snúist um tilfinninguna, að halda safanum inni í kjötinu,“ segir Þorgerður Katrín og hlær dátt. Lítill tími í lærdóm Það verður ekki undan því vikist að spyrja sjálfan ráðherra menntamála hvort hún hafi mikinn tíma til að læra með börnum sínum? „Ég er ekki nógu dugleg. Það er eiginlega syndsamlega lítill tími sem ég get eytt með strákunum við lærdóm. Kristján hefur verið með það á sínum herðum. Ég geri eins og ég get þegar ég er heima en strákarn- ir eiga að læra um leið og þeir koma heim úr skólanum og þá er ég yfirleitt ekki komin heim. Síðan reyni ég að hlýða þeim yfir námsefnið og fylgjast vel með en ég myndi gjarnan vilja hafa meiri tíma fyrir lærdóminn þeirra. Ég reyni að lesa mikið fyrir þau. Það skiptir miklu máli að lesið sé fyrir börnin. Þeir finna það að ef ég verð ekki í ríkisstjórn næst þá hef ég meiri tíma þannig að þetta er bara tækifæri fyrir mig hvernig sem kosningarnar fara. Það væri virkilega gaman ef kosningarnar ganga vel og við sjálfstæðismenn verðum áfram í ríkisstjórn. Ef ekki þá opnast ný tækifæri og þótt ég telji mig vita að það sé mikil vinna að vera í stjórnar- andstöðu þá er ekki loku fyrir það skotið að ég fái meiri tíma með fjölskyldunni,“ segir Þorgerður Katrín. Tölum saman og þegjum saman Þorgerður Katrín og Kristján hafa verið saman frá því að þau voru unglingar en hvernig fara þau að því að viðhalda neistanum í hjónaband- inu eftir öll þessi ár? „Við reynum að eyða sem mestum tíma saman. Við eldum mat saman og förum í sveitina. Það besta er að hafa stundum ekkert fyrir stafni, vera bara tvö ein með börnin. Það er eiginlega best og það verður ákveðin endurnýjun í kyrrðinni í sveitinni. Síðan reynum við að nota tækifærið og skella okkur utan saman þótt það sé ekki nema í tvo daga kannski. Það er alveg ómetanlegt því þótt börnin séu yndisleg þá er það með okkur eins og önnur hjón að við þurfum okkar svigrúm, aðeins andrými frá þessu fjölskylduálagi og ábyrgð, og tíma ein saman. Það er afskaplega gefandi að vera tvö ein, tala saman og þegja saman. Mér finnst gott að vera í þögninni og lesa. Síðan erum við með hesta þótt það það sé nú meira í orði þessa dagana því ég hef varla náð að komast í hesthúsið í vetur. Hestarnir eru yndislegir og ein bestu ferðalögin sem við förum í eru hestaferðir,“ segir Þorgerður. Verðum að lifa eðlilegu lífi Hún segist hafa vitað af því að hún myndi fá gagnrýni á sig fyrir að fara til Kaupmannahafnar á tónleika Sálarinnar og Stuðmanna í síðustu viku í stað þess að standa vaktina heima í kosningabaráttunni. „Ég var búin að ákveða þessa ferð til Kaupmannahafnar fyrir löngu. Við hjónin erum í vinahópi sem samanstendur af gömlum leikmönn- um úr FH í handboltanum og eiginkonum þeirra og við vorum alltaf að tala um það að við yrðum að fara að hittast. Hópurinn var ekki búinn að hittast lengi vegna tímaskorts þannig að við konurnar tókum okkur til og gáfum öllum mönnunum okkar þessa ferð í jólagjöf. Ég vissi að kosningabaráttan yrði byrjuð en ákvað bara að hagræða því. Auðvitað er leiðinlegt að hafa misst af þættinum á Stöð 2 en þar er verið að gera frábæra hluti en ég hef alltaf verið talsmaður þess að sýna breiddina. Bjarni er náttúrlega mjög öflugur og stóð sig frábærlega. Þar fyrir utan hefði ég aldrei verið reiðubúin til að gefa þetta eftir. Þetta var ferð með vinum og mínum manni og þótt ég vissi að ég myndi fá gagnrýni á mig út af því þá var ég ákveðin í því að brynja mig gegn slíku. Það er líka svo merkilegt að einn poppari sem var þarna úti spurði hvað hefði verið sagt ef ég hefði verið að fylgja Sinfóníuhljóm- sveitinni? En af því að þetta voru Sálin og Stuðmenn þá þótti það ekki nægilega fínt. Þessi ferð var hluti af því lífi sem við Kristján eigum saman og verðum að passa upp á.“ Og Kristján fær aldrei nóg af krefjandi starfi konu sinnar? „Nei, Kristján er keppnismaður og nýtur þess að sjá mig í þessari baráttu. Öll hvatningin sem ég fæ frá honum er ómetanleg. Hann er líka minn besti ráðgjafi. Hann stendur eins og klettur við bakið á mér og hefur gefið mér ómetanleg ráð í erfið- um málum. Síðan er hann maðurinn sem er svo gott að halda í höndina á þegar eitthvað hefur ekki farið eins og maður vonaðist til,“ segir Þorgerður Katrín. Kennaraverkfallið erfiðast Og talandi um erfiða tíma. Hvað er það erfiðasta sem Þorgerður Katrín hefur staðið frammi fyrir í starfi sínu sem menntamálaráðherra? „Kennaraverkfallið haustið 2004 var erfiður tími fyrir allt samfélagið. Mér fannst óskaplega sárt að horfa ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR ER MAMMA, EIGINKONA OG MENNTAMÁLARÁÐHERRA LÍFIÐ ER SKEMMTILEGT PÚSLUSPIL TÍMALEYSI Þorgerður Katrín vildi gjarnan hafa meiri tíma með dóttur sinni Katrínu Önnu og strákunum sínum tveimur, Gunnari Ara og Gísla Þorgeiri. SIRKUSMYND/VALLI FRAMHALD Á SÍÐU 10 >> NÝJA HEIMILIÐ Fjölskyldan mun flytja í þetta glæsilega hús í Mávahrauni í haust. Öll börnin fá þá sérherbergi.OF ÞRÖNGT Þótt fjölskyldunni líði vel á Tjarnarbrautinni þá er of þröngt um hana þar. „ÞAÐ ER ÞETTA STANSLAUSA STRÍÐ VIÐ SAMVISKU- BITIÐ SEM ÉG HEF GLÍMT VIÐ EN ÉG ER EIGINLEGA KOMIN YFIR ÞAÐ.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.