Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.04.2007, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 27.04.2007, Qupperneq 38
BLS. 6 | sirkus | 27. APRÍL 2007 MARÍA SIGRÚN HILMARSDÓTTIR FRÉTTAMAÐUR ER ALLTAF GLÆSILEG TIL FARA Pils og hælaskór gera veröldina fallegri BIKINI „Bikiníið er úr H&M og er með flottar pallíettur. Þetta verður vonandi mikið á sundlaugarbakkan- um í sumar.“ UPPÁHALDS BUXURNAR „Buxurnar eru frá FCUK. Ég á nokkrar svona, mismunandi að lit. Ég er svo ánægð með sniðið.“ SUMARKJÓLL Kjólinn keypti María fyrir brúðkaup. „Ég vona að ég fái fleiri tækifæri til að klæðast honum.“ SLAUFUKJÓLL „Þessi er úr Karen Millen. Smekkmaður valdi og hitti beint í mark.“ MEÐ SKÓDELLU „Skórnir eru héðan og þaðan og frá flestum heimshornum í raun. Ég er með meðvitaða skódellu eins og svo margar stúlkur.“ GULLVESKI „Úr TopShop minnir mig. Komið nokkuð til ára sinna. Fínt í kokteilboð.“ MYNDIR VILHELM Ég hef mátulega mikinn áhuga á tísku en finnst ég hafa dregist svolítið aftur úr upp á síðkastið. Er ekki alveg „up to date“ eins og sagt er,“ segir María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður á Sjónvarpinu, sem vakið hefur athygli fyrir glæsileika á skjánum. „Ég hef samt áhuga á fallegum fötum en ekki endilega tískufötum. Stundum finnst mér ég eiga tvo fulla skápa af engu til að fara í,“ segir María og tekur undir að smekkur hennar hafi breyst með aldrinum. „Já og sem betur fer. Annars ætti ég yfir höfði mér sektir frá umhverfisráði fyrir sjónmengun. Ég er orðin miklu praktískari en ég var þegar ég vel mér föt og læt skynsemina ráða för.“ Þegar María Sigrún er beðin um að lýsa fatasmekk sínum segir hún hann heldur einfaldan. „Með vott af væmni kannski. Ég á mikið af pastellituðu. Mér finnst gaman af kvenlegum dragtarjökkum úr ull í anda sjötta áratugarins og klæðist þeim gjarnan við gallabuxur þegar ég er í vinnunni. Í frístundum ráða þægindin ferðinni og stundum klæðist ég nokkurs skonar náttbux- um heilu dagana og bol við ef ég kemst upp með það.“ María segir Íslendinga framarlega í tískunni en vildi að sumar konur myndu leggja gallabuxunum og flíspeysunni. „Og draga heldur fram pilsin og hælaskóna. Þá yrði veröldin enn fegurri en hún er,“ segir hún brosandi og bætir við að hún hlakki til sumarsins. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég á rétt á sumarfríi. Ég hef alltaf verið í skóla og unnið á sumrin. Ég ætla að taka nokkrar vikur í endalausri dagsbirtu í júní og svo restina í haust. Þá hyggst ég brjóta upp skammdegið með sólarlandaferð,“ segir hún en bætir við að útilegur séu ekki fyrir hana. „Það fer mér ekkert sértaklega vel að vera í tjaldi. Ég er meira fyrir fellihýsi og sumarbústaði.“ indiana@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.