Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 80
Réttu tækin í þrifin Háþrýstingur á bílinn, stéttina og húsið Tilboðið gildir út maí 2007 eða meðan birgðir endast. R V 62 34 C Bjarnþór Þorláksson bílstjóri RV Rekstrarvörur 1982–200725ára Vortilboð 2007 Nilfisk-ALTO háþrýstidælur Nilfisk-ALTO P160 1-15 B X-tra Dæluþrýstingur: 160 bör. Vatnsmagn: 650 l/klst. 5 1 . 8 8 8 k r . Nilfisk-ALTO C120 2-6 Dæluþrýstingur: 120 bör. Vatnsmagn: 520 l/klst. 1 2 . 8 8 8 k r . Íslandsmeistarar Vals eru ekki komnir niður á jörðina eftir sigurhátíðina um síðustu helgi. Valsmenn töpuðu fyrsta leik sínum í undanúrslitaeinvígi sínu við Stjörnuna í deildarbikar karla á miðvikudagskvöldið. Hinir ný- krýndu meistarar eru því úr leik tapi þeir leik tvö sem fram fer í Garðabæ í kvöld en með sigri tryggja þeir sér oddaleik á sunnu- daginn. Líkt og í fyrra er allt annað en auðvelt að koma beint úr Ís- landsmeistarafögnuðinum inn í nýja keppni. Meistararnir töp- uðu þannig báðum sínum leikjum í fyrra þegar Fylkir sló Fram út úr undanúrslitunum 2-0. Það gæti orðið þrautin þyngri fyrir Vals- menn að tryggja sér oddaleik því þeir töpuðu fyrri leik sínum í Ás- garði með sjö marka mun, 33-26, þar sem munurinn fór mestur upp í þrettán mörk (28-15) í seinni hálfleik. HK getur tryggt sér sæti í undanúrslitunum með sigri á Fram í hinum leiknum en fyrri leikur liðanna var mjög jafn og spennandi. Keppnisfyrirkomulag deildar- bikarsins hefur verið gagnrýnt og keppnin fer nú fram í síðasta sinn með núverandi fyrirkomulagi. Á næsta ári verður deildarbikarinn spilaður milli jóla og nýárs. Endurtekur sagan sig? Jón Halldór Eðvalds- son verður áfram þjálfari kvenna- liðs Keflavíkur í körfuboltanum en undir hans stjórn náði liðið í silfurverðlaun á Íslandsmóti, bikarkeppni og í deildinni. „Er þetta ekki aðalástæðan fyrir því að maður ákvað að vera áfram? Ég ætla að reyna eins og ég get að vinna þetta á næsta ári en það munaði alveg óþarflega litlu í vetur,” segir Jón Halldór en Keflavík vann 21 af 33 leikjum undir hans stjórn í öllum keppnum síðasta vetur. „Þetta var bara einn stór sleikur eins og maðurinn sagði,“ lýsir Jón Halldór í léttum tón samninga- viðræðum sínum við stjórnina í Keflavík. „Ég var með tveggja ára samning sem var uppsegjanlegur af báðum aðilum. Ég hafði áhuga á því að vera áfram og þeir höfðu áhuga á að hafa mig áfram og það voru bara nokkrir hlutir sem þurftu að komast á hreint áður en við kláruðum þetta.“ Jón Halldór býst ekki við mikl- um breytingum á liði Keflavíkur næsta vetur. „Ég held að það séu allir í liðinu búnir að ganga frá því að verða áfram,“ segir Jón, sem vonast einnig eftir því að banda- ríski bakvörðurinn Keksha Watson spili annað tímabil í Keflavík. „Það eru 95% líkur á því að hún verði áfram og þetta snýst eigilega um það hvort hún nái sér af meiðslun- um. Hún fer í aðgerð á morgun (í dag) og það verður tekin ákvörð- un í kjölfar hennar. Ef það verð- ur í lagi með löppina á henni þá kemur hún aftur,“ segir Jón Hall- dór en Watson spilaði frábærlega með Keflavík í vetur þrátt fyrir að spila meidd. Jón Halldór ætlar sér stóra hluti næsta vetur. „Liðið hefur alla burði til þess að verða Íslandsmeistari á næsta tímabili og við vorum ótrúlega nálægt því í vetur. Það vantaði bara herslumuninn. Nú er Helena Sverrisdóttir farin frá Haukum og ég held að ef Haukarnir ná sér bara í Kana þá verði þetta barátta á milli Keflavíkur og Grindavík- ur,” spáir Jón Halldór um næsta tímabil. Jón Halldór áfram þjálfari Keflavíkurliðsins Ásthildur Helgadóttir og félagar hennar í LdB FC Malmö hafa byrjað vel í sænsku deildinni og eru með fullt hús stiga eins og sænsku meistararnir í Umeå IK. „Við erum sterkari en í fyrra. Allir leikmenn hafa bætt sig að- eins, við erum búnar að búa til sterkari liðsheild og erum með stærri hóp en í fyrra. Það eru sömu áherslur í gangi, við erum með sama þjálfara, með sömu lykilleikmenn, sömu leikaðferð og sama leikskipulag en það virk- ar allt miklu betur enda við greini- lega búnar að ná að slípa liðið betur saman,“ segir Ásthildur sem glímdi við óvissuástand í allan vetur um hvort hún gæti spilað með Malmö í sumar. Á end- anum gekk það upp en það þýddi að hún æfði ekki mikið með liðinu. „Ég var í stöðugu sambandi við þjálfarann og hljóp mikið sjálf. Ég vissi að ég væri í mjög góðu líkam- legu ástandi en það hefur gengið betur en ég bjóst við að komast í leikformið,“ segir Ásthildur, sem skoraði eina mark fyrsta leiksins en hefur síðan skorað tvö mörk í leik í tveimur öruggum sigrum. Ásthildur hefur aldrei byrjað betur í sænsku deildinni, hvort sem litið er á gengi liðsins eða marka- skorun; hún er með tveggja marka forustu sem markahæsti leikmað- ur deildarinnar eftir fyrstu þrjár umferðinar enda eru aðeins fjög- ur lið fyrir utan LdB FC Malmö búin að skora fleiri mörk en hún. „Ég er alveg sammála að þetta sé besta byrjunin á tímabili hjá mér og sérstaklega þar sem við erum búnar að vinna fyrstu þrjá leikina því við höfum aldrei áður byrjað það vel. Það hefur líka gengið vel hjá mér, sem er bara bónus,“ segir Ásthildur Helgadóttir og þetta er bara byrjunin. „Við ætlum okkur að vera af fullri alvöru í toppbaráttunni og við höfum fulla trú á því að við getum það. Það er mikið sjálfs- traust í liðinu,“ segir Ásthild- ur, sem segist ekkert dreyma um markakóngstitilinn sem hún vann tvisvar sinnum á Íslandi, fyrst með Breiðabliki 1996 og svo aftur með KR 2002. „Það er mikilvægast fyrir mig að liðið vinni. Vonandi get ég skorað mörk til þess að hjálpa liðinu og það verður síðan bara að koma í ljós hversu mörg þau verða. Þetta er ekki nokkuð sem ég hugsa mikið um en það er auð- vitað gaman að vera meðal marka- hæstu manna,“ segir Ásthildur, sem varð í 3. sæti á markalistan- um í fyrra og í 6. sæti fyrir tveim- ur árum. Samkvæmt sömu lögmál- um ætti hún að taka markakóngs- titilinn í sumar. Ásthildur segist fyrst núna komin með hugarfar framherj- ans. „Það er gaman að því að fá að spila sem framherji hér í Svíþjóð. Ég hafði alltaf verið á miðjunni á Íslandi og ég finn það núna að það hefur tekið mig ákveðinn tíma að breyta hugsunarhættinum og leikstílnum til þess að spila sem framherji. Ég nýt þess að spila frammi,“ segir Ásthildur. Landsliðsfyrirliðinn hefur skorað 5 af 9 mörkum LdB FC Malmö í fyrstu þremur umferðum sænsku deildarinnar, hún er langmarkahæst og aðeins fjögur lið í deildinni hafa skorað fleiri mörk en hún. Alls eru 113 erlendir leikmenn á mála hjá norskum úr- valsdeildarliðum samkvæmt út- tekt Rogalands Avis. Alls leika fjórtán Íslendingar í norsku úr- valsdeildinni eins og er og eru því rúm tólf prósent þessa hóps. Viking er með hæsta hlutfall erlendra leikmanna í sínum hópi, alls tólf af 25 leikmönnum eða 48 prósent. Þrír Íslendingar eru í liði Viking; þeir Birkir Bjarna- son, Hannes Þ. Sigurðsson og Höskuldur Eiríksson. Fæstir eru í Vålerenga og Tromsö, þrír talsins. Árni Gautur Arason er markvörður fyrr- nefnda liðsins. 113 útlendingar hjá liðunum Hörður Bjarnason verð- ur ekki með Víkingum í sumar þar sem hann sleit krossbönd í hné í æfingaferð liðsins til Portú- gal fyrir skömmu. Hörður var eini bakvörðurinn sem var eftir í liði Víkings og eru því góð ráð dýr fyrir Magnús Gylfason, þjálf- ara liðsins. Víkingar hafa misst fjölda leik- manna úr liði sínu. Viktor Bjarki Arnarsson og Höskuldur Eiríks- son fóru í atvinnumennskuna í Noregi og Ingvar Kale mark- vörður verður einnig frá í sumar vegna meiðsla. Þar að auki fóru nokkrir leikmenn frá liðinu en Víkingar hafa þó fengið aðra í staðinn, en enga varnarmenn. Hörður með slitin krossbönd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.