Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 62
Vikuna 23.-29. apríl stendur yfir Alþjóðleg umferðarör- yggisvika Sameinuðu þjóðanna. Umferðarslys eru eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem heim- urinn stendur frammi fyrir sam- kvæmt mati WHO, heilbrigðis- málastofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Að fækka umferðarslysum er á margan hátt auðveldara en að vinna bug á mörgum þeim sjúk- dómum sem leggja jafn marga eða fleiri að velli en umferðar- slys. Mikilvægt skref í rétta átt er breytt viðhorf vegfarenda. Finnst þér í lagi að t.d. flug- umferðarstjóri, barnaskólakenn- ari eða tannlæknir neyti áfengis í starfi sínu? Við erum ekki að tala um eitthvert fyllerí heldur að þeir dreypi á aðeins einu glasi í starfi sínu. Er það í lagi? Þessi spurning er sett fram í nýjum auglýsingum Umferðarstofu og Vínbúða sem sjá hefur mátt í fjölmiðlum und- anfarið. 50 þúsund Íslendingum (samkv. viðhorfskönnun US og Ríkislög- reglustjóra) finnst í lagi að aka bifreið eftir að hafa neytt eins áfengs drykkjar. Er sú ábyrgð eitthvað minni? Getur verið að það gæti einhvers misskilnings eða skeytingarleysis í afstöðu okkar til ölvunaraksturs? Við skulum skoða nokkrar al- gengar ranghugmyndir varðandi ölvunarakstur: 1) Ég er nýbúinn að borða svo mikið þannig að mér er óhætt að keyra. 2) Ég drakk svo lítið. 3) Það er í lagi að keyra því það er svo langt síðan ég drakk síðasta drykkinn. 4) Ég er að fara svo stutta vega- lengd. 5) Ég keyri hvort eð er hægt og varlega. Þetta eru nokkrar af algengum ranghugmyndum sem ökumenn hafa þegar þeir, skertir athygli og viðbragðsflýti, setjast undir stýri og aka undir áhrifum áfengis. Samkvæmt umferðarlögum má enginn vera undir áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna við stjórn vélknú- ins ökutækis. Ef lögregla mælir áfengi í öndunarprófi ökumanns hefur hún heimild til að banna viðkomandi að halda áfram akstri jafnvel þótt magn áfengis mælist undir refsimörkum sem eru 0,5‰. Þetta undirstrikar það að eftir einn drykk má ekki aka! Áfengi lengir við- bragðstíma ökumanns og dregur úr hæfni hans til að bregðast rétt við aðsteðjandi hættu. Einnig minnkar hæfi- leikinn til að meta fjar- lægð og hraða rétt. Sjónsvið þrengist. Öku- maður á erfiðara með að meta hættur í jaðarsjón- sviði og getur því ekki brugðist eins örugglega við þeim. En skoðum þessar ranghugmyndir sem minnst var á hér að framan. 1) Það að borða ofan í neyslu áfengis dugar skammt. Matur í maga dregur það lítið úr áhrifum að þrátt fyrir neyslu staðgóðrar máltíðar skaltu gera ráð fyrir því að áfengið hafi letjandi áhrif á at- hygli þína og dóm- greind. 2) Það þarf ekki nema einn drykk til að hafa áhrif á getu þína til að aka og á hæfni þína til að bregðast við hættu. 3) Það þarf að vera liðinn langur tími frá því að þú neytt- ir áfengis til að þú getir verið viss um að áhrifanna gæti ekki leng- ur. Það getur borgað sig að bíða í allt að sólarhring, allt eftir því hve mikils er neytt. 4) Komið hefur í ljós að flest slys eiga sér stað innan við 3 km frá upphafsstað. 5) Það skiptir litlu þótt þú vandir þig við aksturinn því dómgreind þín og öll sú hæfni sem þarf að vera í lagi við akstur er skert. Sama hvað þú vandar þig. Segjum að ölvaður ökumaður sé á 90 km hraða. Ef viðbragðs- tími hans lengist um eina sek- úndu vegna þess að hann hefur neytt jafnvel lítils magns áfengis þá er bifreiðin búin að fara u.þ.b. 25 metrum lengra en ef viðbragð ökumannsins hefði verið óskert. Þessir metrar geta skilið á milli feigs og ófeigs. Ef þú ferð út á lífið með vinum þínum, fáðu þá hópinn til að til- nefna einhvern ábyrgan ökumann úr hópnum. Sá tekur að sér að koma þeim sem neytt hafa áfengis á áfangastað. Svo er bara að láta einhvern annan gegna þessu hlut- verki næst. Vitanlega er einnig hægt að taka leigubíl, strætó eða fá far með einhverjum. Ef þú átt þátt í umferðarslysi og það mælist áfengi í blóðinu áttu það á hættu að tryggingarfélagið geri þig ábyrgan fyrir öllu tjóni sem af hegðun þinni hlýst – jafn- vel þótt mælanlegt magn áfengis sé mjög lítið. Þetta getur gerst jafnvel þótt þú hafir ekki valdið slysinu. Meðalfjöldi þeirra sem slas- ast alvarlega og látast í umferðar- slysum á Íslandi af völdum ölvunaraksturs eru 15 manns á ári. Ölvunarakstur telst ekki til mannlegra mistaka. Einstaklingur sem veldur umferðarslysi vegna ölvunar þarf að bera byrðar víta- verðs kæruleysis alla sína ævi. Höfundur er upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Rétt og rangt ölvunarakstur Finnst þér í lagi að t.d. flug- umferðarstjóri, barnaskóla- kennari eða tannlæknir neyti áfengis í starfi sínu? Við erum ekki að tala um eitthvert fyllerí heldur að þeir dreypi á aðeins einu glasi í starfi sínu. Er það í lagi? Orka á tombóluprís Orkuverð til stóriðju á Ís- landi er leynd- armál. En hvers vegna er því hald- ið leyndu? Getur verið að orkuverð- ið sé algerlega óviðunandi og nið- urgreitt af almenn- ingi og íslenskum iðnaði? Í Brasilíu eru báxít- námur sem súrál er unnið úr og hrá- efnið því á staðnum. Flutnings- kostnaður er nær enginn og mengun vegna flutninga í lág- marki. Til Íslands þarf að flytja hrá- efnin um hálfan heiminn jafn- vel alla leið frá Ástralíu, með kostnaði og mengun. Í Brasilíu er launakostnaður miklu lægri en á Íslandi og því allar framkvæmdir ódýrari. Í Brasilíu eru risastór vatns- orkuver svo álið þar er líka framleitt með vatnsorku. Í raun er í Suður-Ameríku notuð meiri vatnsorka í álbræðslur en hægt væri að framleiða á Íslandi með því að virkja hvern einasta læk og hver. Ólíkt því sem ráðamenn á Íslandi hafa haldið fram, er meirihluti áls í heiminum fram- leitt með vatnsorku eða annarri endurnýjanlegri orku. Hvort skyldi vera ódýrara að framleiða ál á Íslandi eða í Brasilíu ef orkuverðið er und- anskilið? Hvort skyldi vera umhverfis Til að vinna upp flutningskostn- að hráefnis og gríðarlegan mun á launakostnaði við bygg- ingu virkjana, álvera og rekst- ur þeirra verður orkuverðið á Íslandi að vera lágt. Svo lágt að fjárfestingin borgi sig fyrir álrisana. Það er því ljóst að ís- lensk orkufyrirtæki eru að undir- bjóða þróunarlönd í orkuverði og valda um leið meiri mengun með hráefnaflutningi yfir hálf- an heiminn. Sá eini sem græðir til lengri tíma litið er stóriðjan, erlend fyrirtæki sem fá orkuna á útsölu og arðurinn rennur til útlanda. Ekki má heldur gleyma því að náttúran sem lend- ir á höggstokki orkuútsölunn- ar er ekki metin til verðs held- ur fylgja ómetanleg náttúru- auðævi með í kaupbæti. Álver í Helguvík, Húsavík og Þorláks- höfn eru enn öll á dagskrá stjórnar- flokkanna, Sjálf- stæðis- og Fram- sóknarflokks, sem áfram vinna að því að færa auðlind- ir landsins, þjóðar- gersemi, sameign okkar allra, erlend- um stórfyrirtækj- um á silfurfati. Á meðan blæðir öðrum iðnaði, garð- yrkjubændum og almenningi á Ís- landi. Er ekki mál að linni? Jafnvel ein og sér er náttúra Íslands mikils virði og hægt er að nýta hana á marg- víslegan hátt. Að nýta náttúruna til orkuöflunar er ein leið og þá með hámarksarðsemi enda er auðlindin ekki óþrjótandi. Nú er lögð áhersla á hversu hagstætt sé að virkja jarð- varma til stóriðju. Vissulega er jarðvarmi endurnýjanleg- ur en vatnið sem verið er dæla upp var þúsundir ára að seytla niður í berggrunninn og hitna. Árið 1930 voru heitar laugar á yfirborði í Reykjavík en nú þarf að sækja vatnið á mörg hundruð metra dýpi. Enginn veit hversu miklu heitu vatni má dæla upp í jarðvarmavirkjunum á Reykja- nesskaganum. Ef vatninu er dælt of hratt endurnýjast auð- lindin ekki sem skyldi og gæti valdið skorti á heitu vatni. Þess vegna eigum við að verja næstu árum í að rannsaka og læra á nýtingu jarðvarmans á þeim svæðum sem við notum nú þegar til orkuvinnslu. Þá fyrst vitum við hvernig best má nýta jarðhitann og sú þekking er verðmæt útflutningsvara. Hvað varðar vatnsaflsvirkj- anir gildir það sama, það er aldrei þess virði að sökkva stór- um svæðum fyrir stundargróða fárra á kostnað framtíðarinnar. Við verðum að umgangast auðlindir landsins af varúð og virðingu. Leyfum ám og vötn- um að renna til sjávar uns þörf- in fyrir orku þeirra er brýn nauðsyn fyrir þjóðarhag. Látum Kerlingarfjöll, Grændal, Torfa- jökulssvæðið og öll hin jarðhita- svæðin sem enn eru ósnortin njóta vafans því fegurð þeirra og fjölbreytileiki er auðlegð. Höfundur skipar 1. sæti Íslandshreyfingarinnar í Suðurkjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.