Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 28
Vegna frétta-
flutnings á síð-
ustu misserum,
m.a. í Frétta-
blaðinu laugar-
daginn 14. apríl,
þykir mér rétt
að koma á fram-
færi upplýsingum um rekstur og
umfang utanríkisþjónustunnar.
Fjárveitingar til hinnar eiginlegu
utanríkisþjónustu hafa undanfarin
ár numið innan við 1% af heildar-
útgjöldum í A-hluta fjárlaga ríkis-
ins. Eftirfarandi tafla sýnir annars
vegar framlög til utanríkisþjónust-
unnar sem hlutfall af ríkisútgjöld-
um í A-hluta fjár- og fjáraukalaga
en hins vegar framlögin sem hlut-
fall af vergri landsframleiðslu.
Hér er aðeins talinn kostnaður
vegna rekstrar og stofnkostnaðar
sendiskrifstofa og aðalskrifstofu
utanríkisráðuneytisins. Kostnaður
vegna annarra þátta sem tilheyra
utanríkisráðuneytinu, m.a. þróunar-
mála, friðargæslu og undirstofnana
ráðuneytisins á Keflavíkurflugvelli,
er hér ekki meðtalinn.
Sendiskrifstofur eru nú 30 í 24
löndum, og hafa 10 skrifstof-
ur bæst við síðan árið 2004. Nýjar
sendiskrifstofur hafa verið opnað-
ar í Nýju Delhí, Róm (opnuð aftur
eftir nokkurt hlé), Pretoríu (flutt
frá Mapútó) og Þórshöfn en einn-
ig eru 6 skrifstofur Þróunarsam-
vinnustofnunar Íslands nú flokk-
aðar sem sendiráð, þótt þar starfi
einvörðungu starfsmenn ÞSSÍ og
enginn kostnaður vegna þeirra falli
á utanríkisþjónustuna. Skrifstofur
Þróunarsamvinnustofnunar voru
gerðar að sendiráðum til að styrkja
stöðu þeirra en einnig til að efla net
íslenskra sendiráða og auka þjón-
ustu utanríkisþjónustunnar við al-
menning og íslensk fyrirtæki.
Utanríkisráðuneytið hefur því í
raun stofnað þrjár nýjar sendiskrif-
stofur á tímabilinu frá 2004, þ.e. í
Róm, Nýju Delhi og í Færeyjum.
Í sendiskrifstofum Íslands starfa
195 starfsmenn. Er þá talið útsent
starfsfólk og staðarráðið, starfs-
nemar, starfsfólk annarra ráðu-
neyta og starfsfólk Þróunarsam-
vinnustofnunar Íslands (þar starfa
nú 40 starfsmenn). Árið 2004
störfuðu 140 starfsmenn í send-
iskrifstofum Íslands. Ef starfs-
menn ÞSSÍ eru frátaldir hefur
starfsmannafjöldi í sendiskrifstof-
um því aukist um 15 á tímabilinu.
Á sama tíma hefur í hagræðingar-
skyni verið fækkað í hópi útsendra
starfsmanna. Staðarráðnir starfs-
menn hafa verið ráðnir í þeirra
stað, en kostnaður vegna þeirra er
til muna lægri.
Samanburður við utanríkis-
þjónustur annarra ríkja sýnir að
Íslendingar reka ekki aðeins fá
sendiráð heldur eru þau hvert um
sig töluvert fámennari en geng-
ur og gerist meðal annarra ríkja.
Þannig hefur sendiráð Íslands í
London t.d. á að skipa 4 diplóm-
atískum starfsmönnum (þ.m.t.
sendiráðspresti) á meðan sendiráð
Dana í London hefur 11, sendiráð
Svíþjóðar 12, sendiráð Finnlands 8
og sendiráð Noregs 14. Við þennan
samanburð er rétt að hafa í huga
að umfang verkefna sendiráða
endurspeglar ekki endilega mann-
fjölda viðkomandi ríkis. Í því sam-
hengi má t.d. nefna að fyrirspurn-
ir um ferðamennsku til Íslands
sem berast sendiráði okkar í Lond-
on eru væntanlega lítið færri en
fyrirspurnir sem berast um hlið-
stæð málefni til sendiráða annarra
Norðurlanda. Sama gildir um þátt-
töku okkar í starfi alþjóðastofn-
ana. Þar starfa ríki almennt á jafn-
réttisgrundvelli og hafa því sömu
skyldum að gegna gagnvart stofn-
uninni óháð íbúafjölda.
Þegar ofangreindar upplýsing-
ar eru skoðaðar kann það koma á
óvart hve lítil hækkun hefur í raun
orðið á framlögum til utanríkis-
þjónustunnar á tímabilinu 2001 til
2006. Á þessu tímabili voru opnað-
ar sendiskrifstofur í Nýju Delhi og
Róm og komið hafa til töluverðar
almennar verðlags- og launahækk-
anir. Hluti af skýringunni er að á
tímabilinu 2001 til 2004 voru fjár-
veitingar til utanríkisráðuneyt-
isins lækkaðar um alls 705 m.kr.
vegna hagræðingar í ríkisrekstri.
Undanfarin ár hefur það verið
fastur liður í fjárlagagerðinni
að gerð er krafa um að hver og
ein ríkisstofnun skuli hagræða í
rekstri sinum sem nemur ákveðnu
hlutfalli af rekstrarkostnaði. Þetta
hefur verið liður í viðleitni ríkis-
stjórnarinnar til að skila afgangi
af ríkisrekstrinum, greiða niður
skuldir ríkisins og draga úr um-
svifum þess.
Það er hins vegar mjög mis-
munandi hvernig stofnanir eru í
stakk búnar til að draga úr rekstr-
arkostnaði. Hjá mörgum stofnun-
um er stofnkostnaður stór hluti
af ráðstöfunarfé stofnunar og við
slíkar aðstæður er tiltölulega auð-
velt að fresta fyrirhuguðum fram-
kvæmdum og aðlaga reksturinn
að lækkuðum fjárveitingum. Hjá
öðrum stofnunum er launakostn-
aður stærsti útgjaldaliðurinn og
þegar þannig háttar til er erfið-
leikum bundið að lækka rekstrar-
kostnað án þess að draga úr starfs-
mannafjölda.
Utanríkisráðuneytið fór á tíma-
bilinu 2001 til 2004 nokkuð fram
úr heimildum fjárlaga, eða sem
nemur 1-3% árlega. Helsta skýr-
ingin á þessu er að ráðuneyt-
ið hefur átt erfitt með að standa
undir þeim kröfum sem fjármála-
ráðuneytið hefur gert um sparn-
að í rekstrinum. Uppsafnaður
halli nam í lok ársins 2004 um 400
m.kr, sem hafði safnast upp á fjór-
um árum. Á því tímabili var gerð
krafa um lækkaðan rekstrarkostn-
að utanríkisráðuneytisins um 705
m.kr. og fjárveitingar voru lækk-
aðar um þá upphæð samanlagt frá
árinu 2001. Staðreyndin er því sú
að ráðuneytið jók ekki rekstrar-
kostnað sinn á því tímabili (að und-
anskildum nýjum verkefnum, sem
veittar voru sérstakar fjárveiting-
ar fyrir) heldur tókst að draga úr
kostnaði um 300 m.kr. Ástæðurnar
fyrir því að ráðuneytið náði ekki
að hrinda í framkvæmd öllum
þeim sparnaði sem gert var ráð
fyrir eru í fyrsta lagi að samsetn-
ing útgjalda ráðuneytisins er með
þeim hætti að erfitt er að ná veru-
legum árangri í lækkun kostnað-
ar nema með því að leggja niður
störf og að einhverju leyti þá
starfsemi sem ráðuneytið stund-
ar. Slíkt mun þó ekki hafa verið
markmiðið með hagræðingar-
kröfum ríkisstjórnarinnar heldur
frekar að ítrasta aðhalds yrði gætt
í núverandi rekstri. Þá er þess að
gæta að ráðuneytið hefur árum
saman hugað vel að öllum rekstr-
arkostnaði sínum, sem þýðir að fá
tækifæri finnast til að draga enn
frekar úr kostnaði.
Höfundur er skrifstofustjóri
utanríkisráðuneytisins.
Umfang og rekstur utanríkisþjónustunnar
Ígrein Lúðvíks Bergvinsson-ar alþingismanns sem birtist í
Fréttablaðinu 19. apríl sl., voru
alvarlegar rangfærslur og mis-
skilnings gætti. Það sama á við
um viðtal við þingmanninn sem
birtist í DV 23. apríl sl. Þessar
rangfærslur og misskilning ber
að leiðrétta.
Alþingismaðurinn gerir að um-
talsefni viðtal við Harald Johann-
essen ríkislögreglustjóra, sem
birtist í Morgunblaðinu 24. mars
síðastliðinn. Í viðtalinu ræðir
ríkislögreglustjóri um olíusam-
ráðsmálið svokallaða. Alþing-
ismaðurinn fullyrðir að málið
„hafi farið forgörðum” í meðför-
um starfsmanna embættis rík-
islögreglustjóra. Þetta er fjarri
lagi. Samkeppnisyfirvöld vöktu
athygli embættisins á rannsókn
sinni á olíufélögunum. Þá þegar
benti embætti ríkislögreglustjóra
á þá hættu að mál sem væru í
rannsókn hjá Samkeppnisstofnun
nýttust ekki sem sakamál meðal
annars vegna réttarstöðu starfs-
manna olíufélaganna sem sam-
keppnisyfirvöld höfðu rætt við.
Í umræddu Morgunblaðsviðtali
segir ríkis-
lögreglu-
stjóri: „Við
töldum að ef
samkeppn-
isyfirvöld
hefðu kom-
ist að þeirri
niðurstöðu
að um saka-
mál væri
að ræða, þá
hefðu þau
átt að hætta
rannsókn
mjög fljótlega eftir húsleitina
í desember 2001 og beina mál-
inu til ríkislögreglustjóra eða
ríkissaksóknara til að koma í
veg fyrir sakarspjöll.“ Meirihluti
Hæstaréttar staðfesti lögfræði-
legt álit embættisins og skoðun
þess á rannsókninni.
Þá les þingmaðurinn það út
úr viðtalinu að rannsókn máls-
ins hafi hafist vegna þrýstings
frá alþingismönnum. Hvergi
á það stoð og ekki var minnst á
það í viðtalinu. Stjórnmálamenn
höfðu engin áhrif á lögreglu eða
ákæruvald í þessu máli frekar en
öðrum. Ríkissaksóknari er æðsti
handhafi ákæruvalds, sbr. 2. mgr.
25. gr. laga um meðferð opin-
berra mála nr. 19/1991. Sem æðsti
handhafi ákæruvalds getur ríkis-
saksóknari kveðið á um rannsókn
máls, mælt fyrir um framkvæmd
hennar, m.a. gagnaöflun og fylgst
með henni, sbr. 5. mgr. 27. gr. lag-
anna. Það gerði ríkissaksóknari í
þessu máli með því að fela ríkis-
lögreglustjóra að afla gagna hjá
Samkeppnisstofnun í því skyni
að taka ákvörðun um hvort hefja
bæri opinbera rannsókn á ætluð-
um refsiverðum brotum olíufé-
laganna og starfsmanna þeirra.
Einnig tekur þingmaðurinn
fram að sjálfstætt og faglegt
ákæru- og lögregluvald sé horn-
steinn „refsivörslukerfisins“
og spyr hvernig á því hafi stað-
ið að rannsókn á olíumálinu hafi
tekið fjögur ár. Hér á þingmaður-
inn væntanlega við réttarvörslu-
kerfið. Rannsókn olíumálsins tók
tíma enda málið mjög viðamik-
ið og lögfræðilega flókið. Hafa
skal í huga að eitt af grundvall-
aratriðum sjálfstæðs og faglegs
ákæru- og lögregluvalds er að
fullrannsaka mál og ganga með
hlutlægum hætti úr skugga um
hvort eðlilegt og rétt sé að gefa
út ákæru í málum. Það var gert
í þessu máli og ákæra gefin út af
ríkissaksóknara en lögreglurann-
sóknin tók rúm tvö ár.
Höfundur er yfirmaður stjórn-
sýslusviðs ríkislögreglustjóra.
Athugasemd frá embætti
ríkislögreglustjóra
-þjónusta í fyrirrúmi
Nú á þremur stöðum
Álfelgur
í miklu úrvali frá
viðurkenndum
framleiðendum
Hjallahrauni 4 Hfj.
565 2121
Dugguvogi 10
568 2020
Skeifunni 5
568 2025
Verð frá aðeinskr. 99.900,-TILBOÐ!Fjórar 17” ENZOR álfelgurmeð 225/45R17 dekkjum*,undirkomið með öllu* Sonar dekk eða sambærileg.
Pitstop
– góð vara, frábært verð
og framúrskarandi þjónusta.