Fréttablaðið - 27.04.2007, Page 43

Fréttablaðið - 27.04.2007, Page 43
FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2007 3fákar og fólk fréttablaðið Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, undirrit- aði nýlega reglugerð sem felur í sér að framvegis mun Trygginga- stofnun ríkisins taka þátt í kostn- aði við nauðsynlega sjúkraþjálf- un á hestbaki fyrir einstaklinga sem eru með skaða í miðtauga- kerfi. Undanfarið hefur verið gerð tilraun með að nota hesta við sjúkraþjálfun fatlaðra barna og hefur hún gefið góða raun. Þrátt fyrir það hefur þetta úrræði ekki fengið almenna viðurkenningu hér á landi fyrr. Sjúkraþjálfun á hest- baki viðurkennd Sjúkraþjálfun fatlaðra á hest- baki hefur gefið góða raun. FORSÍÐAN á blaðinu er eftir breska ljósmyndarann Tim Flach. Myndina tók hann þegar hann var staddur hér á landi síðasta sumar en Flach sérhæfir sig í ljósmyndun dýra og vinnur nú að ljósmynda- bók um hestategundir um allan heim. STÓRSÝNING Í VÍÐIDAL Stórsýning hestamanna fer fram 5. maí í Reiðhöllinni Víðidal. Þar ber marga fallega gæðinga fyrir augu. Eftir sýninguna verður slegið upp balli í félagsheim- ili Fáks þar sem hljómsveitin Hunang leikur fyrir dansi. FAGUR FOLI Þessa fal- legu mynd tók ljósmyndari Fréttablaðsins, Vilhelm Gunn- arsson, þegar hann var stadd- ur í Víðidal í vikunni. Myndin er af stóðhestinum Svaka frá Mið- sitju sem var í fremstu röð í kynbótadómi á landsmóti síð- asta sumar. Hann er nú í þjálf- un hjá Sigurði V. Matthíassyni sem stefnir með hann í keppni og kynbótadóm í vor og sumar. KNAPAMERKIN eru stigskipt, bóklegt og verklegt kennslu- efni sem henta fyrir hinn almenna hestamann og hafa verið samin með það fyrir augum að þau henti breiðum hópi nemenda. Allir ald- urshópar frá 12 ára aldri geta nýtt sér námsefnið og tekið próf í því í samvinnu við reiðkennara. Námsefni Knapamerkjanna fjallar stig af stigi um grunnatriði í hestamennskunni. Mikil alúð hefur verið lögð í hönnun Knapamerkjanna og að námsefnið sé notendavænt, markmið þess skýr og að það sé auðvelt og aðgengilegt til notkunar. Á vefsíðunni www.holar.is/knapamerki er hægt að kynna sér námsefnið, próf, námsmat og markmið. Námsefnið er gefið út af Háskólanum á Hólum og Helga Thoroddsen er höfundur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.