Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.04.2007, Blaðsíða 22
Kvótakerfið er enn efst á blaði hjá ykkur þótt lítið hafi verið talað um sjávarútvegsmál í pólitíkinni síðustu misseri og af því megi álykta að sátt ríki um kerfið. Eruð þið ekki á villigötum? Að mínu viti er þetta misskilningur. Það er engin sátt um kvótakerfið. Hins vegar hafa stjórnarflokkarn- ir reynt að þegja málið skipulega og meira að segja liggur við að LÍÚ ætli að þegja kosningabaráttuna af sér. Það er afar merkilegt þegar horft er til síðustu kosningabaráttu þar sem þeir voru á fullu og gáfu út yfirlýsingar og dulbúin skilaboð um að þeir sem vildu breyta kvóta- kerfinu væru hættulegir menn. Það hefur orðið gríðarleg sam- þjöppun í kerfinu, líklega aldrei meiri en síðustu ár eftir að allar tegundir í smábátakerfunum voru kvótasettar. Handfærabátum hefur fækkað óhemju mikið, sem auðvit- að hefur haft neikvæð áhrif fyrir hinar dreifðu sjávarbyggðir. Skuldir sjávarútvegsins hafa aukist og aukist en heildartekj- urnar standa í stað. Árið 1995 voru skuldirnar níutíu milljarðar en eru nú tæpir þrjú hundruð milljarðar. Væri slík staða uppi hjá venjuleg- um fyrirtækjum eða heimilunum væri nú talið að þau væru á beinni leið á hausinn. Það er samþjöppun og hagræðing í flestum greinum, er ekki eðlilegt að það gerist líka í sjávarútvegi? Það er ekki hægt að mæla gegn hag- ræðingu en við verðum að spyrja okkur hvort æskilegt sé, með til- liti til þess hve margar byggðir eru háðar sjávarútvegi, að kerfið sé svo opið að við sjáum ekki fram fyrir okkur. Til hvers erum við með byggðastefnu ef aðalatvinnuvegur landsbyggðarinnar er svo á floti að ef einn maður deyr í þorpi er atvinnurétturinn horfinn af því að erfingjarnir vilja fá peningana? Við skulum ekki gleyma því að kvótakerfið var sett á á sínum tíma vegna þess að Hafrannsóknastofn- unin spáði 200 þúsund tonna þorsk- afla, sem var það minnsta sem menn höfðu séð frá stríðsárunum, og markmiðið var að tryggja at- vinnu í landinu og dreifa aflaheim- ildum á flotann. Svo hefur þetta þróast yfir í að vera hreint pen- ingakerfi þar sem menn eru hættir að horfa á auðlindina og atvinnu- réttinn í samhengi og horfa bara á verðmæti aflaheimildanna. Og af því að þú spyrð um hag- ræðinguna þá spyr ég hvort hag- ræðing sé fólgin í að búa til at- vinnuleysi úti á landi og gera eignir fólks verðlausar? Hvaða hagræð- ing er í því? Í stóriðju- og virkjanamálum segja sumir stopp og aðrir ekkert stopp. Hvað segið þið? Við segjum að það sé kominn tími til að hægja á þenslunni á suðvestur- horninu. Nú eru reyndar líkur á að allt sé að fara af stað í Helguvík og það mun viðhalda þenslunni. Af- staðan til þessara mála helgast því fyrst og fremst af efnahagslegum forsendum þótt við viljum líka að varlega sé farið vegna náttúru- verndarsjónarmiða. Það er lífsspursmál fyrir þjóð- ina að hægt verði á þenslunni en það þarf að gera það þar sem hún er, ekki þar sem er mínus hagvöxt- ur eins og vestur á fjörðum þar sem ríkisstjórnin dró úr vegafram- kvæmdum. Ríkið og sveitarfélögin verða að taka saman á þessu en það er erfitt að ráða við einstakl- ingsframtakið; byggingariðnaðinn til dæmis. Það þarf þó að passa að missa hagvöxtinn ekki niður, hann þarf að vera svona tvö til þrjú pró- sent og þess vegna getum við ekki skrúfað fyrir allar framkvæmdir. Háir útlánavextir bankanna vaxa þér og svo sem fleirum í augum og þú telur eina ráðið vera að hér starfi erlendur banki. Hvað viltu gera til að svo megi verða? Já, ég vil að hér starfi öflugur er- lendur banki í samkeppni við ís- lensku bankana. Það er erfitt að greiða götu banka í opnu við- skiptaumhverfi eins og hér ríkir en ráðherrarnir okkar, sem eru oft á miklum ferðalögum erlendis, gætu til dæmis rætt við stóra banka á Norðurlöndunum og reynt að benda mönnum á að hér sé eftirsóknarverður viðskipta- markaður. Við verðum að fá hér inn stóra virka samkeppnisaðila á peningamarkaði og ég held reynd- ar að það sé eina raunhæfa ráðið til að hér ríki eðlileg samkeppni um þjónustu við almenning. Þangað til það gerist getur ríkið afnumið stimpilgjöld og sett lög um hve há lántökugjöld megi vera. Allra helst vildi ég að íslensku bankarnir gengju á undan með góðu fordæmi og afnæmu verð- trygginguna. Þú varst andvígur afnámi há- tekjuskattsins, viltu taka hann upp aftur? Við leggjum það ekki til enda er erfitt að leggja á skatta sem menn hafa asnast til að afleggja þótt þeir séu réttlátir eins og raunverulegur hátekjuskattur er. Rökin fyrir því að hátekjuskatturinn var afnuminn voru að hann var farinn að teygja sig niður til almenns launafólks. Gott og vel, ég gat viðurkennt það á þeim tíma en það átti ekki að af- nema allan hátekjuskatt. Það var hægt að lækka prósentuna í þrjú til fimm prósent og hækka tekjuvið- miðið upp í kannski 800 til 900 þús- und á mánuði. Við viljum lækka skatta lágtekju- fólks með því að hækka persónu- afsláttinn og ná skattleysismörkun- um upp í 112 þúsund krónur að lág- marki og það er ekki ný stefna. Þeir sem hafa minna en 1,8 milljónir í árslaun eiga ekki að greiða tekju- skatt og hjá þeim verða skattleys- ismörkin 150 þúsund krónur. Þessi viðbótarpersónuafsláttur á svo að vera frávíkjandi að þremur millj- ónum fyrir einstakling og sex millj- ónum fyrir hjón. Þetta er ekki ný stefna, við lögðum þetta til 2003. Hvað kostar þessi útfærsla? Þetta kostar mikið, líklega um 21 milljarð þegar allt er talið. Reynd- ar höldum við að breytingarnar kosti minna því megnið af fólk- inu fær aukinn kaupmátt og mun nýta peningana í veltu í þjóðfélag- inu; í verslun og þjónustu. Þetta mun örugglega ekki fara undir koddann eða inn á bankabækur hjá láglaunafólki. Þú ert áhugasamur um sam- göngubætur og vilt stórátak. Hvar á að byrja? Jarðgöng, þverun fjarða og stytt- ing vegalengda á að vera forgangs- mál á næstu tíu til tólf árum. Það þarf að koma öllu helsta þjóðvega- kerfi landsins niður fyrir 200 metra yfir sjó, hætta fjallabaksinu, hætta hlíðaklifrinu, stytta vegalengdir eins og mögulegt er og fara leiðir sem aðrar þjóðir í fjöllóttu lands- lagi hafa farið. Við teljum að það þurfi að ráð- ast í fjórtán jarðgöng til viðbót- ar við það sem þegar er komið á áætlun og okkur reiknast til að það séu kannski um sextíu kílómetrar í það heila. Sé miðað við að fullfrá- genginn kílómetri í jarðgöngum kosti 700 milljónir, eins og reynd- in varð í Fáskrúðsfjarðargöng- unum, þá erum við að tala um 42 milljarða. Ef við gerum þetta á tíu til tólf árum þarf að leggja til fjóra til fjóra og hálfan milljarð á ári. Ríkissjóður aflar mikilla tekna af umferðinni, miklu meiri en varið er til hennar. Og með þessum að- gerðum styttum við vegalengd- ir og minnkum því mengun, drög- um úr slysahættu, lækkum flutn- ingskostnað og tengjum saman byggðirnar. Þetta mun því hjálpa okkur í byggðavandanum, atvinnu- málunum, menningarmálunum og menntamálunum. Og til viðbótar lengjum við ferðamannatímann. Okkur finnst því ekki spurning að gera þetta. Þið segið kostnað utanríkis- þjónustunnar óheyrilega háan. Hvaða sendiráðum viltu loka? Þegar við opnuðum sendiráð í Japan höfðum við átt viðskipti við Japani í þrjátíu ár. Ég veit ekki annað en að öll þessi viðskipti hafi gengið vel þó ekkert sendiráð hafi verið í Tókýó. Og gættu að því að það kost- aði milljarð bara að koma því fyrir. Ég er ekki að gera lítið úr fólkinu sem starfar í utanríkisþjónustunni en ég taldi – og tel – þetta óþarft. Ég spyr líka hvaða nauðsyn hafi verið á að byggja sendiráð í Berlín. Við erum í samvinnu við Norður- löndin og viljum efla hana og treysta. Af hverju getum við ekki verið saman með sendiráð? Svo er alltaf verið að segja okkur Íslendingum að við séum svo tæknivædd þjóð, kunnum svo vel á tölvur og samskiptatæki að við getum setið á Íslandi og unnið fyrir hvern sem er hvar sem er. En þegar kemur að utanríkisþjónustunni er allt annað í gangi, sendiherrum og sendiráðum er fjölgað. Víkjum að útlendingamálunum. Sumir segja Frjálslynda vera rasista, sem er eitthvað það ljót- asta sem sagt er um fólk. Og það kemur bara til vegna ykkar eigin orða og athafna. Mér sárnar þegar það er sagt. Við höfum eingöngu sagt að við þurfum að átta okkur á hvert stefnir í þess- um málum og spurt hvort mönn- um sé sama um að eftir fjögur til fimm ár verði hér kannski fimmtíu þúsund útlendingar. Ráðum við við það? Við höldum að það verði ákaf- lega erfitt og viljum því – og höfum alltaf viljað – taka betur á móti þeim sem koma til landsins. Við verðum að ráða við þá aðlögun. Til dæmis viljum við að vinnuveitend- ur veiti fólki upplýsingar um rétt- indi á þess eigin tungumáli. Ef eitthvað er vil ég snúa þessu rasistatali við því þeir sem vilja ekkert aðhafast, ekki auka eftir- lit, ekki tryggja upplýsingagjöfina, þeir taka áhættuna á að búa hér til rasistaþjóðfélag þar sem smátt og smátt getur myndast óeining milli hópa. Hvað sem þú segir nú er ljóst að málið hefur snúist í höndunum á flokknum. Fólk úr öðrum stjórnmálaflokkum sakaði okkur um að hafa sagt að Ís- land ætti bara að vera fyrir okkur og að við vildum aðra burt. Þetta höfum við aldrei sagt. Það er hægt að snúa út úr orðum okkar eins og annarra. Andstæðingar okkar sögðu þetta vegna þess að þeir sáu að margt fólk, skynsamt fólk eins og flestir Íslendingar eru, áttaði sig á að við vorum að benda á vandamál sem gætu komið upp og væri eðlilegt að ræða. Ég hef ferðast mikið um landið á undanförnum vikum og hitt fjölda fólks sem segir að við förum stundum glannalega í um- ræðuna en þegar rætt er við það segist það algjörlega sammála og telur okkur eiga heiður skilinn fyrir að þora að ræða málin. Og ég trúi því að það verði eins með þetta mál og fjölmörg önnur sem við höfum viljað ræða fordómalaust og ofan í kjölinn að fyrr en síðar verði það gert okkur öllum, gömlum og grónum sem og nýjum Íslending- um, til góðs. Lífsspursmál að hægja á þenslu Guðjón Arnar Kristjánsson vill ráðast í stórfellda jarðgangagerð enda renni hún stoðum undir byggð í landinu. Í samtali við Björn Þór Sigbjörnsson segist hann vilja loka sendiráðum í Tókýó og Berlín og laða erlendan banka til starfsemi á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.